04.09.2020
Ef áætlanir stjórnvalda víða í Evrópu ganga eftir, en þær miða að því að fækka farartækjum jarðefnaeldsneytis til muna fyrir árið 2030, þarf verulegt átak í fjölgun hleðlsutækja til almennings og á vinnstöðum svo dæmi séu tekin. Ljóst er að aðgengi að hleðslustöðvum þarf að fjölga um hundruðu þúsunda svo þessar áætlanir ná fram að ganga.
04.09.2020
Samgöngustofa hefur hrint af stað átakinu „Tökum lyf og vímuefni úr umferð(inni)” en því er ætlað að vekja fólk til vitundar um ábyrgð okkar allra og þá miklu hættu sem stafar af akstri undir áhrifum lyfja og vímuefna.
03.09.2020
Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla hefur áform uppi að færa enn frekar út kvíarnar í Evrópu. Mikill uppgangur fyrirtækisins gerir því kleift að útvíkka starfsemi og gera hana enn sterkari en nú er.
03.09.2020
Endurskipulagning blasir við hjá Ford en nú er stefnt að því að fækka störfum í Bandaríkjunum um 1400 fyrir lok þess árs. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja þetta ekki eingöngu tengjast Covid 19 og minni bílasölu heldur liggi að baki ákvörðun sem fyrirtækið hefði staðið frammi fyrir í nokkur ár. Reynt verði að komast hjá beinum uppsögnum heldur verði ekki ráðið í störf þeirra sem láta af störfum vegna aldurs.
03.09.2020
Áformað er að verja um 5,8 milljörðum króna á næstu fimm árum til að fækka einbreiðum brúm í vegakerfinu og bæta þar með umferðaröryggi. Á vef stjórnarráðsins kemur fram að stefnt sé að því að einbreiðum brúm á Hringveginum fækki um nær helming á tímabilinu, og verði 22 árið 2024 í stað 36 nú. Alls fækkar einbreiðum brúm um 34 á tímabilinu.
03.09.2020
Honda umboðið hefur flutt á Krókháls 13 og mun deila nýlegu og glæsilegu húsnæði með Kia. Honda bílar verða með sér sýningarsvæði í húsinu sem er tæplega 4.000 fermetrar að stærð og þar verður m.a að finna fullkomið þjónustuverkstæði sem verður fyrir Honda og Kia bifreiðar.
02.09.2020
Samkvæmt tölum frá Vegagerðinni dróst umferðin í ágústmánuði á Hringveginum saman um 12 prósent miðað við umferð í sama mánuði í fyrra. Ekki hefur áður mælst viðlíka samdráttur í umferði í ágúst en þetta er ríflega fjórum sinnum meiri samdráttur en áður hefur mælst mestur. Útlit er fyrir að umferðin dragist saman um 12 prósent í ár sem er gríðalega mikill samdráttur á milli ára.
01.09.2020
Nú liggja fyrir sölutölur í ágúst og kemur þar fram að að nýskráningar á fólksbílum voru 581 sem er um 27,7% minni sala en í sama mánuði í fyrra. Alls hafa á fyrstu átta mánuðum ársins selst 6254 nýir fólksbílar. Það er um 31,4% færri bílar yfir sama tímabil ársins 2019.
01.09.2020
Í könnun á heilsársdekkjum sem Félag danskra bifreiðaeigenda, FDM, vann kemur í ljós að heilsársdekk hafa bæði góða og slæma kosti. Gæði heilsársdekkja hafa aukist síðastliðin ár og þau geta reynst ágætlega við vissar aðstæður en miður við aðrar. Engin vafi leikur á því að þau eru ekki eins og góð og sumar- og vetrardekk. Þetta er það sem kom fram í prófum FDM þar sem notast var við sjö mismundandi 17 tommu heilsárdekk 235/55.
31.08.2020
Ragnar Árnason prófesor í hagfræði við Háskóla Íslands sagði í viðtali við Morgunblaðið 19. ágúst síðastliðinn að mikill þjóðhagslegur ávinningur væri af fjárfestingum í samgöngum. Hann sagði mjög brýnt að styrkja samgöngur á Íslandi, enda stæðu lélegar samgöngur atvinnulífinu talsvert fyrir þrifum.