Fréttir

FÍB kynnir formúlu fyrir kílómetragjald á notkun ökutækja

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, leggur til að kílómetragjald komi í stað núverandi skattlagningar á eldsneyti ökutækja. Með kílómetragjaldi myndu rafmagnsbílar byrja að borga fyrir afnot af vegakerfinu. Kílómetragjald gerir ríkinu kleift að hætta við áform um afar óhagkvæma innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda. Þetta kom fram á kynningarfundi sem FÍB efndi til með blaða- og fréttamönnum sem haldinn var í húsakynnum félagsins í morgun.

Hyundai IONIQ 6 í úrslitum í þremur flokkum World Car Awards

Hyundai IONIQ 6, sem kynntur verður hér á landi í sumar, keppir nú til úrslita í þremur flokkum í heimsmeistarakeppninni um titilinn Heimsbíll ársins 2023.

Stefna að nýju stafrænu evrópsku ökuskírteini

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði í byrjun mars fram tillögur um að einfalda viðurkenningu ökuskírteina á milli aðildarríkjanna með innleiðingu stafræns ökuskírteinis og um frekari samhæfingu umferðarreglna.

Reglugerð um leigubifreiðaakstur kynnt í samráðsgátt

Drög að reglugerð um leigubifreiðaakstur hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.

Samkomulag um að uppfæra samgöngusáttmálann

Ríkið og sex sveitarfélög sem standa að samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins hafa ákveðið að hefja undirbúning að því að uppfæra sáttmálann og gera viðauka við hann.

Aukning í umferðinni í borginni aldrei meiri

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist um 12% milli ára frá áramótum. Umferðin í borginni í febrúar jókst einnig um 12% milli ára, mest á Vesturlandsvegi ofan Ártúnsbrekku.

Eldsneytið langdýrast á Íslandi

Bensínlítrinn á Íslandi er 20 krónum yfir lítraverðinu í Noregi þar sem verðið er næst hæst. Íbúar í 6 löndum borga undri 200 krónum fyrir lítrann.

Tvöföldun Reykjanesbrautar komin í útboð

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Einnig er inni í verkinu bygging fimm brúarmannvirkja og einna undirganga úr stáli.

Gæði og öryggi eigi að vera í öndvegi

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kynnt var í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær kemur fram að að taka verði á stefnumörkun Vegagerðinnar fastari tökum og kröfur um gæði og öryggi eigi að vera í öndvegi

Nýtt met var sett í febrúarumferð á Hringvegi

Nýtt met var sett í febrúarumferð á Hringvegi (1), en aldrei áður hafa fleiri ökutæki verið mæld í febrúar. Umferðin reyndist þó aðeins 0,3% meiri en fyrra met, frá árinu 2020. Ef umferðin er borin saman við sama mánuð á síðasta ári, reyndist aukningin vera tæp 22%. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.