Fréttir

Umferð um Mýrdalssand minnkaði um helming á milli ára

Meðalfjöldi bifreiða sem ekið var um hringveginn um Mýrdalssand í apríl á síðasta ári, í miðri fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins (Covid-19), fór úr því að vera 1.046 bifreiðar árið 2019 niður í 217 árið 2020 sem er samdráttur upp á um 80%. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Hlutdeild nýorkubíla í nýskráningum nam 69,8% í janúar

Nýskráningar í janúar voru alls 579 sem er samdráttur upp á 18,3% miðað við fyrsta mánuð síðasta árs. Hlutdeild nýorkubíla í nýskráningum nemur 69,8%, það er rafmagns- hybrid og tengiltvinnbíla. 94,0% er til almennra ntkunar og 5,7% til bílaleiga. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Sundabrú hagkvæmari en jarðgöng og bætir samgöngur fyrir alla ferðamáta

Sunda­brú er hag­kvæm­ari kost­ur en jarðgöng fyr­ir legu Sunda­braut­ar. Þetta kem­ur fram í skýrslu starfs­hóps á veg­um Vega­gerðar­inn­ar. Full­trúa í hópn­um áttu einnig Reykja­vík­ur­borg, Faxa­flóa­hafn­ir og Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu.

Auka kröfur og herða reglur um vegaframkvæmdir

Á fjarfundi sem Vegagerðin efndi til í gær kom m.a. fram að stórauknar kröfur verða gerðar til verktaka og eftirlitsaðila með framkvæmdum þar sem lagt er út malbik og klæðing. Gerðar verða ýmsar nýjar kröfur og aðrar auknar til að tryggja að ekki skapist aðstæður að lokinni framkvæmd sem geta reynst hættulegar vegfarendum.

Tesla í Svíþjóð hækkar verðið á hraðhleðslu

Tesla í Svíþjóð hefur ákveðið að hækka verð fyrir hraðhleðslu á kWst á stöðvum sínum í 3,62 krónur sænskar og nemur hækkunin um 25%. Þótt nýja verðið sé að vísu tiltölulega lágt miðað við eldsneyti á bensínbíl hafa átt sér stað verðhækkanir sem nema um 90% frá því á síðasta ári. Ekki fyrir löngu kostaði kWst 1,90 krónur sænskar á Tesla-stöðvunum í Svíþjóð.

Umferð jókst á Hringvegi þrátt fyrir gríðarlega fækkun ferðamanna

Umferðin á Hringvegi í janúar jókst um tæp þrjú prósent en í janúar í fyrra hafi umferðin dregist töluvert mikið saman. Athyglisvert er að umferðin eykst þrátt fyrir gríðarlega fækkun ferðamanna og áhrifa sóttvarnarreglna sem ekki gætti fyrir ári síðan. Umferðin nú í janúar er sú næstmesta síðan þessar mælingar hófust af því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Viðskiptavinir eldsneytissölu Costco þeir ánægðustu á Íslandi

Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru hjá Íslensku Ánægjuvoginni þetta árið. Viðskiptavinir eldsneytissölu Costco eru þar af leiðandi þeir ánægðustu á Íslandi.

182 hleðslustæði tekin í notkun hjá ON í febrúar

Stæðin sem staðsett eru á 32 stöðum í Reykjavík og 4 stöðum í Garðabæ eru fyrir tvo til sex rafbíla í hleðslu. Hleðslunum verður komið fyrir í samstarfi við sveitarfélögin tvö við almenn bílastæði í þeirra eigu; við skóla, verslanir, sundlaugar og menningarstofnanir að því fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Stærsta dísilvélaverksmiðjan fer yfir í rafmótorinn

Hröð þróun er að eiga sér stað á bílamarkaði en æ fleiri bílaframleiðendur horfa nú til aukinnar framleiðslu á rafmagns- og tengiltvinnbílum í nánustu framtíð. Ekki verði horft framhjá þeirri staðreynd að rafmagnsbílum vex fiskur um hrygg víða um heim. Nýskráningar í Evrópu á síðustu mánuðum sýna aukna sölu bílanna og sumar staðar hafa þeir náð yfirhöndinni.

Jafnræði og samkeppni skal gætt

FÍB, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, hvetur fjármálaráðherra til að beita sér fyrir lagfæringu á reglugerð um tímabundna endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna til að tryggja jafnræðis- og samkeppnissjónarmið. Meðal aðgerða stjórnvalda til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar er endurgreiðsla á virðisaukaskatti af vinnu við bílaviðgerðir.