Fréttir

Ökunám verður stafrænt frá upphafi til enda

Ákveðið hefur verið að fyrir árslok verði umgjörð fyrir almennt ökunám orðin stafræn frá upphafi til enda. Tekur það til umsókna, ökunámsbóka, upplýsingagáttar fyrir nemendur og ökukennara, ökuskóla, prófa og útgáfu ökuskírteina. Markmiðið er að einfalda ökunámsferlið, fækka snertiflötum milli stofnana og bæta til muna þjónustu við nemendur og ökukennara. Gert er ráð fyrir því að annað ökunám og ökunám til aukinna ökuréttinda fylgi síðan í kjölfarið.

Umferðin að verða svipuð að umfangi

Umferðin í síðustu viku reyndist einungis þremur prósentum minni en í sömu viku fyrir ári síðan. Aukning mældist í einu af þremur mælisniðum en svo virðist sem umferðin á höfuðborgarsvæðinu sé að verða svipuð að umfangi og undanfarin ár þrátt fyrir Covid-19 og fækkun ferðamanna.

Rúmir 23 milljarðar til nýframkvæmda - 12 milljarðar í viðhald

Þær framkvæmdir sem Vegagerðin boðar á árinu 2021 munu kosta ríflega 35 milljarða króna, þar af eru 23,4 milljarðar ætlaðir til nýframkvæmda og um 12 milljarðar til viðhalds. Þetta var tilkynnt á útboðsþingi sem haldið var á dögunum. Þar kynntu ellefu fulltrúar opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu fyrir um 139 milljarða króna.

Dýrasti bensínlítrinn hjá N1 er 47 krónum dýrari en sá ódýrasti hjá Costco

Verð á olíueldsneyti hefur hækkað nokkuð hér á landi frá síðustu áramótum. Kostnaður á hvern lítra á heimsmarkaði hefur verið að rísa og íslenska krónan hefur veikst gagnvart Bandaríkjadal á tímabilinu.

Minni umferð í janúar á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höruðborgarsvæðinu í janúar reyndist 6,4 prósentum minni en í sama mánuði fyrir ári síðan. Þetta er annað en á Hringveginum þar sem umferðin jókst lítillega í janúar. Umferðin dróst líka saman í síðustu viku miðað við sömu viku fyrir ári þannig að reikna má með að enn séu reglur um sóttvarnir áhrifavaldur í umferðinni.

Á þriðja hundrað ökutækja urðu fyrir tjóni vegna blæðinga

Á þriða hundrað ökutækja urðu fyrir tjóni undir lok síðasta árs vegna tjörublæðinga á þjóðveginum norður til Akureyrar. Vegklæðning safnaðist saman í hjólskálum bílanna og við það brotnuðu stuðara bílanna. Margir bílar urðu ennfremur fyrir lakkskemmdum. Heildartjónið nemur tæpum 30 milljónum.

Ný brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi

Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar brúar yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Framkvæmdin er tímabær enda er þetta eina einbreiða brúin á Hringvegi 1 frá Reykjavík og austur fyrir Kirkjubæjarklaustur. Þetta verður þriðja brúin sem byggð er yfir þessa alræmdu á en sú fyrsta var byggð 1921 og núverandi brú árið 1967.

Umferð um Mýrdalssand minnkaði um helming á milli ára

Meðalfjöldi bifreiða sem ekið var um hringveginn um Mýrdalssand í apríl á síðasta ári, í miðri fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins (Covid-19), fór úr því að vera 1.046 bifreiðar árið 2019 niður í 217 árið 2020 sem er samdráttur upp á um 80%. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Hlutdeild nýorkubíla í nýskráningum nam 69,8% í janúar

Nýskráningar í janúar voru alls 579 sem er samdráttur upp á 18,3% miðað við fyrsta mánuð síðasta árs. Hlutdeild nýorkubíla í nýskráningum nemur 69,8%, það er rafmagns- hybrid og tengiltvinnbíla. 94,0% er til almennra ntkunar og 5,7% til bílaleiga. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Sundabrú hagkvæmari en jarðgöng og bætir samgöngur fyrir alla ferðamáta

Sunda­brú er hag­kvæm­ari kost­ur en jarðgöng fyr­ir legu Sunda­braut­ar. Þetta kem­ur fram í skýrslu starfs­hóps á veg­um Vega­gerðar­inn­ar. Full­trúa í hópn­um áttu einnig Reykja­vík­ur­borg, Faxa­flóa­hafn­ir og Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu.