29.11.2019
Fyrirtækið, Squad Mobility, hefur þróað á bíl sem gengur fyrir sólarorku. Tveir fyrrum starfsmenn Lightyear koma að hönnun bílsins. Bíllinn verður á mjög viðráðanlegu verði en hann mun sérstaklega henta vel til aksturs inni borgum og á styttri leiðum. Einn stærsti kostur bílsins er að hann mengar ekkert og því eins umhverfisvænn og hægt er.
28.11.2019
Rafbílum og rafmagnshjólum gæti fjölgað á götunum því fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvrp um ívilnanir vegna vistvænna ökutækja, rafmagnsreiðhjóla og annarra reiðhjóla sem hefur verið samþykkt í ríkisstjórn. Ráðherra stefnir á að leggja frumvarpið fram á Alþingi á næstu dögum og vonast til að það verði afgreitt fyrir áramót.
28.11.2019
Hyundai Motorsport landaði fyrsta titlinum á heimsmeistaramóti FIA í ralli (WRC) þegar Hyundai var útnefndur framleiðandi ársins eftir fjóra sigra og þrettán skipti á verðlaunapalli sem skiluðu liðinu 380 stigum þegar yfir lauk. Hafði Hyundai átján stiga forskot á Toyota sem næstur var að stigum.
28.11.2019
Björn Leví Gunnarsson, þingamaður Pírata, fékk á dögunum svar frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn sinni um meðal annars meðalkolefnisspor hvers ökutækjaflokks. Spurt var um heildarfjölda ökutækja í hverjum ökutækjaflokki, um áætlaða meðalþyngd ökutækja, svo og um heildarfjölda ekinna kílómetra í hverjum flokki.
27.11.2019
Í nýjum umferðarlögum sem taka gildi um næstu áramót hafa sveitarfélög og Vegagerðin heimild til að takmarka eða jafnvel banna tímabundið bílaumferð vegna loftmengunar. Sú heimild fékkst með samþykkt nýrra umferðarlaga á Alþingi í sumar og taka þau gildi í byrjun næsta árs. Í frétt á heimasíðu FÍB um þetta mál kom fram að langflest sveitarfélög hafa lýst yfir að þau hafi ekki áhuga að fara í aðgerðir með þessum hætti. Reykjavíkurborg hefur aftur á móti áhuga að fara í þessa vegferð í samvinnu með öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
26.11.2019
Aukið svifryk hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri síðustu daga. Kalt hefur verið í veðri, hægur vindur, götur þurrar og því má búast við að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk næstu daga. Upp úr helginni á að hlýna aftur í veðri með rigningu. Í umræðunni um aukna svifryksmengun hefur verið bent á ýmsa sökudólga sem gætu verið valdar af þessari mengun. Í því sambandi er bent á stóraukna umferð á höfuðborgarsvæðinu og því samfara fari meiri útblástur út í loftið og slit á malbiki eykst.
25.11.2019
Drög að frumvarpi til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir (PPP) hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 28. nóvember 2019. Frumvarpinu er ætlað að kveða á um heimildir til að stofna til samvinnu opinberra aðila við einkaaðila um tilteknar vegaframkvæmdir og gjaldtöku vegna þeirra.
25.11.2019
Það hafa margir nýtt sér þjónustu Uber í London undanfarin ár enda ákjósanlegur valkostur til að koma sér á milli í þessari stórborg. Nú háttar málar þannig að Uber stendur frammi fyrir því að að hafa misst starfsleyfið þar í borg.
25.11.2019
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 55 Subaru XV bifreiðar af árgerð 2017 til 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er að útfelling sé sýnilega á bremsuslöngum bifreiðar að framan og aftan. Viðgerð felst í því að skipt verður umbremsuslöngur
22.11.2019
Nýtt FÍB blað er núna í dreifingu til félagsmanna. Meðal efnis er úttekt á stöðu hraðabrota með hraðamyndavélum yfir tíu ára tímabil. Það er sláandi að í 95% tilvika hafa hraðabrot vegna bíla í eigu fyrirtækja verið felld niður. Árið 2018 voru yfir 11.000 hraðabrot í hraðamyndavélum vegna bílaleigubíla.