Fréttir

Minnsta aukning umferðar á höfuðborgarsvæðinu síðan 2011

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í október jókst um 1,6 prósent sem er minnsta aukning í þessum mánuði síðan árið 2011. Þetta er sama þróun og á sér stað á Hringveginum sbr. eldri frétt. Umferðin það sem af er ári hefur aukist um 1,2 prósent sem er einnig minnsta aukning síðan 2011 eftir sem fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Dregur úr umferðaraukningunni á Hringveginum

Umferðin á Hringvegi í október jókst um 0,4 prósent og er þetta minnsta aukning í októbermánuði síðan árið 2011 eða í átta ár. Fjögurra prósenta samdráttur mældist í umferðinni á Suðurlandi og má leiða lýkur að því að samdráttur í ferðamennsku skýri þann samdrátt. Reikna má með að umferðin í ár aukist eigi að síður um 2,5-3 prósent. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Askja tekur við Honda umboðinu

Bílaumboðið Askja tekur formlega við Honda umboðinu á Íslandi þann 8. nóvember nk. Askja tekur við Honda umboðinu af Bernhard sem er í eigu fjölskyldu stofnandans, Gunnars Bernhards. Fyrir er Askja með umboð fyrir Mercedes-Benz og Kia og nú bætist Honda við sem þriðja vörumerkið hjá fyrirtækinu.

Tengiltvinnbifreiðar séu kjörið fyrsta skref í átt að vistvænni bílaflota

Það full fljótt farið í það að afnema virðisaukaskattsívilnanir á tengil tvinnbílum eins og gert er ráð fyrir í drögum fjármála- og efnahagsráðherra að frumvarpi til laga að mati Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag. Fram kemur að tengil tvinnbílar séu kjörið fyrsta skref í átt að vistvænni bílaflota en ívilnunin samkvæmt þessu falla niður 1. janúar 2021.

Fiat-Chrysler og Peugeot-Citroen sameinast

Þau tíðindi voru að berast úr bílaheiminum að ítalska-bandaríska samsteypan Fiat-Chrysler og Peugeot-Citroen væru búin að sameinast. Viðræður fyrirtækjanna um sameiningu er í raun búin að standa yfir allt þetta ár og lauk með undirskrift í morgun.

Honda horfir til framtíðar

Japanski bílaframleiðandinn Honda horfir til framtíðar hvað rafbílavæðinguna varðar. Á næstu þremur árum verða allir bíla frá fyrirtækinu í boði sem rafbílar. Á bílasýningunni sem er nýlokið í Tokyo frumsýndi Honda næstu kynslóð Honda Jazz en sex rafbílar verða komnir á markað fyrir árið 2022.

Málþing um börn og samgöngur

Málþing um börn og samgöngur verður haldið föstudaginn 8. nóvember frá kl. 13 til 17 á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í samvinnu við Samgöngustofu og Vegagerðina. Málþingið verður haldið í Sveinatungu á Garðatorgi (Ráðhúsi Garðabæjar).

74% bifreiðaeigenda á Akureyri aka um á negldum hjólbörðum

Síðastliðin fimm ár hafa að meðaltali 74% bifreiðaeigenda á Akureyri ekið um á negldum hjólbörðum og hefur notkun aukist verulega undanfarin tvö ár. Þetta kemur frá á vefsíðu Akureyrarbæjar.

Opnað fyrir umferð um nýjan Suðurlandsveg

Opnað var fyrir umferð um nýjan Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Kotstrandakirkju um helgina. Opnunin verður aðeins á hluta vegarins til að byrja með. Þannig verður einungis önnur akrein af tveimur í austurátt opin fyrir umferð.

Lausagöngu ber að banna

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir það vekja furðu og vonbrigði að þrátt fyrir stórbreytta umferð og búskap í landinu skulum við enn verða með sérreglur um þau svæði landsins þar sem sveitastjórnir ákveða að setja ekki bann við lausagöngu búfjár. Þetta kemur fram í viðtali við Runólf í Morgunblaðinu um helgina.