06.02.2022
Umferðin á Hringveginum dróst saman um nærri sex prósent í janúar miðað við janúarmánuð í fyrra. Umferð dróst mest saman í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en jókst hinsvegar töluvert á Austurlandi. Umferð um teljara á Mýrdalssandi jókst mikið og meira en tvöfaldaðist af því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
03.02.2022
Lúxsusbíllinn Mercedes-Benz EQS háði mjög jafna keppni við uppáhaldsbíl almúgans; Tesla Model 3 í drægnikeppni 31 rafbíls í Noregi um hver kæmist lengst á rafhleðslunni. Þetta kemur fram í vetrarrafbílarannsókn Félags norskra bifreiðaeigenda, NAF, og FÍB sem gerð var á dögunum.
01.02.2022
Nú liggja fyrir sölutölur á bílum í Evrópu fyrir árið 2021 og kemur í ljós að hún hefur ekki verið minni síðan 1985. Í Evrópusambandslöndunum, auk Bretlands, Noregs og Sviss voru nýskráningar alls 11,75 milljónir bíla.
01.02.2022
Um áramótin tóku gildi breytingar á aðkomu og eftirfylgni faggiltra skoðunarstöðva og Samgöngustofu við innheimtu bifreiðagjalds, samkvæmt breytingum á lögum nr. 39/1988 , um bifreiðagjald, sbr. lög nr. 139/2021 , þannig að innheimtuþáttur bifreiðagjalds verður nú að mestu leyti verkefni innheimtumanna ríkissjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samgöngustofu.
31.01.2022
Í nýskráningum fólksbifreiða fyrir janúar kemur fram að hlutdeild nýorkubíla vex jafnt og þétt. Í tölum frá Bílgreinasambandinu kemur fram að sala á þeim nam alls 83,3% af heildarsölunni. Hreinir rafbílar tróna í efsta sætinu með alls 36,9% hlutdeild, tengiltvinnbílar 32,9% og hybridbílar 13,5%. Hlutdeild dísilbíla var 9,3% og bensínbíla 7,4%. Heildarnýskráningar voru 885.
28.01.2022
Bílaframleiðsla á Bretlandi fór í gegnum miklar hremmingar á síðasta ári og hefur framleiðsla á bílum þar í landi ekki verið minni síðan 1956. Heimsfaraldur og skortur á hálfleiðurum og öðrum íhlutum kom hart niður á framleiðsluna.
27.01.2022
Félag norskra bifreiðaeigenda, NAF, og FÍB, hafa birt niðurstöðu úr vetrarrafbílarannsókn sinni en um er að ræða eitt stærsta próf sem fram hefur farið á þessu sviði til þessa. Í prófuninni var raundrægi rafbíla í vetraraðstæðum skoðað og enn fremur hvernig bílarnir bregðast við þegar rafhlaðan er að tæmast.
27.01.2022
Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen og hátæknifyrirtækið Bosch hafa komist að samkomulagi um að stofna sameiginlegt verkefni fyrir lok þesss árs. Verkefnið lítur að því að reisa rafhlöðuverksmiðjur með þeim tilgangi að gera Evrópu sjálfbæra í rafhlöðuframleiðslu.
25.01.2022
Mikill samfélagslegur ábati er af lagningu Sundabrautar en þetta kemur fram í óháðri félagshagfræðilegri greiningu á lagningu Sundabrautar og skilagrein starfshóps Vegagerðarinnar um lagningu brautarinnar.
25.01.2022
Nýskráningar fólksbifreiða voru rúmlega tvö hundruð fleiri fyrstu þrjár vikur nýs árs en yfir sama tímabil í fyrra. Nýskráningar þessa árs eru orðnar 636 en voru 433 í fyrstu þrjár vikurnar í fyrra. Nýskráningar til almennra notkunar voru tæp 81% og til bílaleika rúm 18%. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.