Fréttir

Stór innköllun hjá Hyundai víða um heim

Suður-Kóreanski bílaframleiðandinn Hyundai hefur gripið til þess ráðs að innkalla um 76 þúsund eintök Kona EV á síðustu vikum. Innköllunin er til komin vegna bruna sem upp hafa komið í 15 bifreiðum af þessari tegund í S-Kóreu, Kanada, Finnlandi og í Austurríki. Ljóst er að þetta ferli mun kosta Hyundai háar fjárhæðir en skipta þarf um rafhlöðu í bílunum.

Umferðaröryggið mest í Noregi – Ísland í fimmta sæti

Noregur er í efsta sæti hvað umferðaröryggi varðar af því fram kemur í könnun sem ástralska fyrirtækið Zutobi tók saman. Fyrirtækið rannsakaði umferðaröryggi og tók saman tölur um umferðarslys í um 50 löndum um allan heim. Í greiningu þeirra eru teknar saman ýmsir þættir eins og leyfilegum hámarkshraði, notkun öryggisbelta og áfengisnotkun undir stýri. Hvert land fær einkunn á kvarðanum 1 upp í 10. Ísland lendir í fimmta sæti hvað umferðaröyggi við kemur í könnuninni.

Nýskráningar það sem af er árinu alls 963

Á fyrstu sjö vikum ársins eru nýskráningar alls 963. Þegar sama tímabil fyrir 2020 er skoðað voru nýskráningar alls 1217 og er samdrátturinn því um 20,9%. Toyota er sem fyrr söluhæsta bíltegundin en þar voru nýskráningar á fyrstu sjö vikunum alls 148 af því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Askja ehf innkallar 132 Mercedes-Benz Actros/Atego

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 132 Mercedes-Benz Actros/Atego bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að loftpúðar bílanna virki ekki sem skildi.

Meiri umferð en í síðustu viku en minni en í fyrra

Umferðin í síðustu viku var meiri en vikuna áður en eigi að síður nokkuð minni en í sömu viku fyrir ári síðan. En umferðin sveiflast alltaf aðeins sem gerir samanburð erfiðari en ella. Eigi að síður fylgir umferðin svipuðu mynstri, sérstaklega ef horft er til ársins 2019.

Fólksbílar í árslok voru tæp 270 þúsund

Skrásett ökutæki í árslok 2020 voru rúmlega 329 þúsund talsins, þar af voru bifreiðar 315 þúsund. Fjöldi fólksbifreiða stóð svo að segja í stað í samanburði við fyrra ár. Hópbifreiðum fækkaði hins vegar um 89 á sama tíma og vélhjólum fjölgaði um 605. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.

Askja innkallar Mercedes-Benz C-Class

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 40 Mercedes-Benz C-Class, GLE og EQC. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að raflögn fyrir rafmagnsstýrið hafi ekki verið framleitt samkvæmt kröfum framleiðanda.

Ástand vega á höfuðborgarsvæðinu sjaldan verið betra

Miðað við árstíma virðist ástand gatna á höfuðborgarsvæðinu nokkuð gott. Veðurfar hefur verið einstaklega hagstætt það sem af er vetri en hafa verður í huga að enn er febrúar og allt getur gerst ennþá. Á þessum tíma árs eftir frostakafla og svo í kjölfar þíðu og leys­ing­a hafa gjarn­an mynd­ast hol­ur og skemmd­ir verða á veg­um. Miklu minna er um þetta fram þessu og þar á veðurfarið stærstan þátt.

GM stórhuga á næstu árum

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, GM, lýsti því yfir í vikunni að allir bílar frá framleiðandanum verði rafknúnir frá 2035. Rekstur GM hefur gengið með ágætum en heimsfaraldurinn hefur sett strik í reikninginn eins og hjá öðrum bílaframleiðendum. Hagnaður GM lækkaði um 4,5% á árinu 2020 og var alls 6,4 milljarðar dala eftir skatt. Síðasti ársfjórðungur ársins var einstaklega góður.

Innkallanir hjá Brimborg og Toyota

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf og Toyota um að innkallanir á samtals 95 bifreiðum.