24.09.2020
Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína ætlar að draga dilk á eftir sér. Nú hafa stóru bílaframleiðendurnir Marcedes Benz, Volvo, Tesla og Ford stefnt bandarískum stjórnvöldum vegna 25% innflutningstolla á varahlutum frá Kína. Það eru fjölmiðlar í Bandaríkjunum og Bretlandi sem greina frá þessu og fjalla um málið.
24.09.2020
Fyrsti áfangi Borgarlínu mun sáralitlu breyta um umferðarþungan í Ártúnsbrekku líkt og gert er ráð fyrir rísi ný byggð í grennd við Keldur. Borgarlína gæti fækkað ferðum um 400 bíla á sólarhring en að óbreyttu má gera ráð fyrir að óbreyttu muni um 110.000 bílar fari þar um á sólarhring 2025 og umferðartafir verði svipaðar og 2019, Fyrsti áfangi Sunabrautar gæti aftur á móti breytt þar töluverðu.
23.09.2020
Bílaframleiðandinn MG birti í Lundúnum í dag, miðvikudag, fyrstu ljósmyndina af nýrri bílgerð fyrir Evrópumarkað. Um er að ræða tengiltvinnbíl sem verður viðbót við hinn 100% rafknúna ZS EV sem kom á markað á síðasta ári í völdum löndum Evrópu. Áætlað er að MG HS komi á Evrópumarkað á fyrsta ársfjórðungi 2021.
23.09.2020
Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Kópavogsbær hafa ákveðið að hafna öllum umsóknum um þátttöku í hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog. Ný hönnunarsamkeppni verður auglýst í október 2020.
22.09.2020
Ákvörðun Atlantsolíu að lækka eldsneytisverð við sölustöðina við Baldursnes á Akureyri í gær til samræmis við verðstefnu sína í Kaplakrika í Hafnarfirði og Sprengisand í Reykjavík hefur heldur betur haft áhrif. Í dag lækkuðu tvær aðrar eldsneytisstöðvar á Akureyri sitt verð, Orkan á Mýrarvegi og ÓB við Hlíðarbraut til samræmis við Atlantsolíu á Baldursnesi.
22.09.2020
Bílaframleiðendur um allan heim ætla á næstu árum að leggja höfuðáherslu á framleiðslu rafbíla. Volkswagen hefur ákveðið að allir kaupendur að ID.4 bílnum fá ótakmarkaða hleðslu á bílana sína fyrstu þrjú árin eftir kaup.
21.09.2020
Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að styðja enn frekar við framleiðslu á vetnisbílum en gert hefur verið fram til þessa. Innleiða á nýja stefna sem hefur það að markmiði að hvetja neytendur til kaupa á þessum bílum.
21.09.2020
Tímamót urðu í sölu á eldsneyti á Akureyri í dag þegar Atlantsolía lækkaði verð á lítranum við sölustöð sína við Baldurnes til samræmis við verðstefnu sína í Kaplakrika í Hafnarfirði og á Sprengisandi í Reykjavík. Félagið býður nú upp á langódýrasta eldsneytislítrann á Norðurlandi.
18.09.2020
Unnið er að uppsetningu kantljósa í Hvalfjarðargöngum frá klukkan tíu á kvöldin til hálf sjö á morgnana. Þó nokkur umferð er um göngin á næturna en allt of oft vill brenna við að ökumenn sýni ekki nægilega aðgát í kringum vinnusvæðin. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitsemi meðan á verkinu stendur eins og fram kemur í tilkynningu.
18.09.2020
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai á Íslandi um að innkalla þurfi 578 Hyundai undirtegund Santa Fe CM bifreiðar af árgerð 2005 - 2009. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að skammhlaup getur myndast í skriðvarnarkerfi bifreiðarinnar og valdið íkveikju.