25.03.2020
Kórónafaraldurinn hefur í för með sér mikinn efnahagslegan samdrátt sem ekki sér fyrir endann á. Eldsneytisverð til íslenskra neytenda hefur lækkað töluvert undanfarið en mun minna en á flestum öðrum mörkuðum.
25.03.2020
Það sem af er mars hefur umferðin á Hringveginum dregist saman um 20-25 prósent. Allt upp í 42 prósent þar sem mest er. Fram kemur hjá Vegagerðinni að um ræði samdrátt sem skýrist auðvitað að mestu af Covid-19 og snarfækkun ferðamanna en telja verður líka líklegt að slæmt veður undanfarnar vikur spili líka inn í. Þannig leggst allt á eitt. Þetta er mun meiri samdráttur en á höfuðborgarsvæðinu eða um tvöfalt meiri.
25.03.2020
Álagningu vanrækslugjalds þann 1. apríl vegna skoðunar ökutækja verður frestað um einn mánuð til 1. maí vegna COVID-19 faraldursins. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest ákvörðunina með reglugerð sem birt verður í Stjórnartíðindum á morgun, 26. mars.
25.03.2020
Olíusala dróst saman milli ára og er þetta í fyrsta skipti síðan 2012 sem olíusala minnkar á milli ára samkvæmt bráðabirgðartölum Orkustofnunar. Árið 2018 var metár þegar seld olía fór í fyrsta skipti yfir milljón tonn (1.049 þús. tonn).
24.03.2020
Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur að nú sé sá árstími og það tíðarfar sem eykur hættuna á holumyndunum á þjóðvegum. Þegar þíða kemur í kjölfar frosts og kulda eða þegar miklir umhleypingar eru eykst hættan á því að holur myndist í bundnu slitlagi, malbiki og klæðingu. Vegfarendur er því beðnir að sýna sérstaka árvekni og aka ætíð eftir aðstæðum.
23.03.2020
Covid-19 faraldurinn hefur víðtæk áhrif sem eru merkjanleg í umferðinni. Hratt dregur úr henni samkvæmt mælingum á þremur lykilmælisniðum Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu, nú í mars.
23.03.2020
ænski bílaframleiðandinn Volvo hefur ákveðið að loka þremur verksmiðjum sínum í Svíþjóð frá og með næsta fimmtudag, 26. Mars, vegna COVID-19 kórónaveirufaraldursins.
23.03.2020
Gjaldskrá Samgöngustofu hefur að langmestu leyti verið óbreytt í fjöldamörg ár þrátt fyrir launa- og verðlagshækkanir. Í ljósi þess var um síðustu áramót ákveðið að hækka gjöld með hóflegum hætti þannig að þær rúmist að fullu innan lífskjarasamnings, 2,5%.
19.03.2020
Undanfarna daga hafa íslensku olíufélögin verið að lækka útsöluverðið á bensíni og dísilolíu. Þessar verðlækkanir má rekja til gríðarlegrar lækkunar á heimsmarkaði en olíverð hefur ekki verið lægra í 18 ár.
19.03.2020
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi, sem heimilar Vegagerðinni að gera samning við einkaaðila um samvinnuverkefni um ákveðnar samgönguframkvæmdir. Tilgangurinn er meðal annars að auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda. Heimilt verður að fjármagna verkefnin með veggjöldum. Áætlað er að verkefnin skapi allt að 4.000 ársverk.