27.12.2022
Vetrarfærð er um nánast allt land. Grindavíkurvegur er lokaður og þjóðvegur eitt á milli Hvolsvallar og Kirkjubæjarklausturs.
23.12.2022
Þjónusta Vegagerðarinnar um hátíðirnar verður með nokkuð hefðbundnu sniði. Á www.umferdin.is er að finna upplýsingar um færð.
21.12.2022
Það hefur komið ótvírætt í ljós síðustu daga hversu mikilvægu hlutverki Reykjanesbrautin gegnir í samgöngum og þá alveg sérstaklega tenging hennar við Keflavíkuflugvöll. Óveðrið sem skall á aðfaranótt laugardagsins átti heldur betur eftir að setja daglegt líf fólks úr skorðum sem fer um brautina.
16.12.2022
Heildariðgjöld tryggingafélaganna námu 80,3 milljörðum króna árið 2021. Hagnaður þeirra það sama ár var 28,1 milljarður króna, eða 35% af iðgjöldunum.
16.12.2022
Yfir köldustu mánuði ársins má gera ráð fyrir að drægni rafbíla minnki þó nokkuð. Áhrif kulda á drifrafhlöðu bílsins dregur úr getu hennar til að geyma og skila frá sér rafmagni sem endurspeglast síðan í fjölda ekinna kílómetra á hverri hleðslu.
16.12.2022
Tryggingafélögin lágu á 70 milljarða króna bótasjóðum til að mæta tjónakostnaði í lok árs 2021. Þessi fjárhæð dugar fyrir öllum tjónagreiðslum í 5-6 ár. Samt gerir Fjármálaeftirlit Seðlabankans (FME) ekkert til að hefta þessa miklu sjóðasöfnun, sem fyrst og fremst byggist á of háum iðgjöldum á lögboðnar ábyrgðartryggingar ökutækja.
16.12.2022
Stórum áfanga í stafvæðingu ökunáms er nú náð með virkjun stafrænnar ökunámsbókar Samgöngustofu. Með þessum áfanga gefst ökukennurum kostur á að staðfesta verklega ökutíma fyrir almenn ökuréttindi með rafrænum hætti í gegnum Ísland.is að því er fram kemur í tilkynningu frá Samgöngustofu.
15.12.2022
Tryggingafélögin hafa hækkað iðgjöld sín á bílatryggingum til einstaklinga umfram almennar verðlagshækkanir, bæði lögboðnum og frjálsum. Í umfjöllun Fréttablaðsins segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, hækkanirnar til marks um græðgi og félagið hafi reynt að vekja athygli á þeim fákeppnistilburðum sem virðast vera í gangi á þessum markaði.
14.12.2022
Þriðja tölublað FÍB 2022 er komið út og er fjölbreytt að vanda. Stendur dreifing yfir þessa dagana til félagsmanna. Blaðið er að venju stútfullt af fréttum, fræðandi og spennandi efni. Veigamikill hluti blaðsins er helgað 90 ára afmæli FÍB.
14.12.2022
Smart#1, sem kemur úr hönnunarsmiðju Mercedes Benz, var kynntur til leiks fyrr á árinu og er áætlaður á götuna á meginlandi Evrópu í byrjun árs 2023. Nýlega fór bíllinn í gegnum öryggisprófanir fyrir Evrópumarkað af evrópsku öryggisstofnunarinnar,Euro NCAP, og hlaut fimm stjörnur hvað öryggi varðar.