28.12.2019
Ný reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna umferðarlagabrota tekur gildi 1. janúar 2020 til samræmis við ný umferðarlög nr. 77/2019 sem einnig taka gildi þann dag. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.Helstu breytingar vegna reglugerðarinnar eru eftirfarandi:
27.12.2019
Að undanförnu hefur töluvert verið fjallað um þá fjármuni sem tapast á hverju ári vegna hraðasekta erlendra ferðamanna á bílaleigubílum hér á landi. Málið kom fyrst í umræðuna í umfjöllun í síðasta tölublaði FÍB-blaðsins um miðjan nóvember. Tölurnar varðandi niðurfelldar sektir vegna hraðabrota í myndavélum eru sláandi. Þær nema um 250 milljónum króna á ári.
27.12.2019
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 261 Toyota Proace bifreiðar af árgerð 2016 - 2018. Um er að ræða fjölþætta innköllum sem snýr að mismuandi orsökum.
23.12.2019
Ef rafbíll FÍB félaga verður orkulaus þá flytur FÍB Aðstoð bíllinn á næstu hleðslustöð eða að heimili félagsmanns, eftir því hvort er nær. Endurgjaldslaus flutningur miðast við dagvinnu innan þjónustusvæðis FÍB Aðstoðar. Ef rafbíll er fluttur utan dagvinnu þá greiðir félagsmaður yfirvinnuálag. FÍB félagar geta notið rafbílaaðstoðarinnar allt að tvisvar sinnum á félagsári, í samræmi við skilmála og skilyrði FÍB Aðstoðar. Hleðsluflutningur eykur öryggi rafbílaeigenda og dregur úr drægnikvíða.
22.12.2019
Bensínverð hér á landi mun hækka um 3,4 krónur á lítra um áramótin miðað við óbreytta álagningu og mun lítrinn af dísilolíu hækka um 3,2 krónu á lítra.
20.12.2019
Vegagerðin er með viðvörunarkerfi þar sem SMS skeyti með upplýsingum um snjóflóðahættu eru send til vegfarenda. Um er að ræða veg 61 um Súðavíkurhlíð, veg 82 um Ólafsfjarðarmúla og veg 64 Flateyrarveg.
20.12.2019
Breska bílatímaritið 4x4 Magazine hefur kosið pallbílinn Nissan Navara pallbíl ársins 2020. Tímaritið er útbreiddasta blað sinnar tegundar á Bretlandseyjum, en það sérhæfir sig í umsögnum og almennum umfjöllunum um fjórhjóladrifsbíla og pallbíla.
19.12.2019
Bílgreinasambandið spáir því að um 12.750 nýir fólksbíla verði skráðir á árinu 2020 en gerir það um 10% aukningu frá árinu sem er að ljúka. Samkvæmt bæði Arion banka og Íslandsbanka er spáð lítils háttar vexti í einkaneyslu fyrir næsta ár.
19.12.2019
Blaðamenn atvinnubíla frá 24 löndum völdu á dögunum Mercedes-Benz Actros Vörubíl ársins eða ,,Truck of the Year 2020". Þetta er í fimmta sinn sem Mercedes-Benz Actros hlotnast þessi heiður. Velgengni Actros hófst strax þegar bíllinn kom fram á sjónarsviðið 1997 og hlaut það sama ár þennan titil. Með samtals níu útnefningar er Mercedes-Benz sigursælasta merkið í baráttunni um ,,Truck of the Year” titilinn.
18.12.2019
Formlega var gengið frá því í morgun að ítalska-bandaríska samsteypan Fiat-Chrysler og PSA, sem framleiðir Peugeot-bifreiðar, væru búin að sameinast. Viðræður fyrirtækjanna um sameiningu er í raun búin að standa yfir allt þetta ár og lauk með undirskrift í morgun.