24.02.2021
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 132 Mercedes-Benz Actros/Atego bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að loftpúðar bílanna virki ekki sem skildi.
23.02.2021
Umferðin í síðustu viku var meiri en vikuna áður en eigi að síður nokkuð minni en í sömu viku fyrir ári síðan. En umferðin sveiflast alltaf aðeins sem gerir samanburð erfiðari en ella. Eigi að síður fylgir umferðin svipuðu mynstri, sérstaklega ef horft er til ársins 2019.
22.02.2021
Skrásett ökutæki í árslok 2020 voru rúmlega 329 þúsund talsins, þar af voru bifreiðar 315 þúsund. Fjöldi fólksbifreiða stóð svo að segja í stað í samanburði við fyrra ár. Hópbifreiðum fækkaði hins vegar um 89 á sama tíma og vélhjólum fjölgaði um 605. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.
21.02.2021
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 40 Mercedes-Benz C-Class, GLE og EQC. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að raflögn fyrir rafmagnsstýrið hafi ekki verið framleitt samkvæmt kröfum framleiðanda.
19.02.2021
Miðað við árstíma virðist ástand gatna á höfuðborgarsvæðinu nokkuð gott. Veðurfar hefur verið einstaklega hagstætt það sem af er vetri en hafa verður í huga að enn er febrúar og allt getur gerst ennþá. Á þessum tíma árs eftir frostakafla og svo í kjölfar þíðu og leysinga hafa gjarnan myndast holur og skemmdir verða á vegum. Miklu minna er um þetta fram þessu og þar á veðurfarið stærstan þátt.
19.02.2021
Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, GM, lýsti því yfir í vikunni að allir bílar frá framleiðandanum verði rafknúnir frá 2035. Rekstur GM hefur gengið með ágætum en heimsfaraldurinn hefur sett strik í reikninginn eins og hjá öðrum bílaframleiðendum. Hagnaður GM lækkaði um 4,5% á árinu 2020 og var alls 6,4 milljarðar dala eftir skatt. Síðasti ársfjórðungur ársins var einstaklega góður.
18.02.2021
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf og Toyota um að innkallanir á samtals 95 bifreiðum.
18.02.2021
Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power yfir bílaframleiðendur í magnsölu. Þetta er sjöunda árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power. Lúxusmerkin Lexus og Porsche eru í efstu sætunum en Kia er eins og áður segir efst yfir bílaframleiðendur í magnsölu.
17.02.2021
Í skýrslu sem Samtök Iðnaðarins kynnti á fundi í Hörpu í dag kemur fram að stórir hlutar þjóðvegakerfisins uppfylli ekki lágmarksviðmið um slitlag og víða um land séu hættulegir vegkaflar. Fram kemur að óbreyttu er ekki búist við að þetta lagist mikið á næstu tíu árum. Þess er krafist að stjórnvöld bregðist tafarlaust við bágu ástandi vegakerfisins.
17.02.2021
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur orðið að grípa til þess ráðs að innkalla um 140 þúsund Model S og Model X. Fram komu gallar á bílum sem seldir voru í Bandaríkjunum sem geta valdið því að snetriskjáir hætta að virka. Bakkmyndavélar og miðstöðvar virkuðu ekki sem skildi.