06.07.2020
Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power. Þetta er sjötta árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power. Kia deildi efsta sætinu með Dodge að þessu sinni.
06.07.2020
Sala á bifreiðum í Bretlandi dróst saman um 35% í júní miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta er minnsti samdrátturinn síðan í febrúar þegar Covid-19 fór af stað. Til samaburðar nam samdrátturinn 44% í mars, 97% í apríl og 89% í maí.
03.07.2020
Einmuna veðurblíða hefur verið síðustu daga og veðurspáin góð áfram. Því stefnir í stóra ferðahelgi.
03.07.2020
Umferðin í júní á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,2 prósent sem kom á óvart en þetta er fyrsti mánuður þessa árs þar sem umferðin í mánuðinum er meiri en umferðin í sama mánuði ári fyrr. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.
02.07.2020
Gullinbrú verður malbikuð að nýju síðdegis í dag, fimmtudaginn 2. Júlí, en vegkaflinn var fræstur mánudaginn 29. júní þar sem nýlögn á veginum stóðst ekki staðla um viðnám.
02.07.2020
Umferðin á Hringvegi í júní dróst saman um níu prósent í júní sem er mjög mikill samdráttur. Mestur varð samdrátturinn á Mýrdalssandi þar sem 62 prósentum færri ökutæki fóru um teljarann en í sama mánuði fyrir ári. Frá áramótum hefur umferðin dregist sama um 14 prósent að því fram kemur í upplýsingum frá Vegagerðinni.
02.07.2020
Í júní seldust 824 nýir fólksbílar, eða 39,4% færri bílar en í júní í fyrra. Á fyrstu 6 mánuðum ársins hafa selst 4193 nýir fólksbílar, eða 42,5% færri en á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Bílagreinasambandinu þegar sölutölur fyrir fyrstu sex mánuði ársins liggja fyrir.
01.07.2020
Frá og með deginum í dag er hægt að sækja um og fá stafræn ökuskírteini í símann. Hægt er að nálgast þau á upplýsingaveitunni Ísland.is með því að nota rafræn skilríki. Stafræna ökuskírteinið gengur hvort tveggja fyrir Android- og iOS-stýrikerfi og góðar leiðbeiningar fylgja með umsóknarferlinu.
01.07.2020
Volvo stendur frammi fyrir stórri framkvæmd á næstunni en innkalla þarf mögulega rúmlega tvær milljónir bíla frá sænska framleiðandanum vegna galla í bílbeltum í framsætum. Um er að ræða tegundirnar Volvo S60, S60L, S60CC, V60, V60CC, XC60, V70, XC70, S80 og S80L sem voru framleiddar á milli 2006 og 2019.
01.07.2020
Óformum þýska bílaframleiðandans Volkswagen um byggingu nýrrar verksmiðju í Tyrklandi hefur verið hætt. Í áætlunum fyrirtæksins var að ráðast í byggingu verksmiðju á næsta ári og voru viðræður við tyrknesk stjórnvöld í gangi.