Fréttir

Sektir vegna nagla­dekkja flestar á höfuðborgarsvæðinu

Ökumenn hafa verið sektaðir í 346 tilvikum vegna ólöglegrar notkunar nagladekkja. Það er á fimm ára tímabili, frá ársbyrjun 2018 til 6. nóvember á yfirstandandi ári. Óheimilt er að nota nagladekk á tímabilinu 15. apríl til 31. október nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna.

Kia Niro hreppir Gullna stýrið

Nýi Kia Niro rafbíllinn hlaut hið virta Gullna stýri, sem almennt er talið mikilvægasta viðurkenning sem bílum getur hlotnast í Þýskalandi. Kia Niro, sem hlaut mikið lof þegar hann var kynntur til sögunnar fyrr á þessu ári, fékk Gullna stýrið 2022 í flokki lítilla SUV-bíla, þar sem samkeppnin er geysihörð. Tengiltvinnbíllinn Kia Sportage hafnaði í öðru sæti.

Rúm 35% Reykvíkinga nota rafhlaupahjól

Rúm 35% Reykvíkinga, 18 ára og eldri, nota rafhlaupahjólahjól eitthvað en sambærilegt hlutfall fyrir tveimur árum var 19%. Ríflega einn af hverjum 10 notar rafhlaupahjól vikulega eða oftar, tæplega 14% nota þau einu til þrisvar sinnum í mánuði og um 11% nota þau sjaldnar.

Niðurgreiðslur á rafbílum í Svíþjóð verða lækkaðar

Miðað við fjárlagafrumvarp nýju sænsku ríkisstjórnarinnar má ætla að Svíum muni reynast erfitt að uppfylla markmið sín í loftslagsmálum fyrir 2030. Reyndar eru andsnúnar raddir innan stjórnarinnar, sérstaklega á meðal Svíþjóðardemókrata, sem segja enga loftslagsvá fyrir dyrum þar eð engin vísindaleg rök liggir fyrir því að þeirra mati. Fleiri innan stjórnarinnar eru samt á þeirri skoðun að loftslagbreytingar séu að eiga sér stað og þær beri að taka alvarlega.

Virðisaukaskattsívilnun á rafmagnsbílum í gildi út næsta ár óháð fjölda

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld, þar á meðal skattaívilnanir á rafmagns- og vetnisbifreiðar. Í ákvæði til bráðabirgðaílögum um virðisaukaskatt er kveðið á um sérstaka virðisaukaskattsívilnun vegna innflutnings og skattskyldrar sölu m.a. á rafmagns- og vetnisbifreiðum. Ívilnunin gildir út árið 2023 eða þar til 20.000 bifreiða fjöldamörkum er náð.

Kílómetragjald tryggir að allir sem nota vegakerfið taka þátt í uppbyggingu þess

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, hefur lengi hvatt til þess að tekið verði upp einfaldara kerfi þar sem skattar og gjöld á bíla haldast í hendur við það hve mikið hvert ökutæki er notað. Sú leið sem FÍB myndi vilja fara fæli í sér að fella niður öll þau gjöld sem í dag eru lögð á ökutæki og eldsneyti en innheimta kílómetragjald sem reiknað væri með aflestri af mæli. Þetta er þess meðal annars sem kemur fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra, FÍB, í Bílar í Morgunblaðinu.

Reykjanesbraut lokað vegna malbiksframkvæmda

Vegna malbikunarframkvæmda verður Reykjanesbraut lokuð fyrir umferð frá Grindavíkurvegi í átt að Reykjavík, að álverinu í Straumsvík, frá klukkan 20:00 miðvikudaginn 16. nóvember og til klukkan 20:00 fimmtudaginn 17. nóvember. Til stendur að malbika Reykjanesbraut á um 2,7 km kafla við álverið í Straumsvík.

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 20. nóvember

Sunnudaginn 20. nóvember er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Dagurinn er til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun.

16 hleðslustöðvar í níu sveitarfélögum á Vestfjörðum

Orkubú Vestfjarða og e1 hafa undirritað samstarfssamning varðandi umsjón og þjónustu fyrir allar hleðslustöðvar Orkubúsins á Vestfjörðum. Orkubú Vestfjarða hóf vegferðina fyrir orkuskiptin á Vestfjörðum árið 2017 með fyrstu hleðslustöð fyrirtækisins og í dag rekur fyrirtækið net hleðslustöðva víðsvegar um Vestfirði en alls eru þetta 16 stöðvar í 9 sveitarfélögum.

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu stóð í stað

Umferðin í október á höfuðborgarsvæðinu reyndis nánast sú sama og í október í fyrra, en hún jókst um 0,1 prósent. Ólíkt Hringveginum er ekki útlit fyrir að umferðarmetið frá árinu 2019 verði slegið í ár á svæðinu en búast má við að í heild verði umferðin 2022 um einu prósenti minni en metárið 2019. Þetta kemur fram í tölum frá Vegarðinni.