02.02.2023
Kia heldur sigurgöngu sinni áfram og vann tvöfaldan sigur á hinni eftirsóttu What Car? verðlaunahátíð í Bretlandi um helgina. Bæði Kia Sportage og hinn nýi og rafmagnaði EV9 sem væntanlegur er á markað, unnu til verðlauna.
01.02.2023
Þegar þíða kemur í kjölfar frosts og kulda eða þegar miklir umhleypingar eru eykst hættan á því að holur myndist í bundnu slitlagi, malbiki og klæðingu. Holur hafa nú þegar verið að koma fram á götum höfuðborgarsvæðisins á síðustu dögum. Eins og dæmin hafa sannað í gegnum tíðina hafa bílar orðið fyrir stórtjóni við að aka ofan í djúpar holur. Ökumenn þurfa að gæta varúðar til að skemma ekki bíla sína.
31.01.2023
Vetrarafbílarannsókn Félags norskra bifreiðaeigenda, NAF, Motor félagstímarit þess, og FÍB hófst í Osló í dag og mun standa yfir næstu daga. Fyrrgreindir aðilar koma að þessari vetrarprófun á rafbílum – þeirri viðamestu sem gerð eru í heimunum ár hvert.
30.01.2023
Hyundai Motor seldi nærri 519 þúsund bifreiðar (518.566) á síðasta ári í Evrópu, 0,5% fleiri en 2021. Hlutdeild fyrirtækisins á markaðnum nam 4,6 prósentum og hefur aldrei verið meiri en nú, sér í lagi á Spáni, Ítalíu, Frakklandi og Bretlandi. Árangurinn má ekki síst rekja til mikillar sölu á losunarlausum bílum Hyundai sem jókst um 19% á Evrópumarkaði.
30.01.2023
Vakin er athygli á gulum- og appelsínugulum viðvörunum Veðurstofu Íslands fyrir mánudag og þriðjudag, 30. og 31. janúar. Gera má ráð fyrir að til lokana geti komið og eru vegfarendur beðnir að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað.
30.01.2023
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur kynnt í samráðsgátt áform um frumvarp til laga um neyðarbirgðir eldsneytis. Samkvæmt frumvarpinu er áformað að leggja skyldu á söluaðila eldsneytis að þeir viðhaldi jarðefnaeldsneytisbirgðum sem jafngildi notkun til 90 daga. Áform um lagasetninguna eru opin til samráðs til 9. febrúar næstkomandi.
26.01.2023
Bílaframleiðsla á Bretlandseyjum heldur áfram að dragast saman. Á síðasta ári voru framleiddir um 775 þúsund bílar sem er um 10% samdráttur frá árinu 2021. Alls voru framleiddir um 860 þúsundir bílar í Bretlandi 2021. Framleiðsla á bílum þar í landi hefur ekki verið minni síðan 1956.
24.01.2023
Veðrið sem gekk yfir suðvesturhorn landsins dagana 19. og 20. desember hafði mikil áhrif á samgöngur, bæði alþjóðaflug og umferð til og frá flugvellinum. Starfshópur leggur til aðgerðir í sex liðum til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.
24.01.2023
Bílaframleiðandinn Ford ætlar að fækka á fjórða þúsundum störfum í Evrópu á næstunni. Talið er að þessi niðurskurður komi harðast niður á störf í Þýskalandi og hafa þýsk stéttarfélög mótmælt þessum áformum harðlega. Ljóst er samt að einhver þróunarvinna muni flytjast frá Evrópu yfir til Bandaríkjanna.
24.01.2023
Næstu skref undirbúnings Sundabrautar eru vinna við mat á umhverfisáhrifum, frekari útfærsla valkosta, samráð við hagsmunaaðila og undirbúningur nauðsynlegra breytinga á skipulagsáætlunum með það að markmiði að hægt sé að hefja framkvæmdir við Sundabraut eigi síðar en árið 2026 og að þeim verði lokið árið 2031.