Fréttir

Meðalaldur fólksbílaflotans að hækka

Bílgreinasambandið spáir því að um 12.750 nýir fólksbíla verði skráðir á árinu 2020 en gerir það um 10% aukningu frá árinu sem er að ljúka. Samkvæmt bæði Arion banka og Íslandsbanka er spáð lítils háttar vexti í einkaneyslu fyrir næsta ár.

Mercedes-Benz Actros valinn vörubíll ársins

Blaðamenn atvinnubíla frá 24 löndum völdu á dögunum Mercedes-Benz Actros Vörubíl ársins eða ,,Truck of the Year 2020". Þetta er í fimmta sinn sem Mercedes-Benz Actros hlotnast þessi heiður. Velgengni Actros hófst strax þegar bíllinn kom fram á sjónarsviðið 1997 og hlaut það sama ár þennan titil. Með samtals níu útnefningar er Mercedes-Benz sigursælasta merkið í baráttunni um ,,Truck of the Year” titilinn.

Samruni Fiat Chrysler og PSA formlega genginn í gegn

Formlega var gengið frá því í morgun að ítalska-bandaríska samsteypan Fiat-Chrysler og PSA, sem framleiðir Peugeot-bifreiðar, væru búin að sameinast. Viðræður fyrirtækjanna um sameiningu er í raun búin að standa yfir allt þetta ár og lauk með undirskrift í morgun.

Tryggt að ríkisstofnanir kaupi umhverfisvænni bíla

Ríkisstjórnin hefur samþykkt á fundi að innleiða nýja stefnu sem tryggir að ríkisstofnanir kaupi umhverfisvænni bíla. Ríkið rekur nú um 800 bifreiðar af öllum stærðum og gerðum. Innleiðing vistvænni ökutækja er á meðal þess sem finna má í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.

Ný umferðarlög auka umferðaröryggi í landinu

Eins og fram hefur komið taka ný umferðarlög gildi um áramótin en þau voru afgreidd á Alþingi í byrjun júní. Góð sátt ríkti um frumvarpið og enginn þingmaður greiddi atkvæði gegn því. Margar breytingar verða gerðar á núverandi löggjöf, skerpt á ýmsu og annað hert.

Ný umferðarlög taka gildi um áramótin

Nú um áramótin taka gildi ný umferðarlög sem samþykkt voru á Alþingi í júní sl.

Opnað fyrir umferð um Óðinsgötu á ný

Opnað hefur verið fyrir umferð um Óðinsgötu og Spítalastíg, en þær götur hafa verið endurgerðar og hefur snjóbræðslan virkjuð þar sem og á Freyjutorgi og Týsgötu. Nokkurn tíma tekur fyrir snjóbræðsluna að ná yfirhöndinni í gegnfrosinni jörðinni í þessari kuldatíð og því er notast við salt og sand til að tryggja gönguleiðir.

Subaru ætlar að nýta sóknarfærin í Bandaríkjunum

Japanski bílaframleiðandinn Subaru er mjög bjartsýnn um góða sölu í Bandaríkjunum á næsta ári. Hægt hefur almennt á sölu bíla á bandarískum mörkuðum en engu að síður er Subaru vinsæll þar í landi. Bandaríkin hafa um nokkrt skeið verið stærsta markaðssvæði fyrirtækisins. Áætlanir gera ráð fyrir að Subaru selji yfir 700 þúsund bíla í Bandaríkjunum á næsta ári.

Aukin þjónusta hjá FÍB um land allt

Þjónustunet FÍB Aðstoðar á landinu hefur stækkað og þést. Nú njóta FÍB félagar aðstoðar í samræmi við skilmála á þeim svæðum sem sjá má á Íslandskortinu hér undir. Innifalið í FÍB aðstoð er eftirfarandi þjónusta:

Askja innkallar vegna vindskeiða

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 17 Mercedes-Benz bifreiðar af undirgerðinni E-class, sem framleiddar voru milli 29. september 2016 og 23. maí 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að vindskeð á afturhlera gæti losnað sökum þess að rær séu ekki nægilega fastar.