Fréttir

Rampur frá Hádegismóum opnaður að nýju

Rampur frá Hádegismóum inn á Suðurlandsveg til norðurs hefur verið opnaður að nýju en hann hefur verið lokaður fyrir umferð undanfarið vegna framkvæmda við tvöföldun Suðurlandsvegar frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi.

Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi

Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi, þar sem fyrirtækinu var gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. Fram kemur á visir.is að lögmaður bílabúðarinnar segir skjólstæðing sinn ósammála niðurstöðunni „í öllum atriðum,“ þar að auki sé „óheppilegt“ að eigandinn skuli hafa tengsl við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem málið var dæmt.

HM í e-rallý á Íslandi hluti af mótaröð alþjóðaaksturssambandsins FIA

Í gær hófst FIA eRally Iceland 2020, alþjóðleg keppni, sem er hluti af mótaröð alþjóðaaksturssambandsins FIA sem það hleypti af stokkunum undir heitinu: FIA Electric and New Energy Championship. Keppnin á Íslandi gefur stig til heimsmeistaratitils og Íslandsmeistaratitils og kallast íslenska keppnin eRally Iceland 2020. Fjögur erlend lið eru skráð til keppni og þrjú íslensk.

Hyundai ætlar sér stóra hluti í rafbílasölu á næstu árum

Suður Kóreski bílaframleiðandinn Hyundai hefur sett sér það markmið að 2025 nemi árleg rafbílasala Hyundai 560 þúsundum eintaka. Bílategundirnar Kona og Ioniq hafa notið vinsælda fram að þessu en nú eru væntanlegar fleiri rafdrifnar gerðir frá fyrirtækinu á næstu misserum.

Kínverskur rafbílaframleiðandi horfir hýru auga inn á norskan markað

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD stefnir að því að fara inn á norskan markað í æ meira mæli en hann hefur gert fram þessu. Borgaryfirvöld í Osló hafa nu þegar góða reynslu af viðskiptum við þennan kínverska framleiðanda. Frá árinu 2018 hafa verið keyptir keyptir 45 strætisvagnar knúnir rafmagni og reynslan af þeim afar góð.

Bílabúð Benna þarf að greiða 14 milljónir fyrir galla í Porsche

Bílabúð Benna ehf. hefur verið gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. Dómur þess efnis féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. júlí síðastliðinn.

Askja og Brimborg innkalla 42 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 20 Mercedes-Benz X-Class bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að hámarksþyngd ofan á þaki bifreiðarinnar er ekki rétt skv. handbók í bifreiðinni. Viðgerð er fólgin í uppfærslu á stjórnkerfi og útskiptum á handbók.

Mikil aukning í sölu á rafbílum hjá Brimborg

Brimborg hefur það sem af er ári afhent og forselt 92 Peugeot rafbíla eða tengiltvinn rafbíla en á sama tíma í fyrra var enginn rafmagnaður bíll í boði frá Peugeot. Árið 2020 er vendiár í framboði og sölu Peugeot rafbíla.

Hyundai vann til tvennra verðlauna

Á verðlaunahátíð Future Mobility of the Year (FMOTY) sem fram fór í Seol í Kóreu í lok júlí hlaut Hyundai tvenn verðlaun fyrir hugmyndir sínar á sviði framtíðarsamgangna; annars vegar fyrir vetnisknúna flutningbílinn Neptúnus og hins vegar rafknúna hlaupahjólið e-Scooter sem Hyundai veltir fyrir sér að bjóða með öllum nýjum fólksbílum fyrirtækisins.

Tæplega sex þúsund nýskráningar

Það sem af er þessu ári eru nýskráningar alls 5.954 sem er um 33% færri skráningar en á sama tíma í fyrra. Hlutdeild bensíbíla er um 26%, dísilbíla um 22,5% og rafmagnsbíla 20,3%. Hybrid og tengiltvinnbílar koma síðan í sætum þar á eftir.