Fréttir

Rafbíllinn KIA EV6 bíll ársins í Evrópu

Rafbíllinn KIA EV6 er bíll ársins í Evrópu 2022. Tilkynnt var um valið í Palexpo sýningarhöllinni í Genf í Sviss en þar hefur farið fram ein stærsta bílasýning um árabil. Sýningunni var hins vegar frestað þriðja árið í röð vegna heimsfaraldursins. Dómnefndin er skipuð yfir 60 blaðamönnum frá 22 löndum á vettvangi farartækja í Evrópu. Rússland var útilokað frá valinu að þessu sinni.

Frumvarp til laga um bætt fjarskipti á þjóðvegum landsins

Fyrir Alþingi liggur fyrir frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti á þjóðvegum landsins verði tryggt. FÍB var einn þeirra aðila sem sent var frumvarpið til umsagnar sem telur það nauðsynlegt og löngu orðið tímabært.

Nýir samningar gerðir við starfsmenn Toyota í Japan

Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur gengið að launakröfum japanskra verkalýðsfélaga fyrir starfsmenn sína en samningar þar að lútandi voru samþykktir í gær.

Olíuverð hækkar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði töluvert í dag í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu í nótt sem leið. Rússland er næst stærsta olíutflutningaríki heims, og stærsti jarðgasframleiðandi í heimi. Hin mikla spenna á landamærum Rússlands og Úkraínu hefur þannig mikil áhrif á hráolíuverð.

Raf- og tengiltvinnbílum fjölgaði um fimm þúsund á einu ári

Rafbílavæðing landsmanna hefur tekið kipp á síðustu árum samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands, en fjöldi rafbíla og tengil­tvinnbíla hér á landi fór úr tæpum 12 þúsundum árið 2020 í 17 þúsund ári seinna. Og það er til marks um breytinguna að einungis 5 rafbílar voru hér á landi fyrir rúmum áratug. Nær 80 prósent þessara bifreiða voru í eigu heimila í ágúst 2021.

Dacia Duster framleiddur í tveimur milljónum eintaka

Rúmenski bílaframleiðandinn Dacia Duster fagnar því um þessar mundir að hafa selt bílinn í tveimur milljónum eintaka. Bíllinn kom fyrst á markað 2010 og hefur salan á honum vaxið jafnt og þétt.

Besta söluár Tesla í Noregi frá upphafi

Bílasala í Noregi var sérlega góð á árinu 2021. Nýskráningar alls voru yfir 176 þúsund og hafa ekki verið fleiri síðan 1986 að því er fram kemur í tölum frá norsku samgöngustofunni.

Verksamningur um framkvæmd ökuprófa framlengdur

Frá 1. júní 2017 hefur verið í gildi verksamningur milli Samgöngustofu og Frumherja um framkvæmd ökuprófa.

Bílgreinasambandið sameinast Samtökum verslunar og þjónustu

Auka aðalfundur Bílgreinasambandsins (BGS) var haldinn í vikunni í þeim tilgangi að taka fyrir tillögu stjórnar sambandsins um sameiningu BGS og Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Stjórnir beggja samtaka höfðu áður gert samkomulag um framlagningu tillagna þess efnis á aðalfundum beggja samtaka að því er fram kemur í tilkynningu.

Kia efst í áreiðanleikakönnun J.D. Power

Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power yfir bílaframleiðendur. Þetta er áttunda árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power í flokki bíla sem teljast magnsölubílar.