25.02.2025
Brot 494 ökumanna voru mynduð á Miklubraut í Reykjavík frá föstudeginum 21. febrúar til mánudagsins 24. febrúar. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Miklubraut í vesturátt, á gatnamótum við Grensásveg.
21.02.2025
Hættuástand skapaðist á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum í þessari viku vegna blæðinga í klæðningu. Þungatakmarkanir voru settar á vissa staði, sem komu í veg fyrir að flutningabílar kæmust ekki leiðar sinnar. Fram kom í umfjöllun Kastljóss á RÚV að Vegagerðin þyrfti 20 milljarða króna í grunnfjárveitingar á ári en fái aftur á móti aðeins 12-13 milljarða.
21.02.2025
ílómetragjald verður tekið upp innan skamms og er hugmyndin að það taki gildi um mitt þetta ár. Það sé í raun óumflýjanlegt og fyrirkomulagið verður kynnt á næstunni að sögn Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsmálaráðherra. Olíugjald verður fellt niður og kílómetragjald kemur í staðinn. Sambærileg áform voru uppi hjá fyrri ríkisstjórn en ekki tókst að klára það mál fyrir kosningar.
21.02.2025
Í könnun sem Gallup gerði fyrir Samgöngustofu í lok síðasta árs kom í ljós að 20% þeirra svarenda sem höfðu ekið á undanförnum 6 mánuðum höfðu verið nálægt því að sofna undir stýri.
19.02.2025
Kílómetragjald verður tekið upp innan skamms og er hugmyndin að það taki gildi um mitt þetta ár. Það sé í raun óumflýjanlegt og fyrirkomulagið verði kynnt í vikunni. Þetta kom fram í máli Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsmálaráðherra í viðtali á RÚV.
17.02.2025
Framkvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar á kaflanum Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun ganga mjög vel. Um er að ræða kaflann framhjá Álverinu. Unnið er víða á kaflanum og útlit fyrir að verkinu ljúki á undan áætlun.
17.02.2025
Hættustig hafa verið í gildi á síðustu dögum vegna blæðinga í vegum víða á Vesturlandi. Má nefna á Bröttubrekku (60), í gengum Dalina (60), yfir Svínadal (60) og út Hvolsdal (60) en einnig á veginum yfir Vatnaleið á Snæfellsnesi (56), undir Hafursfelli (54) og að Heydalsafleggjara(54). Sama gildi um þjóðveg 1, frá Borgarnesi yfir Holtavörðuheiði í Hrútafjörð.
13.02.2025
Í janúar jókst umferð á þremur lykilmælisniðum Vegagerðarinnar á hb.svæðinu um 7,2% miðað við sama mánuð í fyrra. Mest var aukningin á Hafnarfjarðarvegi (20%), en minnst á Vesturlandsvegi (1,7%). Heildarumferðin í janúar náði tæpum 175 þúsund ökutækjum á sólarhring. Mest var umferðin á föstudögum og minnst á miðvikudögum samkvæmt tölum frá Vegagerðinni.
13.02.2025
Rafræn próftaka í bóklegum prófum fyrir aukin ökuréttindi (ÖR-próf) hefst föstudaginn 31. janúar næstkomandi um allt land.
12.02.2025
Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að hættustig sé í gildi vegna blæðinga á Bröttubrekku (60), í gengum Dalina (60), yfir Svínadal (60) og út Hvolsdal (60) en einnig á veginum yfir Vatnaleið á Snæfellsnesi (56), undir Hafursfelli (54) og að Heydalsafleggjara(54). Sama gildir um þjóðveg 1, frá Borgarnesi yfir Holtavörðuheiði í Hrútafjörð.