Fréttir

Tækifæri fyrir tæknilega úttektarmenn

Skoðanir ökutækja fara fram hjá faggiltum skoðunarstofum á Íslandi. Hugverkastofan hefur með höndum allar tegundir faggildinga, m.a. á skoðunarstofum ökutækja.

Nýr Hleðslugarður Orku náttúrunnar hefur opnað á Glerártorgi

Orka náttúrunnar hefur opnað stórglæsilegan Hleðslugarð á Glerártorgi. Þar geta viðskiptavinir Orku náttúrunnar hlaðið á 12 nýjum tengjum með afkastagetu allt að 480 kW á hverju tengi.

Sláandi úttekt DV á innviðaskuldinni við vegakerfið

Í nýrri úttekt Eyjunnar á DV.is sem m.a. byggir á gögnum frá FÍB er niðurstaðan sú að ríkisstjórn Íslands og Alþingi hafa svikið þjóðina um eðlilega uppbyggingu innviða í áraraðir. Bíleigendur hafa verið skattlagðir langt umfram útgjöld ríkisins til uppbyggingar og viðhalds vegakerfisins. Einungis um þriðjungur skatttekna ríkissjóðs af bílum og umferð hefur runnið til vega á liðnum árum.

Nýjustu niðurstöður árekstraprófunar Euro NCAP

Sjö fimm stjörnu bílar en tveir með þrjár stjörnur

Athugasemdir FÍB við kílómetragjald á notkun allra ökutækja

FÍB er fylgjandi þeirri meginhugsun að bíleigendur greiði í samræmi við afnot af vegakerfinu. Kílómetragjald er einföld leið til þess. Aftur á móti telur FÍB ekki sanngjarnt að sama gjald sé tekið af léttum sem þungum fólks- og sendibílum, þ.e. bílum undir 3,5 tonnum.

Góður gangur í fram­kvæmd­um við Arnar­nesveg

Framkvæmdum við Arnarnesveg, milli Breiðholtsbrautar og Rjúpnavegar, miðar vel. Unnið er að nýrri aksturs- og göngubrú yfir Breiðholtsbraut, nýjum undirgöngum undir Breiðholtsbraut til móts við Völvufell, vegagerð og göngu- og hjólastígum í Elliðaárdal, auk fleiri verkefna.

Litlar breytingar á nýskráningum fólksbifreiða

Litlar breytingar eru á nýskráningum fólksbifreiða á milli vikna. Það sem af er árinu eru þær 36,9% minni en á sama tíma í fyrra. Nýskráningar fólksbifreiða eru nú alls 6.585 en í fyrra á sama tíma 10.435.

120 ára afmæli bílsins á Íslandi fagnað

Fornbíladagurinn var haldinn hátíðlegur í Árbæjarsafni í gær af tilefni af því að 120 ár eru liðin frá því að fyrsti bíllinn kom til Íslands. Allir sem eiga fornbíl voru sérstaklega hvattir til að mæta og fagna þessum tímamótum.

Viðhaldsaðgerðir á Gullinbrú í Grafarvogi

Viðhaldsaðgerðir sem nú fara fram á Gullinbrú eru hluti af samningi Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar um skilaveg 419 sem ljúka á við á þessu ári. Verktakar sem vinna að þessum framkvæmdum eru Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar í samstarfi við Freyssnet.

Mikil breyting milli ára í sölu á rafbílum

Ný­skrán­ing­ar raf­knú­inna fólks­bíla á Íslandi voru um 75,6% færri á fyrstu sex mánðum ársins í samanburði við sama tímabil á síðasta ári. Nýskráningar hreinna rafmagnsbíla eru 956 það sem af er árinu en voru 3.921 yfir sama tímabil í fyrra. Þegar nýskráningar fólksbifreiða í öllum flokkum er skoðaðir er um 38% samdráttur í bílasölu. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.