20.11.2020
Í ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir 2019 kemur fram að þótt hraðakstursbrotin hafi verið fyrirferðamikil komu líka mörg önnur umferðalagabrot á borð lögreglunnar. Þar kemur fram að um 1.900 voru teknir fyrir fíkniefnaakstur og tæplega 1.200 fyrir ölvunarakstur.
19.11.2020
Honda hefur fengið leyfi japanskra yfirvalda til að framleiða bíl með þriðja stigs sjálfsaksturstækni. Það er í fyrsta skipti sem bifreið með þeirri tækni er leyfð til aksturs í venjulegri umferð.
19.11.2020
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 40 Mercedes-Benz bifreiðar af tegundunum, C-Class, GLC og EQG.
19.11.2020
Um 30 þúsund ökumenn voru staðnir að hraðakstri á höfuðborgarsvæðinu árið 2019 og voru hinir sömu sektaðir fyrir vikið. Einhverjir þeirra voru jafnframt sviptir ökuleyfi ef hraðinn var slíkur. Fyrir grófustu hraðakstursbrotin er gefin út ákæra, en slík mál koma upp reglulega. Þetta kemur fram í ársskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2019.
18.11.2020
Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að styðja enn frekar við framleiðslu á vetnisbílum en gert hefur verið fram til þessa. Innleiða á nýja stefnu sem hefur það markmið að hvetja neytendur til að kaupa þessa bíla.
18.11.2020
Þýski bílaframleiðandi Volkswagen ætlar auka umsvif sín enn frekar á Asíumarkaði eins og með prófunum á nýjum bílum og í fjárfestingum tengdum bílaiðnaði. Í sumar eignaðist fyrirtækið helmingshlut í kínversku rafeindabifreiðasamsteypunni JAC.
17.11.2020
Daimler, eigandi Mercedes-Benz, hefur fjárfest fyrir alls 730 milljónir evra í verksmiðju sem mun einblína á framleiðslu á rafbílum frá Mercedes-Benz.
13.11.2020
Eldsneytissala í september 2020 var um 28,2 þúsund rúmmetrar samkvæmt bráðabirgðatölum. Þessi sala er umtalsvert minni (13,6%) en salan í september 2019 sem var 32,6 þúsund rúmmetrar. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan var að birta
12.11.2020
Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður sunnudaginn 15. nóvember. Að þessu sinni verður minningardagurinn sniðinn að sérstökum aðstæðum í samfélaginu. Í stað rótgróinnar minningarstundar við þyrlupallinn við Landspítalann verður árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13.-15. nóvember.