Fréttir

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 20. nóvember

Sunnudaginn 20. nóvember er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Dagurinn er til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun.

16 hleðslustöðvar í níu sveitarfélögum á Vestfjörðum

Orkubú Vestfjarða og e1 hafa undirritað samstarfssamning varðandi umsjón og þjónustu fyrir allar hleðslustöðvar Orkubúsins á Vestfjörðum. Orkubú Vestfjarða hóf vegferðina fyrir orkuskiptin á Vestfjörðum árið 2017 með fyrstu hleðslustöð fyrirtækisins og í dag rekur fyrirtækið net hleðslustöðva víðsvegar um Vestfirði en alls eru þetta 16 stöðvar í 9 sveitarfélögum.

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu stóð í stað

Umferðin í október á höfuðborgarsvæðinu reyndis nánast sú sama og í október í fyrra, en hún jókst um 0,1 prósent. Ólíkt Hringveginum er ekki útlit fyrir að umferðarmetið frá árinu 2019 verði slegið í ár á svæðinu en búast má við að í heild verði umferðin 2022 um einu prósenti minni en metárið 2019. Þetta kemur fram í tölum frá Vegarðinni.

Frumvarp um sjálfvirk gjaldhlið og vegtolla á höfuðborgarsvæðinu sett á ís

Á opnum fundi félaga sjálfstæðismanna í Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Árbæ, Selási- Ártúns- og Norðlingaholti sl. þriðjudagskvöld, 1. nóvember, var meðal frummælenda Vilhjálmur Árnason formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Mikil andstaða kom fram á fundinum varðandi fyrirhugaða vegtolla á höfuðborgarsvæðinu.

Verna nýr tryggingavalkostur

Verna er nýtt tryggingatæknifélag hér á landi sem býður nýjungar í bílatryggingum. Verna stefnir að því að vera breytingarafl á tryggingamarkaði með þróun snjalltrygginga sem draga úr áhættu í umferðinni og einfalda fólki lífið. Með appi tryggingafyrirtækisins stýra viðskiptavinir verðinu og keyra það niður með bættum akstri.

Allt að 89% verðmunur á umfelgun í könnun FÍB

Dagana 24 og 25. október kannaði Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, verð á umfelgun hjá 29 dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Spurt var: Hvað kostar umfelgun og jafnvægisstilling annars vegar á fjórum 16 tommu álfelgum, 205/55 R16, og hins vegar á fjórum 18 tommu álfelgum, 235/55 R18.

Skattlagning nagladekkja aðför að öryggi

Unnið er að uppfæra áætlun um loftgæði á vegum Umhverfisstofnunar og lúta breytingar að því að lagt verði til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notkun nagladekkja. Þetta er þess meðal annars sem kemur fram í umfjöllun í Fréttablaðinu,

Stefnir í umferðarmesta árið á Hringveginum

Umferðin á Hringvegi jókst um tæp tvö prósent í október sem er met í þeim mánuði. Nú er útlit fyrir að umferðin í ár slái metið frá árinu 2019 á Hringveginum. Gangi það eftir verður árið 2022 umferðarmesta árið fram til þessa samkvæmt tölum frá Vegagerðinni.

Nýskráðar nýjar fólksbifreiðar 13.591

Nýskráðar nýjar fólksbifreiðar eru það sem af er árinu orðnar alls 13.591. Á sama tímabili í fyrra voru þær 10.362 þannig að aukningin er um 31,2%. Bílar til almennra notkunar og bíaleiga skiptast nokkuð jafnt, 50,1% nýskráninga er til bíaleiga og 49,2% til almennra notkunar. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Bílgreinasambandinu.

Engin einbreið brú lengur austur fyrir Kirkjubæjarklaustur

Vígsla nýrrar brúar yfiryfir Jökulsá á Sólheimasandi fór fram fyrir helgina. Með tilkomu brúarinnar fækkar einbreiðum brúm enn frekar og hér eftir verður engin einbreið brú á Hringveginum frá Reykjavík og austur fyrir Kirkjubæjarklaustur.