Fréttir

Breytingar kynntar á umferðarlögum til að auka öryggi vegfarenda

Drög að frumvarpi um breytingar á umferðarlögum hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar að þvíer fram kemur í tilkynningu frá innviðarráðuneytinu. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 6. október 2022.

Ísland í áttunda neðsta sæti yfir fjölda látinna í umferðinni

Meðal markmiða stjórnvalda um aukið umferðaröryggi til ársins 2034 er að Ísland verði í hópi fimm bestu Evrópuþjóða hvað varðar fjölda látinna í umferðinni á hverja 100.000 íbúa. Síðustu fjögur ár hefur Ísland verið í tíunda neðsta sæti á lista sem tekinn er saman af CARE, sem rekur samevrópskan umferðarslysagagnagrunn, en við útreikninga er tekið mið af meðaltali á 5 ára tímabili. Árið 2021 færðist Ísland niður um tvö sæti og situr nú í áttunda sæti yfir þau lönd sem standa sig best í Evrópu.

760 milljónum króna varið til sértækra umferðaröryggisaðgerða

Í ársskýrslu Vegagerðinnar 2021 um framkvæmd umferðaröryggisáætlunar er að finna ýmsar áhugaverðar upplýsingar um sértækar aðgerðir sem snúa meðal annars að sjálfvirku hraðaeftirliti, kynningum og fræðslu til almennings og eyðingu svartbletta, umhverfi vega og uppsetningu vegriða. Þessar aðgerðir eiga að leiða til fækkunar slysa og lækkunar kostnaðar samfélagsins af umferðarslysum.

Aukningin í nýskráningum fólksbifreiða 34,1% það sem af er árinu

Það sem af er árinu eru nýskráningar fólksbifreiða alls 12.539. Á sama tíma í fyrra voru þær 9.353 og nemur aukningin um 34.1%. Bílaleigur eru með 52,5% í nýkráningum á markaðnum og bílar til almennra notkunar er 46,7%. Þetta kemur fram í tölum frá Bílagreinasambandinu.

Yfir 40 þúsund hraðabrot skráð með sjálfvirku hraðaeftirliti

Hæsti hraði sem mældist með sjálfvirku hraðaeftirliti árið 2021 var 166 km/klst. Yfir fjörutíu þúsund hraðabrot voru skráð það ár og þar af um 19 þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Átta nýjar meðalhraðamyndavélar voru teknar í notkun við árið 2021. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu 2021 um framkvæmd umferðaröryggisáætlunar.

Virkar samgöngur – betri hreyfing

Þegar horft er til heild­ar­fjölda þeirra sem slösuðust al­var­lega eða lét­ust í um­ferðinni í fyrra hef­ur „óvörðum veg­far­end­um“ fjölgað mjög mikið. Óvarðir vegfarendur er sam­heiti yfir þá veg­far­end­ur sem eru gang­andi og hjólandi á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum.

Natalie Robyn nýr framkvæmdastjóri FIA

Natalie Robyn hefur verið ráðin í nýja stöðu sem leiðandi alþjóðlegur framkvæmdastjóri Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins, FIA, og mun hún hefja störf á næstunni. Natalie á að baki 15 ára reynslu í bíla- og viðskiptum tengdum bílaiðnaðinum. Hún hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum hjá Nissan, Volvo og DaimlerChrysler.

Erum að horfa fram á gríðarlega verðhækkun á rafbílum

Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda, FÍB, seg­ir fyr­ir­hugaðar skatta­hækk­an­ir á raf­bíla munu hafa mik­il áhrif á eft­ir­spurn. Þegar svona breyt­ing­um er slengt fram með litl­um fyr­ir­vara skap­ast ein­hvers kon­ar gull­grafara­til­finn­ing hjá mörg­um að því er fram kemur í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.

Mótmæla fyriráætlunum að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum

Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng.

Miklar auknar álögur - of langt gengið eins og þetta er lagt fram núna

Bifreiðakostnaður landsmanna hækkar verulega á næsta ári þegar bensín- og kolefnisgjöld hækka, bifreiðagjald hækkar, nýtt gjald verður sett á rafmagnsbíla og vegtollar koma til framkvæmda. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB segir þetta alltof langt gengið