Fréttir

Volvo vin­sæl­asti lúx­us­bíll­inn hér á landi á nýliðnu ári

Volvo hef­ur verið í mik­illi sókn und­an­far­in ár á lúx­us­bíla­markaði á heimsvísu og hefur slegið sölumet 6 ár í röð. Árið 2019 náði Volvo að selja yfir 700.000 bíla í fyrsta sinn í 93 ára sögu þeirra eða 705.452 bíla sem er 9,8% aukning frá árinu áður og juku þannig markaðshlutdeild sína á öllum mörkuðum.

Nýjar forsendur á útfærslu á tvöföldun Reykjanesbrautar komnar fram

Nýjar forsendur á útfærslu á tvöföldun Reykjanesbrautar eru komnar fram í nýútkominni frumdragaskýrslu Vegagerðarinnar og Mannvits. Þar kemur fram að hagkvæmast er að breikka Reykjanesbrautina, frá gatnamótum við Krýsuvík að Hvassahrauni, í núverandi vegstæði og einfalda fyrri útfærslur sem kallar jafnframt á breytt aðalskipulag. Þetta kemur fram á Facebook síðu Sigurðar Inga Jóhannsonar samgönguráðherra.

Breytingar á reglugerð um ökuskírteini í samráðsgátt

Í nýjum umferðarlögum sem tóku gildi um síðustu áramót eru margvíslegar breytingar sem kalla á endurskoðun reglugerða. Meðal þess sem breyttist í umferðarlögunum eru ákvæði um ökukennslu, æfingaakstur og heilbrigðisskilyrði fyrir ökuréttindi.

Framkvæmdum á Reykjanesbraut verði flýtt eins og kostur er

Stopp – hingað og ekki lengra er nafn hóps sem berst fyrir umbótum á Reykjanesbraut. Hópurinn var stofnaður fyrir nokkrum árum og hefur það að meginmarkmiði að bæta umferðaröryggi á þessum fjölfarnasta vegi landsins í kjölfar banaslyss á Hafnarafleggjara í júlí 2016.

Mitsubishi Outlander PHEV mest seldi tengiltivinnbíllinn

Af öllum nýskráðum bílum til einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi 2019 voru 28,4% annað hvort rafmagns- eða tengiltvinnbílar. Aðeins Noregur getur stært sig af hærra hlutfalli nýskráninga rafmagns- og tengiltvinnbíla fyrir árið 2019.

Norskir leigubílstjórar aka flestir á Toyota

Flestir leigubílstjórar í Noregi kjósa að aka á Toyota. Um 42% af nýskráðum bílum í leigibílaflotanum eru af gerðinni Toyota. Upplýsingastjóri Toyota í Noregi, Espen Olsen, er að vonum ánægður með þessa niðurstöðu. Hann segir þetta frábæra viðurkenningu á traustan og öruggan bíl. Ennfremur verði ekki litið framhjá því að sölumenn Toyota hefðu verið að vinna góða vinnu.

Þjóðverjar hafa áhyggjur á fækkun starfa í bílaðiðnaði

Eftir því sem rafknúnum ökutækjum fjölgar er hætta á því að störfum í bílaiðnaði í Þýskalandi fækki töluvert á næstu tíu árum. Þýskir fjölmiðlar greina frá því að störfum tengdum bílaiðnaði gæti kostað yfir 400 þúsund manns atvinnuna fyrir 2030. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar á vegum þýskra stjórnvalda.

Bílasala í Kína áfram á niðurleið

Bílasala í Kína hefur verið á niðurleið samfleytt í18 mánuði í röð eftir því sem fram kemur í tölum frá samtökum í bílaiðnaði þar í landi. Bílasala í Kína var 8,2% minni 2019 en árið þar á undan.

Ekki meiri eldhætta af rafbílum

Stórbruni varð í bílastæðahúsi við Stafangerflugvöll í vikunni. Mildi þykir að enginn hafi skaðaðast í brunanum. Áætlað er að 200 til 300 bílar hafi eyðilagst og óljóst hvort bílastæðahúsið sé viðgerðarhæft. Í fyrstu fréttum var talið að kviknað hefði í út frá rafbíl. Mikil umræða skapaðist í kjölfarið um eldhættu af rafbílum.

Verðmunur á eldsneyti á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni allt of mikill

Eldsneytisverð er töluvert lægra á höfuðborgarsvæðinu en úti á landsbyggðinni. Lægst er verðið í Costco en til að fá að versla þar eldsneyti þarf að vera meðlimur í Costco-keðjunni. Ódýrast er eldsneyti á bensínstöðvum sem næst eru Costco í Garðabæ. Þetta er þess sem meðal annars kom fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í síðdegisútvarpinu á Rás 2.