Fréttir

Skerpt á öryggi í kjölfar slyss í Formulu 1

Í skýrslu sem Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins, FIA, lét vinna og gaf út á dögunum í tengslum við óhapp í Formulu 1 undir lok síðasta árs kemur fram að bent er á yfir 20 hluti sem mætti koma lagi á sem lúta að öryggi.

Innkallanir hjá Brimborg og BL

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 24 Mazda MX-30 bifreiðar af árgerð 2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bremsuljós og Motor hill assist kerfið virki ekki sem skildi. Viðgerð felst í hugbúnaðaruppfærslu.

Samdráttur sem nemur 22,5% í nýskráningum það sem af er árinu

Fyrstu vikuna í mars voru nýskráningar hér á landi 165 en sömu viku fyrir ári síðan voru nýskráningar 272. Það er samdráttur upp á 39,3%. Það sem af er árinu eru nýskráningar 1.298 talsins en yfir yfir sama tímabil í fyrra voru þær 1.675. Það er samdráttur upp á 22,5%.

Hópur áhugafólks vill að samgöngur verði greiðar og öruggar fyrir alla ferðamáta

Áhugafólk um samgöngur fyrir alla (ÁS) er hópur fólks sem berst fyrir bættum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu hefur sett í loftið vefsíðuna www.samgongurfyriralla.com

Fjórði hver bíll var 100% rafbíll 2020

Á síðasta ári var fjórði hver nýskráður fólksbíll hreinn rafbíll. Árið var algjört metár en árið áður var hlutdeild hreinna rafbíla aðeins tæp 8%. Aðeins Noregur skráir hlutfallslega fleiri nýja rafbíla í heiminum öllum, en Ísland.

Lausn á vanda Ford Kuga eigenda í sjónmáli

Síðastliðið haust greindi Ford bílaframleiðandinn frá því að eftir yfirgripsmikið prófunarferli við þróun Ford Kuga endurhlaðanlega tvinnbílsins hafi komið í ljós að nokkur fjöldi af þessari bílategund hafði lent í vandræðum með að loftræsa hita frá háspennu í rafhlöðunni.

Minni umferð í febrúar á Hringveginum

Umferðin í nýliðnum febrúar mánuði á Hringveginum dróst sama um 2,3 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári. Þá höfðu engar samkomutakmarkanir verið settar á. Þetta er ólíkt því sem gerðist í janúar í ár þegar umferðin jókst, en frá áramótum er umferðin nú sú sama og fyrstu tvo mánuðina í fyrra. Rétt er að hafa í huga að þrátt fyrir þetta er febrúar í ár sá þriðji umferðamesti frá upphafi af því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Samdráttur í nýskráningum á Íslandi 19,2% – góð bílasala hinsvegar í Noregi

Nýskráningar fyrstu tvo mánuði ársins eru 1.133 og nemur samdrátturinn um 19,2%. Á sama tímabili í fyrra voru nýskráningar 1.403. Í febrúar einum voru nýskráningar 554 en í janúar voru þær 579.

Toyota Yaris hybrid bíll ársins í Evrópu 2021

Lágt kolefnisspor, vel útfærð hybrid tækni og gott verð varð skipti sköpum í niðurstöðu dómnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að Toyota Yaris yrði fyrir valinu á bíl ársins í Evrópu 2021. Dómnefndin var skipuð 59 blaðamönnum á vettvangi farartækja í Evrópu.

Minni umferð í febrúar á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum febrúar mánuði reyndist tæplega prósenti minni en í febrúar fyrir ári síðan. Frá áramótum hefur umferðin dregist saman um 3,5 prósent. Umferðin í síðustu viku var aðeins minni en í vikunni áður en meira en í sömu viku fyrir ári af því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.