Fréttir

Þjóðverjar duglegir að bjarga sér sjálfir

Samkvæmt könnun sem gerð var í Þýsklandi kemur fram að þýskir bíleigendur eru bara býsna segir í því að bjarga sér sjálfir í verkefnum sem snúa að bílnum.

BL innkallar 160 Discovery bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 160 Land Rover Discovery af árgerð 2017-2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að Þegar afturhurðum er lokað er hætta á að þær lokist ekki tryggilega.

Sala á rafbílum heldur áfram að aukast í Kína

Annan mánuðinn í röð jókst sala á rafbílum í Kína og er ljóst að markaðurinn þar er að rétta úr kútnum í heimsfaraldrinum sem hófst þar um slóðir í lok síðasta árs.

Hröð þróun í orkuskiptum – hreinorkubílum fjölgar stöðugt

Samorka kynnti á ársfundi sínum í vikunni niðurstöður greininga um orkuskipti í samgöngum á Íslandi. Greiningin byggir meðal annars á niðurstöðum úr nýrri, umfangsmikilli hleðslurannsókn sem staðið hefur yfir í eitt ár með þátttöku tvö hundruð rafbílaeigenda um allt land. Niðurstöðurnar gefa mikilvægar upplýsingar um við hverju megi búast þegar rafbílum fjölgar til muna með tilheyrandi álagi á raforkuframleiðslu-, flutnings- og dreifikerfi landsins.

Hagstæðari lán kann að ýta undir bílasölu á næstunni

Lán til bílakaupa kunna að vera hagstæðari um þessar mundir en í umfjöllun í Viðskipta Mogganum kemur fram að vextir til til slíkra kaupa hafa lækkað samhliða vaxtalækkun Seðlabankans. Þetta gæti ýtt undir meiri bílasölu á næstunni.

Fimm hundruð þúsund eintök af Nissan Leaf verið framleidd

Tímamót urðu hjá japanska bílaframleiðandanum Nissan á dögunum þegar fimm hundruð þúsundasta eintakinu af rafbílnum Leaf var ekið af framleiðslulínu bílaverksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi. Þessum merka atburði var vel fagnað af starfsfólki verksmiðjunnar.

Skora á stjórnvöld að standa við sínar skyldur og undirriti samkomulagið

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, skorar á íslensk stjórnvöld að innleiða evrópu reglugerð um takmarkanir á mengun frá bílum. Innleiðingin hefur dregist úr hófi fram en hún gæti haft það í för með sér að framleiðendur selji ekki raf- eða hreinorkubíla hingað til lands og jafnvel ekki heldur til Noregs.

Mikil fækkun farþega hjá Strætó

Farþegum hjá Strætó hefur fækkað töluvert þegar rýnt er í tölur fyrstu sjö mánuði ársins, janúar til júlí. Þetta má rekja að mestu leyti til korónuveirufaraldursins að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Þetta er mælt í svokölluðum innstigum í vagnana á höfuðborgarsvæðinu.

Góð þróun að eiga sér stað í samsteningu nýskráðra bíla

Færri nýskráningar bíla eru afleiðingar heimsfaraldursins. Meirihluti nýskráðra bíla eru nýorkibílar. Bílaleigur hafa lengstum verið stærstu kaupendurnir en á nú hafa þær á þessu ári ekki keypt neitt í líkingu við það sem áður var og það vegi þyngst. Meðalsala í bílum á ári er í kringum 13-14 þúsund bílar en eins og staðan er núna eru nýskráningar á milli 6-7 þúsund. Við sjáum því fram á dapurt söluár. Þetta er þess sem meðal annars kom fram í máli Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í fréttatíma á RÚV þar sem rætt var um bílasölu hér á landi.

Norðurland fær Demantshring

Demantshringurinn, ný 250 kílómetra ferðamannaleið sem tengir saman fjölda áfangastaða á Norðurlandi, var opnaður með formlegum um helgina.