Fréttir

Brot 494 ökumana mynduð á Miklubraut

Brot 494 ökumanna voru mynduð á Miklubraut í Reykjavík frá föstudeginum 21. febrúar til mánudagsins 24. febrúar. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Miklubraut í vesturátt, á gatnamótum við Grensásveg.

Mikið vantar upp á grunnfjárveitingar í vegakerfinu

Hættuástand skapaðist á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum í þessari viku vegna blæðinga í klæðningu. Þungatakmarkanir voru settar á vissa staði, sem komu í veg fyrir að flutningabílar kæmust ekki leiðar sinnar. Fram kom í umfjöllun Kastljóss á RÚV að Vegagerðin þyrfti 20 milljarða króna í grunnfjárveitingar á ári en fái aftur á móti aðeins 12-13 milljarða.

Eigendum bíla er treyst til að skila inn kílómetrastöðu

ílómetragjald verður tekið upp innan skamms og er hugmyndin að það taki gildi um mitt þetta ár. Það sé í raun óumflýjanlegt og fyrirkomulagið verður kynnt á næstunni að sögn Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsmálaráðherra. Ol­íu­gjald verður fellt niður og kíló­metra­gjald kem­ur í staðinn. Sam­bæri­leg áform voru uppi hjá fyrri rík­is­stjórn en ekki tókst að klára það mál fyr­ir kosn­ing­ar.

20% íslenskra ökumanna hafa verið nálægt því að sofna undir stýri

Í könnun sem Gallup gerði fyrir Samgöngustofu í lok síðasta árs kom í ljós að 20% þeirra svarenda sem höfðu ekið á undanförnum 6 mánuðum höfðu verið nálægt því að sofna undir stýri.

,,Mikilvæg og óumflýjanleg breyting“

Kílómetragjald verður tekið upp innan skamms og er hugmyndin að það taki gildi um mitt þetta ár. Það sé í raun óumflýjanlegt og fyrirkomulagið verði kynnt í vikunni. Þetta kom fram í máli Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsmálaráðherra í viðtali á RÚV.

Framkvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar á undan áætlun

Framkvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar á kaflanum Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun ganga mjög vel. Um er að ræða kaflann framhjá Álverinu. Unnið er víða á kaflanum og útlit fyrir að verkinu ljúki á undan áætlun.

Lýsa yfir áhyggjum af hættulegu ástandi þjóðvega á Snæfellsnesi

Hættustig hafa verið í gildi á síðustu dögum vegna blæðinga í vegum víða á Vesturlandi. Má nefna á Bröttubrekku (60), í gengum Dalina (60), yfir Svínadal (60) og út Hvolsdal (60) en einnig á veginum yfir Vatnaleið á Snæfellsnesi (56), undir Hafursfelli (54) og að Heydalsafleggjara(54). Sama gildi um þjóðveg 1, frá Borgarnesi yfir Holtavörðuheiði í Hrútafjörð.

Umferð­in eykst á höfuð­borgar­svæð­inu

Í janúar jókst umferð á þremur lykilmælisniðum Vegagerðarinnar á hb.svæðinu um 7,2% miðað við sama mánuð í fyrra. Mest var aukningin á Hafnarfjarðarvegi (20%), en minnst á Vesturlandsvegi (1,7%). Heildarumferðin í janúar náði tæpum 175 þúsund ökutækjum á sólarhring. Mest var umferðin á föstudögum og minnst á miðvikudögum samkvæmt tölum frá Vegagerðinni.

Bókleg próf fyrir aukin ökuréttindi verða rafræn

Rafræn próftaka í bóklegum prófum fyrir aukin ökuréttindi (ÖR-próf) hefst föstudaginn 31. janúar næstkomandi um allt land.

Hættustig á vegum á Vesturlandi vegna blæðinga

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að hættustig sé í gildi vegna blæðinga á Bröttubrekku (60), í gengum Dalina (60), yfir Svínadal (60) og út Hvolsdal (60) en einnig á veginum yfir Vatnaleið á Snæfellsnesi (56), undir Hafursfelli (54) og að Heydalsafleggjara(54). Sama gildir um þjóðveg 1, frá Borgarnesi yfir Holtavörðuheiði í Hrútafjörð.