30.06.2020
Leggja þarf malbik að nýju á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Staðirnir sem um ræðir eru á Bústaðaveg, Reykjanesbraut við Vífilsstaði og á Gullinbrú í Grafarvogi.
29.06.2020
Nýtt malbik verður lagt yfir kafla á Kjalarnesi á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga um leið og aðstæður leyfa, á þeim kafla þar sem nýlögn stenst ekki staðla og útboðsskilmála varðandi viðnám. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
29.06.2020
Að mati Vegagerðarinnar uppfyllti yfirlögn á vegakafla á Kjalarnesi ekki skilyrði þar sem tveir létu lífið þegar bifhjól og húsbíll skullu saman í gær. Vegagerðin lítur málið alvarlegum augum og hefur tíminn verið nýtur frá slysinu til að fá heildarmynd á þessa framkvæmd eftir því sem fram kemur á mbl.is.
29.06.2020
Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa boðað til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni í kjölfar umferðarslyss á Kjalarnesvegi í gær þar sem tveir létust. Ökumaður og farþegi voru á bifhjólinu. Ökumaður annars vélhjóls lenti utan vegar og slasaðist nokkuð.
29.06.2020
Kappakstursáhugafólk getur loksins farið að hlakka til. Formúla 1 hefst í næstu viku. Formúlan verður eingöngu sýnd hérlendis á Viaplay, með íslenskum lýsendum. Fyrsta keppnin, verður Austurríkiskappaksturinn á Red Bull brautinni 2.–5 júlí.
29.06.2020
Hluta Vesturlandsvegar verður lokað kl. 13 í dag, mánudaginn 29. júní, í þágu framhaldsrannsóknar vegna banaslyss, sem varð norðan Grundarhverfis í gær, en áætlað er að rannsóknin taki 1-2 klukkustundir.
26.06.2020
Bílasala almennt hrundi um allan heim í kórónuveirufaraldrinum og ekki sér fyrir endanum. Algjört frost er sum staðar og dæmi eru um í nokkrum löndum að bílasala hafi farið niður um 90%.
23.06.2020
Áframhaldandi uppbygging á innviðum til þess að mæta aukinni þörf rafhleðslu heldur áfram. Nú er svo komið að á hringveginum má finna fjölda stöðva frá ýmsum aðilum. Orka Náttúrunnar og Ísorka eru með flestar stöðvar hringinn í kringum landið. Þetta er þess sem meðal annars kemur fram í Árbók bílgreina 2020.
23.06.2020
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu síðustu tvær vikur er áþekk umferðinni í sömu vikum fyrir ári síðan. Í tölum frá Vegagerðinni kemur fram að sveiflur eru í umferðinni eftir vikum en hugsanlega spilar veðurspáin þar nokkra rullu þar sem góð spá getur leitt til þess að fleiri haldi út á land af höfuðborgarsvæðinu. Umferðin virðist sem sagt vera búin að jafna sig á samdrættinum vegna Covid 19.
23.06.2020
Samiðn, Samband iðnfélaga, vill láta endurgreiða viðgerðir á bifhjólum, hjólhýsum og tjaldvögnum auk bifreiða og annarra skráningarskyldra ökutækja.
Með lögum nr. 25/2020, um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru, var m.a. sú tímabundna breyting gerð að virðisaukaskattur vegna vinnu manna við bílaviðgerðir, bílamálun og bílaréttingar fólksbifreiða yrði að öllu leyti endurgreiddur.