Fréttir

Verðsveifla sem ekki hafi sést í Evrópu

Hækk­un á eldsneytis­verði á Íslandi undanfarið virðist vera í bein­um tengsl­um við mikl­ar breyt­ing­ar á heims­markaðsverði á olíu og virðist álagn­ing olíu­fyr­ir­tækj­anna sjálfra ekki hafa hækkað.

Draga þarf úr kóbalti í rafbílarafhlöðum

Aukin rafbílavæðing samfara orkuskiptum í samgöngum á landi hefur aukið eftirspurn eftir hráefnum sem notuð eru til að framleiða liþíumjónarafhlöður. Liþíum hefur hækkað í verði um 600% á liðnu ári. Fyrir utan liþíum beinist athyglin séstaklega að kostnaði við hráefnin sem notuð eru í bakskautsframleiðslu (katóðu) rafhlaðna.

Stjórnvöld hvött til að lækka álögur sínar á bensín tímabundið

Bensínverð hefur farið ört hækkandi á síðustu dögum, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. N1 hefur hækkað verð á bensínlítranum um sex krónur í morgun og er verðið nú komið í 303,90 krónur á flestum stöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Dísillítrinn kostar nú víðast 300,90 krónur hjá N1 og hefur hækkað um heilar tíu krónur milli daga.

Holur hafa myndast víða á suður- og vesturlandi – ökumenn aki með gát

Vegagerðin beinir því til ökumanna að víða á Suður- og Vesturlandi eru holur að myndast í vegum og eru ökumenn beðnir að aka með gát á meðan unnið er að viðhaldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við því að víða hafi myndast hættulegar holur á stofn og tengibrautum en að sögn lögreglu hafa tugir bíla skemmst af völdum holanna. Í færslu lögreglunnar er biðlað til ökumanna að fylgjast vel með yfirborði gatna og aka varlega þar sem unnið er að viðgerðum.

Tjón á bílum vegna slæms ástands gatna – sumir eiga rétt á bótum

Tíðin að undanförnu hefur valdið því að margir bifreiðaeigendur hafa orðið fyrir tjóni á bílum sínum vegna slæms ástands á götum á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land. Þetta ástand hefur sérstaklega skapast þegar klakinn bráðnar þá koma holurnar í ljós. Skemmdir verða á bifreiðum með ýmsum hætti og dekk springa. Undirvagnar bílanna er viðkvæmir fyrir viðnámi sem verður þegar þeir fara ofan í djúpar holur.

Varúðarleiðbeiningar vegna aksturs um vegi með háu vatnsyfirborði

Borið hefur á mikilli vatnssöfnun á vegum og götum landsins undanfarið. Þetta tengist m.a. rysjóttri tíð, storma- og úrkomusamri veðráttu með frosta- og hlákuköflum á víxl. Snjóruðningar, klaki, rok og rigning. Oft finnur leysingavatnið ekki farveg í fráveitukerfin enda niðurföll víða í klakaböndum. Mikill klaki og þéttur snjór er á mörgum götum og vegum. Að undanförnu hafa vegir verið að koma mjög illa undan vetri og mikið um holur og hvörf í vegakerfinu. Vatn safnast fyrir í holum, hvörfum, álum og í dældum eða við stífluð niðurföll. Bíleigendur þurfa að sýna aðgát og vera við öllu búnir til að draga úr líkum á tjóni.

Snjómokstur gengið hægt og illa – hlutirnir ekki alveg hugsaðir í botn

Ökumenn hafa ekki farið varhlutan að slæmri færð sem hefur verið götum á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Þungur snjór og mikil klakamyndun hefur myndast sem gerir ökumönnum erfitt að komast leiðar sinnar og á það alveg sérstaklega við í húsagötum. Snjóruðningstæki á vegum borgarinnar hafa vart undan að brjóta klakann og ryðja götur.

Panasonic áformar byggingu á rafhlöðuverksmiðju í Bandaríkjunum

Japanska fyrirtækið Panasonic áformar byggingu á stórri rafhlöðuverksmiðju í Bandaríkjunum til framleiðslu á rafhlöðum fyrir bílaframleiðandann Tesla. Panasonic er að leita að landi til kaupa í Oklahoma eða í Kansas nálægt Texas. Fyrirhuguð bygging er talin muni kosta nokkra milljarða dollara.

Útsöluverð á bensínlítranum hér á landi gætið farið yfir 300 krónur

Í kjölfar hækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu er ekki talið ólíklegt að útsöluverð á bensíni fari yfir 300 krónur hér á landi. Þetta kemur fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í Morgunblaðinu í dag.

Nýskráningar 56% meiri miðað við sama tíma í fyrra

Nýskráningar í nýjum fólksbifreiðum fyrstu tvo mánuði þess árs voru alls 1.767. Á sama tíma í fyrra voru nýskráningar alls 1.133 og er því um að ræða 634 fleiri bíla það sem af er árinu. Hlutdeild nýorkubíla á markaðnum eykst jafnt og þétt og er um 81,7%.