08.01.2020
Á síðasta ári voru 5.119 bílaleigubílar nýskráðir hér á landi, 27,3% færri en 2018 þegar þeir voru 7.039. Hins vegar nýskráðu leigurnar 106% fleiri bíla í síðasta mánuði ársins eða alls 268 í stað 130 á árinu 2018. Þriðja árið í röð var Dacia Duster vinsælastur á bílaleigunum.
07.01.2020
Það er dýrt að þróa og framleiða nýtnari brunahreyfla í bíla. Til þess að mæta því hafa bílaframleiðendur aukið samstarf sín á milli um vélaframleiðslu. Innan fárra ára gætu sömu vélar knúið Volvo og Mercedes Benz bíla.
07.01.2020
Kristinn Hauksson, rafeindatæknifræðingur, fjallar á vefsíðu Eflu um fjarskiptakerfi á landinu öllu. Greinin er rituð í kjölfar víðtæks fjarskiptaleysis sem varð eftir mikið óveður og ísingu í byrjun desember 2019. Kristinn telur að byggt hafi verið upp afar öflugt öryggis- og fjarskiptakerfi á hluta vegakerfisins, sér í lagi í jarðgöngum. Hins vegar hafi ekki tekist að byggja upp öflugt kerfi á öðrum stöðum landsins og mikilvægt sé að gera átak í þeim málum.
06.01.2020
Íslenskt hugvit kom sterklega við sögu við hönnun gulu vegstikanna sem vísa vegfarendum leiðina á þjóðvegum landsins. Stikurnar eru framleiddar á Íslandi, eru endurnýttar eins oft og hægt er og síðan sendar í endurvinnslu. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar.
03.01.2020
Umferðin í desember á Hringveginum dróst saman um eitt prósent miðað við umferðina í desember árið áður. Í heild jókst umferðin á Hringvegi árið 2019 um 2,4 prósent sem er mun minni aukning en undanfarin ár þegar umferðin hefur aukist árlega um þetta 5 - 14 prósent.
03.01.2020
Tekjur vegna vanrækslu þess að færa ökutæki til lögboðinnar skoðunar jukust allverulega árið 2018 borið saman við fyrra ár og námu tekjurnar alls 423 milljónum kr. Hlutfallslega jukust tekjurnar um 26,3% á milli ára eða ríflega 88 milljónir kr. Þetta er þess sem meðal annars kemur fram í Árbók bílgreina 2019.
03.01.2020
Þýsku Volkswagen bílaverksmiðjurnar hafa hafið viðræður við þýsku neytendasamtökin vegna hugbúnaðar sem gaf rangar upplýsingar um mengandi útblástur frá bílum þýska framleiðandans. Upp komst um svikin 2015. Um það bil 450 þúsund eigendur Volkswagen dísilbíla höfðuð mál á hendur Volkswagen bílasmiðjunum.
02.01.2020
Á nýliðnu ári, 2019, seldust alls 11.728 bílar. Árið 2018 var heildarsalan 17.976 bílar og er samdrátturinn á milli ára um 34,8%. Bílasalan var aðeins að rétta úr kútnum í desember en þá seldust 587 bílar samanborið við 482 bíla í desember 2018.
02.01.2020
Margir íbúar Þingeyjarsveitar sækja þjónustu, vinnu eða nám til Akureyrar. Rúnar Ísleifsson, skógarvörður, býr í Fnjóskadal. Hann hefur keypt um 1000 ferðir í göngin á árinu en börn hans sækja tómstundir og nám í Eyjafjörð. Þær ferðir kostuðu um sjö hundruð þúsund krónur.
02.01.2020
Meðalökuhraði á Hringveginum sumarið 2018 var 92,6 km/klst sem er 0,7 km/klst lægri en sumarið áður. Í heildina hefur meðalhraði á Hringveginum lækkað um 4,4 km/klst frá árinu 2004.