22.06.2020
Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla hyggst færa úr kvíarnar á næstunni ef áætlanir fyrirtækisins ganga eftir. Áform eru uppi um byggingu nýrrar verksmiðju í suðurvesturhluta Bandaríkjanna á þþessu ári að sögn talsmanna Tesla. Viðræður hafa verið í gangi við embættismenn í Texas og Oklahoma og er Tesla bjartsýnt á jákvæðar niðurstöður á næstunni.
22.06.2020
Þýski bílaframleiðandinn BMW stendur frammi fyrir miklum hagærðingum í rekstri fyrirtækisins. Samningar tíu þúsund starfsmanna verða ekki endurnýjaðir. Forsvarsmenn fyrirtæksins sögðu í samtölum við þýska fjölmiðla að kórónuveirufaraldurinn væri stærsti orsakavaldurinn fyrir þessum hremmingum.
18.06.2020
Í hvert sinn sem farið er með bifreið í ástandsskoðun, bifreið er nýskráð eða eigendaskipti eiga sér stað þarf að greiða umferðaröryggisgjald. Alls voru 153 milljónir kr. sem runnu í þann tekjustofn á síðasta ári. Fækkun í nýskráningum milli ára hefur mest áhrif til lækkunar en á móti vegur líklega að fleiri færðu bíl sinn til ástandsskoðunar á réttum tíma. Þetta kemur fram í Árbók bílgreina 2020.
18.06.2020
SBAND Jeep umboðið í Mosfellsbæ hefur nú hafið forsölu á fyrstu tengiltvinnbílum Plug-In-Hybrid frá Jeep. Í boði eru Jeep Compass í þremur útgáfum, Limited, Trailhawk og „S“ og Jeep Renegade í Trailhawk útgáfu.
16.06.2020
Samgöngustofa hefur hrundið af stað herferð til þess að hvetja ökumenn til að spara sér ekki 2 sekúndur við það að spenna á sig öryggisbeltin. Herferðin heitir 2 sekúndur og varpar hún ljósi á fáránleika þess að nota ekki öryggisbeltin.
15.06.2020
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað reglugerð sem heimilar útgáfu stafrænna ökuskírteina. Gert er ráð fyrir að hægt verði að sækja þau í símann síðar í mánuðinum. Stafræn ökuskírteini verða framvegis jafngild hefðbundnum ökuskírteinum á Íslandi.
12.06.2020
Hið sögufræga bílamerki MG sem margir þekkja frá gamalli tíð hefur formlega innreið sína á íslenska bílamarkaðinn síðar í þessum mánuði þegar bílaumboðið BL kynnir hinn nýja framhjóladrifna og rafknúna sportjeppa MG ZS EV í sýningarsalnum við Sævarhöfða. Hlutdeild umhverfismildra bíla hér á landi fer sífellt vaxandi á markaðnum og með MG ZS EV býðst almenningi nýr og spennandi kostur til að velja úr í flóru rúmgóðra og velbúinna rafbíla hjá BL.
12.06.2020
ON hefur tekið í notkun nýjustu kynslóð hraðhleðslustöðva fyrirtækisins með 150 kW hleðslugetu. Stöðin er við fjölorkustöð Orkunnar við Miklubraut. Fjölorkustöð Orkunnar var opnuð í maí 2019 og verður þar hægt að fá alla endurnýjanlega orkugjafa sem framleiddir eru á Íslandi auk hefðbundins jarðefnaeldsneytis.
12.06.2020
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 14 Mercedes-Benz G-Wagon bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er að merking barnalæsinga í afturhurðum gæti valdið misskilningi.
11.06.2020
Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um breytingar á lögum um fjöleignarhús með það að markmiði að liðka fyrir rafbílavæðingu landsins í samræmi við stefnu stjórnvalda um orkuskipti. Frumvarpinu er ætlað að draga úr óvissu varðandi þær reglur sem gilda um hleðslubúnað fyrir rafbíla í fjöleignarhúsum.