12.02.2021
Evrópusambandið telur það raunhæf markmið að fjölga aðgengi að hleðslöðvum um eina milljón fyrir árið 2024 og þrjár milljónir til viðbótar fyrir árið 2029. Þetta eru nauðsynleg og brýn markmið og myndi skapa neytendum aukið sjálfstraust að skipta yfir í nýorkubíla. Áætlun er einnig um að fjölga vetnisstöðvum til muna fyrir 2029.
11.02.2021
Japönsku bílaframleiðendirnir Honda og Nissa standa frammi fyrir því að selja yfir 200 þúsund færri bifreiðar á yfirstandi fjárhagsári vegna skorts á hlutum til framleiðslunnar. Ástæðuna fyrir þessu má að einhverju leyti rekja til Covid-19 og eins hafa refsiaðgerðir fyrrverandi stjónvalda í Bandaríkjunum gegn Kínverjum sett strik í reikningin þaðan sem koma hlutir í framleiðsluna hjá Honda og Nissan.
10.02.2021
Hyundai Nexo er nýorkubíll ársins 2021 að mati breska tímaritsins GQ en þetta var kunngert á verðlaunahátið tímaritsins í London í vikunni. Bíllinn hefur víða fengið góða dóma fyrir frábæra hönnun. Hann er fimm manna vetnisknúinn rafbíll sem búinn er efnarafal sem umbreytir vetni af eldsneytistanki bílsins yfir í rafmagn sem bæði er veitt beint inn á rafmótor bílsins og inn á rafhlöðu hans, þaðan sem rafmótorinn fær einnig nauðsynlega orku til stjórnbúnaðar og aksturs.
09.02.2021
Ákveðið hefur verið að fyrir árslok verði umgjörð fyrir almennt ökunám orðin stafræn frá upphafi til enda. Tekur það til umsókna, ökunámsbóka, upplýsingagáttar fyrir nemendur og ökukennara, ökuskóla, prófa og útgáfu ökuskírteina. Markmiðið er að einfalda ökunámsferlið, fækka snertiflötum milli stofnana og bæta til muna þjónustu við nemendur og ökukennara. Gert er ráð fyrir því að annað ökunám og ökunám til aukinna ökuréttinda fylgi síðan í kjölfarið.
09.02.2021
Umferðin í síðustu viku reyndist einungis þremur prósentum minni en í sömu viku fyrir ári síðan. Aukning mældist í einu af þremur mælisniðum en svo virðist sem umferðin á höfuðborgarsvæðinu sé að verða svipuð að umfangi og undanfarin ár þrátt fyrir Covid-19 og fækkun ferðamanna.
08.02.2021
Þær framkvæmdir sem Vegagerðin boðar á árinu 2021 munu kosta ríflega 35 milljarða króna, þar af eru 23,4 milljarðar ætlaðir til nýframkvæmda og um 12 milljarðar til viðhalds. Þetta var tilkynnt á útboðsþingi sem haldið var á dögunum. Þar kynntu ellefu fulltrúar opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu fyrir um 139 milljarða króna.
05.02.2021
Verð á olíueldsneyti hefur hækkað nokkuð hér á landi frá síðustu áramótum. Kostnaður á hvern lítra á heimsmarkaði hefur verið að rísa og íslenska krónan hefur veikst gagnvart Bandaríkjadal á tímabilinu.
05.02.2021
Umferðin á höruðborgarsvæðinu í janúar reyndist 6,4 prósentum minni en í sama mánuði fyrir ári síðan. Þetta er annað en á Hringveginum þar sem umferðin jókst lítillega í janúar. Umferðin dróst líka saman í síðustu viku miðað við sömu viku fyrir ári þannig að reikna má með að enn séu reglur um sóttvarnir áhrifavaldur í umferðinni.
05.02.2021
Á þriða hundrað ökutækja urðu fyrir tjóni undir lok síðasta árs vegna tjörublæðinga á þjóðveginum norður til Akureyrar. Vegklæðning safnaðist saman í hjólskálum bílanna og við það brotnuðu stuðara bílanna. Margir bílar urðu ennfremur fyrir lakkskemmdum. Heildartjónið nemur tæpum 30 milljónum.
05.02.2021
Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar brúar yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Framkvæmdin er tímabær enda er þetta eina einbreiða brúin á Hringvegi 1 frá Reykjavík og austur fyrir Kirkjubæjarklaustur. Þetta verður þriðja brúin sem byggð er yfir þessa alræmdu á en sú fyrsta var byggð 1921 og núverandi brú árið 1967.