Fréttir

Tryggt að ríkisstofnanir kaupi umhverfisvænni bíla

Ríkisstjórnin hefur samþykkt á fundi að innleiða nýja stefnu sem tryggir að ríkisstofnanir kaupi umhverfisvænni bíla. Ríkið rekur nú um 800 bifreiðar af öllum stærðum og gerðum. Innleiðing vistvænni ökutækja er á meðal þess sem finna má í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.

Ný umferðarlög auka umferðaröryggi í landinu

Eins og fram hefur komið taka ný umferðarlög gildi um áramótin en þau voru afgreidd á Alþingi í byrjun júní. Góð sátt ríkti um frumvarpið og enginn þingmaður greiddi atkvæði gegn því. Margar breytingar verða gerðar á núverandi löggjöf, skerpt á ýmsu og annað hert.

Ný umferðarlög taka gildi um áramótin

Nú um áramótin taka gildi ný umferðarlög sem samþykkt voru á Alþingi í júní sl.

Opnað fyrir umferð um Óðinsgötu á ný

Opnað hefur verið fyrir umferð um Óðinsgötu og Spítalastíg, en þær götur hafa verið endurgerðar og hefur snjóbræðslan virkjuð þar sem og á Freyjutorgi og Týsgötu. Nokkurn tíma tekur fyrir snjóbræðsluna að ná yfirhöndinni í gegnfrosinni jörðinni í þessari kuldatíð og því er notast við salt og sand til að tryggja gönguleiðir.

Subaru ætlar að nýta sóknarfærin í Bandaríkjunum

Japanski bílaframleiðandinn Subaru er mjög bjartsýnn um góða sölu í Bandaríkjunum á næsta ári. Hægt hefur almennt á sölu bíla á bandarískum mörkuðum en engu að síður er Subaru vinsæll þar í landi. Bandaríkin hafa um nokkrt skeið verið stærsta markaðssvæði fyrirtækisins. Áætlanir gera ráð fyrir að Subaru selji yfir 700 þúsund bíla í Bandaríkjunum á næsta ári.

Aukin þjónusta hjá FÍB um land allt

Þjónustunet FÍB Aðstoðar á landinu hefur stækkað og þést. Nú njóta FÍB félagar aðstoðar í samræmi við skilmála á þeim svæðum sem sjá má á Íslandskortinu hér undir. Innifalið í FÍB aðstoð er eftirfarandi þjónusta:

Askja innkallar vegna vindskeiða

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 17 Mercedes-Benz bifreiðar af undirgerðinni E-class, sem framleiddar voru milli 29. september 2016 og 23. maí 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að vindskeð á afturhlera gæti losnað sökum þess að rær séu ekki nægilega fastar.

Renault Megane R.S. TROPHY-R sportbíll ársins hjá Echappement

Franska sporttímaritið Echappement magazine kaus nýlega nýjasta Megane R.S. TROPHY-R frá Renault sportbíl ársins 2020. Þetta er í sjöunda sinn frá 1982, þegar ritstjórn tímaritsins byrjaði með verðlaunin, sem Renault hlýtur fyrstu verðlaun Echappement. Þau féllu einnig í skaut Megane R.S. á árunum 2007, 2008 og 2014.

Sekt hækkar fyrir akstur gegn rauðu ljósi

Drög að nýrri reglu­gerð um sekt­ir vegna um­ferðarlaga­brota hafa verið birt í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Meðal þeirra breyt­inga sem lagðar eru til er að sekt fyr­ir akst­ur gegn rauðu ljósi hækki úr 30.000 krón­um í 50.000 krón­ur, auk þess sem sekt fyr­ir van­rækslu á skyld­um veg­far­enda við til­kynn­ingu um­ferðaró­happs hækki í 30.000 krón­ur, en í nú­gild­andi reglu­gerð eru þær 20.000-30.000 krón­ur.

Samdráttur nemur tæpum 36% á milli ára

Ellefu fyrstu mánuði þessa árs voru 12.392 fólks- og sendibílar nýskráðir samanborið við 19.304 á sama tímabili 2018. Samdrátturinn nemur tæpum 36% á milli ára.