17.09.2020
Á næstu tíu árum þarf hvorki að virkja sérstaklega á Íslandi til að rafmagnsvæða samgöngur né þurfi að styrkja flutningskerfi Landsnets sérstaklega. Þetta kom fram í máli Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, í Silfrinu á RÚV sl. sunnudag.
17.09.2020
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, undirritaði í morgun samning um fimm milljóna króna framlag til að endurnýja mikilvægan búnað í Bíltæknimiðstöðinni, rannsóknarsetri vegna alvarlegra umferðarslysa á Selfossi.
17.09.2020
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 13 Renault Espace V bifreiðar af árgerð 2017 - 2019. Ástæða innköllunarinnar er að skoða þarf spoiler á afturhlera á umræddum bifreiðum.
16.09.2020
Suður-Kóreski bílaframleiðandinn Hyundai ætlar ekki að láta deigan síga í framleiðslu á vetnisbílum á næstu árum ef marka má markmið fyrirtækisins.
16.09.2020
Nú er farið að hausta og eru eigendur þeirra hjólhýsa, fellhýsa, tjaldvagna og húsbíla sem eftir á að færa til skoðunar, að frá og með 1. október nk. leggst á 15.000 kr. vanrækslugjald sbr. 7 gr. reglugerðarinnar um skoðun ökutækja sem færa átti til skoðunar fyrir 1. ágúst á þessu skoðunarári.
16.09.2020
Að undanförnu hefur nokkuð borið á innbrotum í bíla á höfuðborgarsvæðinu. Bifreiðaeigendur á Seltjarnarnesi hafa ekki farið varhlutan í þeim efnum en innbrot hafa verið í bíla á því svæði og nú síðast um helgina. Í flestum tilfellum virðist um lyklalaust aðgengi að bílunum að ræða.
15.09.2020
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst dróst saman um rúmlega sjö prósent í ágúst síðastliðnum eftir því sem fram kemur í tölum frá Vegarðinni. Umferð í ágúst hefur ekki áður dregist jafnmikið saman á svæðinu. Frá áramótum hefur umferðin dregist saman um nærri níu prósent og er það met, reyndar er þetta þrefalt meiri samdráttur en áður hefur mælst.
15.09.2020
Frumsýning á nýja rafbíla jepplingum Nissan Ariya fór fram í júlí í Japan. Um hreinan rafbíl verður um að ræða. Nissan áætlar að framhjóladrifinn Ariya með 90 kwh rafhlöðu ætti að skila nálægt 600 km drægni.
15.09.2020
Þýski bílaframleiðandinn Daimler, sem er móðurfyrirtæki Mercedes Benz, þarf að greiða um 2,2 milljarða dollara í sekt samkvæmt niðurstöðu dómstóls í Washington Bandaríkjunum. Sektin er til komin vegna dísilsvindls sem upp komst fyrir þremur árum síðan. Í dómsskjölum féllst Daimler að greiða 250 þúsund eigendum allt að 3.290 dollara hverjum í málsbætur.
14.09.2020
Það sem af er þessu áru eru nýskráningar orðnar samtals 6.562 sem er um 30,6% samdráttur miðað við sama tímabil í fyrra. Hlutdeild Toyota er um 16,4% en alls hafa 1.074 Toyota bifreiðar verið nýskráðar.