28.10.2020
Þjónustubókin er ný rafræn lausn sem safnar viðgerðar- og þjónustuupplýsingum frá bílaumboðum og verkstæðum um bifreiðar, samhliða gögnum frá Samgöngustofu. Er það gert með umboði eigenda bifreiðanna til að útbúa samræmda skýrslu um sögu bifreiða.
27.10.2020
Örlítill umferðarkippur varð í viku 43 miðað við vikuna þar á undan eða 3,1% aukning á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar reyndist umferðin í nýliðinni viku 19,5% minni en í sömu viku á síðasta ári samkvæmt tölum frá Vegagerðinni. Þetta er heldur minni samdráttur en varð í viku 42, sbr. eldri frétt þarf um.
27.10.2020
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 87 Soul EV (PS EV) bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að uppfæra þarf hugbúnað vegna rafmagnshandbremsu.
26.10.2020
Dýrafjarðargöng voru opnuð fyrir umferð i gær. Opnunin var með óvenjulegu hætti vegna Covid-19 og hringdi Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. úr Vegagerðinni í Reykjavík vestur á Ísafjörð í vaktstöð Vegagerðarinnar. Þar lyftu menn síðan slánum upp frá báðum gangamunnum. Við munnana beið mikill fjöldi Vestfirðinga í löngu bílaröðum til að fá að komast í gegn og geta þannig fagnað þessari miklu samgöngubót sem göngin eru.
26.10.2020
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 24 Merceds-Benz A-Class. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að affallshosa fyrir miðstöðina sé ekki tengd.
23.10.2020
Uppsetningu á kantlýsingu í Hvalfjarðargöngum er lokið og verður gerð loka úttekt á þeim í næstu viku. Kantljós eru tákn nýrra tíma og er að finna í flestum nýjum jarðgöngum. Orkuvirki sá um uppsetningu ljósanna sem eru með 25 metra millibili í göngunum.
23.10.2020
Nýr Kia Sorento verður frumsýndur á Facebook síðu Kia á Íslandi kl. 12 í dag, föstudag. Frá og með hádegi á morgun verður jeppinn til sýnis í sýningarsal Kia á Krókhálsi 13 og hjá umboðsmönnum Kia út um land allt þar sem mögulegt verður að fá að reynsluaka honum.
23.10.2020
Steypt slitlag var lagt út á nýja brú yfir Steinavötn í Suðursveit nú í vikunniSteypta slitlagið er 50 mm þykkt og um 100 MPa að styrk. Það eru Ólafur Wallevik og starfsmenn RB á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt Helga Ólafssyni brúarhönnuði hjá Vegagerðinni, sem í sameiningu hafa þróað þetta steypta slitlag á brýr.
21.10.2020
ílaumboðið BL hefur nú tekið upp þá nýbreytni að bjóða viðskiptavinum sem kjósa að fá sendan nýjan sótthreinsaðan reynsluakstursbíl heim að dyrum í stað þess að gera sér ferð í sýningarsali fyrirtækisins við Sævarhöfða, Hestháls eða Kauptún.
20.10.2020
Ford bílaframleiðandinn hefur í tilkynningu greint frá því að eftir yfirgripsmikið prófunarferli við þróun Kuga endurhlaðanlega tvinnbílsins hafi komið í ljós að nokkur fjöldi af þessari bílategund hefur lent í vandræðum með að loftræsa hita frá háspennu í rafhlöðunni.