Fréttir

Ábyrgðarskilmálar á flestum bíltegundum frá BL framlengdir

BL hefur að höfðu samráði við framleiðendur umboðsins ákveðið að lengja skilmála á verksmiðjuábyrgð flestra bíltegunda umboðsins um tvö ár frá og með nýliðnum áramótum.

Innkallanir á Hyundai Kona og Volvo

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 33 Volvo V40 og V40CC bifreiðar af árgerð 2015-2017. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að lofttappi getur myndast við áfyllingu kælivökva. Gerist það, leiðir það til ófullnægjandi kælingar á velarhlutum og jafnvel valdið eldhættu. Viðgerð felst í uppfærlsu á kælihosum milli forðabúrs og vatnskassa.

Kia kynnir nýtt merki

Kia kynnti í vikunni nýtt vörumerki bílaframleiðandans. Nýja merkið er tákn framsýni og á að vera hvetjandi fyrir vörur og þjónustu fyrirtækisins í huga viðskiptavina þess. Með kynningu á nýja merkinu á sér um leið stað ákveðin umbreyting hjá Kia á vörumerkinu og skipulagningu innan fyrirtækisins. Vörumerkið var kynnt með afar veglegum hætti í S-Kóreu þar sem heimsmet var sett með notkun pyrónadróna og fylgir myndbandið með í þessari frétt.

Banaslys í Noregi í sögulegu lágmarki

Banaslysum og alvarlegum slysum fækkaði í mörgum löndum á síðasta ári og rekja margir ástæðuna til minni umferðar vegna Covid-19. Á Norðurlöndunum hefur svipuð þróun átt sér stað en þess má geta að banaslys í Noregi hafa aldrei verið færri í sögunni.

Langmesti samdráttur sem mælst hefur

Umferðin á Hringveginum árið 2020 dróst saman um 13,6 prósent miðað við árið 2019, þetta er langmesti samdráttur sem mælst hefur. Hann er tveimur og hálfu sinnum stærri en sá sem mældist á milli áranna 2010 og 2011. Umferðin í desember dróst saman um 7,3 prósent. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Bílasalar í Noregi geta verið sáttir við sinn hlut

Bílasala almennt um allan heim átti undir högg að sækja á nýliðnu ári og er kórónaveirufaraldrinum þar aðallega kennt um. Norðmenn geta aftur á móti verið sáttir við niðurstöðu ársins hvað nýskráningar varðar. Þar í landi seldust alls 141.412 nýir bílar og er það innan við þúsund bílum minna en á árinu 2019 sem var metár.

Tveir stórir bílaframleiðendur sameinast

Eftir samningaviðræður, sem staðið hafa yfir í nokkra mánuði, ákváðu á endanum bílaframleiðendurnir Fiat Chrysler og Peugeot að sameina fyrirtækin tvö. Megin ástæðan fyrir samrunanum er að koma nýja fyrirtækinu inn á rétta braut sem var í raun nauðsynlegt til að standast samkeppni og lifa af þær tæknibreytingar sem heimsfaraldurinn á ekki hvað síst þátt í.

Breytingar á verðskrá hraðhleðslunets Orku náttúrunnar

ON hefur tilkynnt breytingar á verðskrá hraðhleðslunets fyrirtækisins. Hætt verður að innheimta mínútugjald á 50kW og 150kW hraðhleðslustöðvum ON og aðeins verður greitt fyrir kWst. Síðar á árinu 2021 verður svo sett tafagjald á bíla sem eru enn tengdir við hraðhleðslustöð eftir að hleðslu er lokið. Áfram verður innheimt lágt tímagjald á 22kW hleðslum, eða 0,5 kr á mín.

Metsamdráttur í umferðinni

Þótt samdrátturinn í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í desember hafi verið mun minni en mánuðina á undan þá er samdráttur ársins 2020 fjórfalt meiri en áður hefur mælst. Umferðin í desember var tæplega átta prósentum minni en í sama mánuði í fyrra. Umferðin allt árið dróst saman um ríflega 10 prósent sem er fjórfalt fyrra met sem var á milli áranna 2008 og 2009 að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Nýskráningar um 20% færri miðað við árið á undan

Nú liggur fyrir sala á bifreiðum fyrir árið 2020. Nýskráningar voru alls 9.369 og nemur samdrátturinn um 20% í samaborið við tölur frá árinu áður. Árið 2019 voru nýkráningar alls 11.728.