18.02.2021
Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power yfir bílaframleiðendur í magnsölu. Þetta er sjöunda árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power. Lúxusmerkin Lexus og Porsche eru í efstu sætunum en Kia er eins og áður segir efst yfir bílaframleiðendur í magnsölu.
17.02.2021
Í skýrslu sem Samtök Iðnaðarins kynnti á fundi í Hörpu í dag kemur fram að stórir hlutar þjóðvegakerfisins uppfylli ekki lágmarksviðmið um slitlag og víða um land séu hættulegir vegkaflar. Fram kemur að óbreyttu er ekki búist við að þetta lagist mikið á næstu tíu árum. Þess er krafist að stjórnvöld bregðist tafarlaust við bágu ástandi vegakerfisins.
17.02.2021
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur orðið að grípa til þess ráðs að innkalla um 140 þúsund Model S og Model X. Fram komu gallar á bílum sem seldir voru í Bandaríkjunum sem geta valdið því að snetriskjáir hætta að virka. Bakkmyndavélar og miðstöðvar virkuðu ekki sem skildi.
16.02.2021
Verðið á Brent hráolíumarkaðnum í byrjun þessarar viku er það hæsta sem sést hefur í yfir eitt ár. Olíuverð á heimsmarkaði hefur verið að hækka síðustu vikur. Ýmislegt hefur haft áhrif til hækkunar m.a. stigmögnun stríðsins í Jemen þar sem Íran og Sádi Arabía hafa styrkt andstæðar fylkingar og minna olíuframboð vegna samdráttur í framleiðslu Opec ríkjanna með Sádi Arabíu í broddi fylkingar.
16.02.2021
Umhverfissamtökin, Greenpeace, halda því fram að ein af að hverjum fjórum ID.3 vélum þýska bílaframleiðandans Volkswagen sem seldar voru á síðasta ári hafi verið keyptar af fyrirtækinu sjálfu. Tilgangurinn einn var að komast hjá því að greiða mengunarskatt og Evrópusambandinu sektir fyrir losun koltvísýrings, CO₂. Það er sænski miðillinn automotorsport sem fjallar um málið.
16.02.2021
Nýjasta kynslóð bílastæðakerfa er á leið í öll sjö bílastæðahús Reykjavíkurborgar. Bílastæðakerfin eru þegar komin upp og hafa verið gerð virk í Kolaporti, Vitatorgi og Stjörnuporti og uppsetning á kerfunum stendur yfir í Traðarkoti og Vesturgötu. Öryggismiðstöðin setur upp kerfin en um er að ræða myndavélar, bómur, greiðsluvélar og fleira sem tengist tæknibúnaði við bílastæðakerfin. Bílastæðasjóður valdi lausnir frá Öryggismiðstöðinni í þetta stóra og umfangsmikla verkefni.
15.02.2021
ámarks olíuframleiðslu hefur verið náð að mati olíufyrirtækisins Shell. Fram kemur í fréttamiðlum að hámarkinu hafi reyndar verið náð 2019 og eins og staðan er í dag verður annað eins magn ekki framleitt aftur. Í umfjöllun kemur ennfremur fram að losun koltvísýrings hafi náð hámarki árið 2018, þar sem 1.7 gígatonnum af koltvísýringi var sleppt út í andrúmsloftið.
15.02.2021
Umferðin í síðustu viku á höfuðborgarsvæðinu reyndist 2,6 prósentum meiri en í sömu viku í fyrra, aukningin er hlutfallsleg og markast af því að fyrir ári var óvenju lítil umferð þá vikuna. Umferðin í síðustu viku er minni en í vikunni á undan, þ.e.a.s. fyrir tveimur vikum.
12.02.2021
Þingsályktunartillaga tveggja þingmanna Vinstri grænna um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld yrði íþyngjandi fyrir heimilin, næði hún fram að ganga. Þetta kemur fram í umsögnum Hveragerðisbæjar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Félags íslenskra bifreiðaeigenda um tillöguna. Hornafjörður varar við hækkunum á gjöld á einkabíla í sinni umsögn, Vestfjarðarstofa segir að tillagan sé miðuð við höfuðborgarsvæðið en Samband íslenskra sveitarfélaga telur sjálfsagt að þessi möguleiki sé metinn.
12.02.2021
Til að ganga vel á á samskiptaforritinu Tinder virðist sem svo að bakgrunnur mynda þinna þar skipti miklu máli. Þetta var meðal þess sem kom fram í könnun sem snjalla fólkið á Click4reg vann og var birt á norska vefmiðlinum BilNorge.no en samkvæmt þeim getur þú aukið líkurnar að fá stefnumót umtalsvert ef þú ert með rétta bílinn í bakgrunni. Þess má geta að Click4reg sérhæfir sig meðal annars í sölu á gömlum bílnúmerum.