Fréttir

Vanrækslugjald á hjólhýsi, tjaldvagna og fellihýsi

Nú er farið að hausta og eru eigendur þeirra hjólhýsa, fellhýsa, tjaldvagna og húsbíla sem eftir á að færa til skoðunar, að frá og með 1. október nk. leggst á 15.000 kr. vanrækslugjald sbr. 7 gr. reglugerðarinnar um skoðun ökutækja sem færa átti til skoðunar fyrir 1. ágúst á þessu skoðunarári.

Hyundai hefur mikla trú á vetnisbílum

Suður-Kóreski bílaframleiðandinn Hyundai ætlar ekki að láta deigan síga í framleiðslu á vetnisbílum á næstu árum ef marka má markmið fyrirtækisins.

Innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu

Að undanförnu hefur nokkuð borið á innbrotum í bíla á höfuðborgarsvæðinu. Bifreiðaeigendur á Seltjarnarnesi hafa ekki farið varhlutan í þeim efnum en innbrot hafa verið í bíla á því svæði og nú síðast um helgina. Í flestum tilfellum virðist um lyklalaust aðgengi að bílunum að ræða.

Áframhaldandi samdráttur í umferðinni

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst dróst saman um rúmlega sjö prósent í ágúst síðastliðnum eftir því sem fram kemur í tölum frá Vegarðinni. Umferð í ágúst hefur ekki áður dregist jafnmikið saman á svæðinu. Frá áramótum hefur umferðin dregist saman um nærri níu prósent og er það met, reyndar er þetta þrefalt meiri samdráttur en áður hefur mælst.

Nissan Ariya með 600 km drægni á markað á næsta ári

Frumsýning á nýja rafbíla jepplingum Nissan Ariya fór fram í júlí í Japan. Um hreinan rafbíl verður um að ræða. Nissan áætlar að framhjóladrifinn Ariya með 90 kwh rafhlöðu ætti að skila nálægt 600 km drægni.

Daimler þarf að borga háa sekt

Þýski bílaframleiðandinn Daimler, sem er móðurfyrirtæki Mercedes Benz, þarf að greiða um 2,2 milljarða dollara í sekt samkvæmt niðurstöðu dómstóls í Washington Bandaríkjunum. Sektin er til komin vegna dísilsvindls sem upp komst fyrir þremur árum síðan. Í dómsskjölum féllst Daimler að greiða 250 þúsund eigendum allt að 3.290 dollara hverjum í málsbætur.

Toyota með 16,4% hlutdeild í nýskráningum

Það sem af er þessu áru eru nýskráningar orðnar samtals 6.562 sem er um 30,6% samdráttur miðað við sama tímabil í fyrra. Hlutdeild Toyota er um 16,4% en alls hafa 1.074 Toyota bifreiðar verið nýskráðar.

Áhrifa af Covid-19 gætti í ströngustu samkomutakmörkunum

Hagstofa Íslands birtir nú upplýsingar um losun gróðurhúsalofts frá hagkerfi Íslands eftir árum og mánuðum frá 2016 til og með síðasta ársfjórðungi. Um er að ræða losun hitunargilda (CO2 ígildi) sem er vegin hitunaráhrif allrar losunar gróðurhúsalofts. Hagkerfi Íslands er hér skipt niður eftir aðal atvinnugrein rekstraraðila í 64 flokka en einnig er bætt við þremur flokkum vegna reksturs heimila í landinu.

Askja innkallar Mercedes Benz X-Class

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 20 Mercedes-Benz X-Class bifreiðar framleidda 2018-2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að Active Brake Assist kerfið virki ekki sem skyldi.

Samningar um breikkun Hringvegar á Kjalarnesi

Vegagerðin og Ístak hafa undirritað samningum lagningu fyrsta áfanga í breikkun Hringvegar um Kjalarnes milli Kollafjarðar og Hvalfjarðar. Um er að ræða breikkun á 4,1 km löngum kafla Hringvegar frá Varmhólum að Vallá. Breikka á núverandi 2 akreina veg í 2+1 veg með aðskildum akbrautum.