06.01.2023
Neytendur á Íslandi borga nú um 60 krónum meira fyrir hvern lítra af bensíni en þeir gerðu fyrir ári síðan. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur vakið athygli á þessu á heimasíðu félagsins og er þar nefnt sem dæmi að N1 hafi selt bensínlítrann á 270,90 krónur í byrjun árs 2022 og í lok árs hafi hann verið kominn yfir 327 krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í segir í samtali við Morgunblaðið í dag að síðustu tvo mánuði nýliðins árs hafi álagningin verið í hæstu hæðum hjá olíufyrirtækjunum hérlendis, hvort sem litið sé til þess olíufélags sem bauð lægsta verðið eða einhverra annarra.
04.01.2023
Reykjavíkurborg hefur lagt af gjaldfrelsi visthæfra bifreiða í gjaldskyld stæði í allt að 90 mínútur. Reglurnar áttu við um raf- og vetnisbifreiðar. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar samþykkti tillögu þess efnis á fundi 19. október sl. Engar upplýsingar er að finna á heimasíðu Reykjavíkur um þessar breytingar. Samkvæmt heimasíðunni virðist þessi heimild vera í fullu gildi ennþá.
04.01.2023
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu árið 2022 reyndist 1,6 prósenti meiri en árið áður. Ekki var þó um met að ræða því örlítið meiri umferð mældist metárið 2019. Umferðin í desembermánuði dróst saman um tvö prósent á svæðinu að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
03.01.2023
Aðhald og eftirlit er lykillinn að því að lagfæra fákeppni og verðlag hér á landi. Í Danmörku sé samkomulag milli yfirvalda og samtaka olíusöluaðila um gegnsætt verðlag sem fylgi heimsmarkaðsverði. Einhverjar benda á að við getum ekki alltaf verið að fylgja einhverjum heimsmarkaði. Skipin koma og fara, þau koma kannski óreglulega hingað og svo framvegis. En það er ekki málið. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Runólfs Ólfssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í morgunútvarpi á Rás 2.
03.01.2023
Bílasala á Íslandi gekk vonum framar á síðasta ári sem var það sjöunda hæasta frá árinu 1972. Blikur voru á lofti í ársbyrjun því heimfaraldurinn hafði sett bílaframleiðslu í uppnám. Stríðið í Úkraínu setti ennfremur strik í reikninginn þar sem hægt hafði verulega á bílaframleiðslu.
28.12.2022
Útsöluverð á bensínlítra í upphafi árs var 270,90 krónur hjá N1 en 230,90 krónur hjá Costco. Verðmunurinn var 40 krónur á lítra. Á sama tíma var lítraverðið hjá Q8 í Danmörku, uppreiknað með gengi dönsku krónunnar gagnvart þeirri íslensku, 255,80 krónur. Á þessum tímapunkti var bensínlítrinn í Danmörku mitt á milli verðsins hjá N1 og Costco á Íslandi.
27.12.2022
Álögur á bíleigendur um áramótin hækka mun meira en sem nemur verðlagshækkunum, samkvæmt bandormi ríkisstjórnarinnar, sem Alþingi samþykkti fyrir helgi. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir skattahækkanirnar bitna verst á íbúum dreifbýlisins, sem þurfa að sækja þjónustu um langan veg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.
27.12.2022
Vetrarfærð er um nánast allt land. Grindavíkurvegur er lokaður og þjóðvegur eitt á milli Hvolsvallar og Kirkjubæjarklausturs.
23.12.2022
Þjónusta Vegagerðarinnar um hátíðirnar verður með nokkuð hefðbundnu sniði. Á www.umferdin.is er að finna upplýsingar um færð.
21.12.2022
Það hefur komið ótvírætt í ljós síðustu daga hversu mikilvægu hlutverki Reykjanesbrautin gegnir í samgöngum og þá alveg sérstaklega tenging hennar við Keflavíkuflugvöll. Óveðrið sem skall á aðfaranótt laugardagsins átti heldur betur eftir að setja daglegt líf fólks úr skorðum sem fer um brautina.