Fréttir

Áhrifa af Covid-19 gætti í ströngustu samkomutakmörkunum

Hagstofa Íslands birtir nú upplýsingar um losun gróðurhúsalofts frá hagkerfi Íslands eftir árum og mánuðum frá 2016 til og með síðasta ársfjórðungi. Um er að ræða losun hitunargilda (CO2 ígildi) sem er vegin hitunaráhrif allrar losunar gróðurhúsalofts. Hagkerfi Íslands er hér skipt niður eftir aðal atvinnugrein rekstraraðila í 64 flokka en einnig er bætt við þremur flokkum vegna reksturs heimila í landinu.

Askja innkallar Mercedes Benz X-Class

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 20 Mercedes-Benz X-Class bifreiðar framleidda 2018-2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að Active Brake Assist kerfið virki ekki sem skyldi.

Samningar um breikkun Hringvegar á Kjalarnesi

Vegagerðin og Ístak hafa undirritað samningum lagningu fyrsta áfanga í breikkun Hringvegar um Kjalarnes milli Kollafjarðar og Hvalfjarðar. Um er að ræða breikkun á 4,1 km löngum kafla Hringvegar frá Varmhólum að Vallá. Breikka á núverandi 2 akreina veg í 2+1 veg með aðskildum akbrautum.

Þjóðverjar duglegir að bjarga sér sjálfir

Samkvæmt könnun sem gerð var í Þýsklandi kemur fram að þýskir bíleigendur eru bara býsna segir í því að bjarga sér sjálfir í verkefnum sem snúa að bílnum.

BL innkallar 160 Discovery bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 160 Land Rover Discovery af árgerð 2017-2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að Þegar afturhurðum er lokað er hætta á að þær lokist ekki tryggilega.

Sala á rafbílum heldur áfram að aukast í Kína

Annan mánuðinn í röð jókst sala á rafbílum í Kína og er ljóst að markaðurinn þar er að rétta úr kútnum í heimsfaraldrinum sem hófst þar um slóðir í lok síðasta árs.

Hröð þróun í orkuskiptum – hreinorkubílum fjölgar stöðugt

Samorka kynnti á ársfundi sínum í vikunni niðurstöður greininga um orkuskipti í samgöngum á Íslandi. Greiningin byggir meðal annars á niðurstöðum úr nýrri, umfangsmikilli hleðslurannsókn sem staðið hefur yfir í eitt ár með þátttöku tvö hundruð rafbílaeigenda um allt land. Niðurstöðurnar gefa mikilvægar upplýsingar um við hverju megi búast þegar rafbílum fjölgar til muna með tilheyrandi álagi á raforkuframleiðslu-, flutnings- og dreifikerfi landsins.

Hagstæðari lán kann að ýta undir bílasölu á næstunni

Lán til bílakaupa kunna að vera hagstæðari um þessar mundir en í umfjöllun í Viðskipta Mogganum kemur fram að vextir til til slíkra kaupa hafa lækkað samhliða vaxtalækkun Seðlabankans. Þetta gæti ýtt undir meiri bílasölu á næstunni.

Fimm hundruð þúsund eintök af Nissan Leaf verið framleidd

Tímamót urðu hjá japanska bílaframleiðandanum Nissan á dögunum þegar fimm hundruð þúsundasta eintakinu af rafbílnum Leaf var ekið af framleiðslulínu bílaverksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi. Þessum merka atburði var vel fagnað af starfsfólki verksmiðjunnar.

Skora á stjórnvöld að standa við sínar skyldur og undirriti samkomulagið

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, skorar á íslensk stjórnvöld að innleiða evrópu reglugerð um takmarkanir á mengun frá bílum. Innleiðingin hefur dregist úr hófi fram en hún gæti haft það í för með sér að framleiðendur selji ekki raf- eða hreinorkubíla hingað til lands og jafnvel ekki heldur til Noregs.