06.01.2025
Í umfjöllun á visir.is kemur fram að bensínverð á Íslandi er það þriðja hæsta á heimsvísu og dísilverð það næsthæsta. Framkvæmdastjóri FÍB, Runólfur Ólafsson, segir fákeppni og skort á aðhaldi stjórnvalda skýra gríðarlega hátt verð.
03.01.2025
Samdráttur í nýskráningum fólksbifreiða hér á landi var um tæp 42% á árinu 2024, samanborið við árið 2023. Nýskráningar var alls 11.543 á árinu 2024 en 20.454 árinu á undan að því er fram kemur í tölum frá Samgöngustofu.
02.01.2025
Rafbílar njóta aldei sem fyrr meiri vinælda í Noregi. Árið 2024 voru rafbílar með 89% markaðshlutdeild og jókst salan á þeim um 7% á milli ára.
02.01.2025
Undirbúningur Sundabrautar er á góðri siglingu hjá Vegagerðinni og Reykjavíkurborg. Umhverfismatsskýrsla og breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur verða kynntar með vorinu. Vonir standa til þess að útboðsferli samvinnuverkefnis um Sundabraut geti hafist á árinu 2025 að því er fram kemur á vefsíðu Vegagerðarinnar.
23.12.2024
Japönsku bílaframleiðendurnir Honda og Nissan eru í viðræðum um að sameina fyrirtækin fyrir árið 2026. Í tilkynningu segir að um söguleg stefnubreyting fyrir japanska bílaiðnaðinn sé að ræða sem undirstrikar þá ógn sem kínverskir rafbílaframleiðendur eru nú fyrir rótgróna bílaframleiðendur heimsins.
23.12.2024
Vegagerðin hvetur ökumenn til að fara ekki af stað í ferðalög á milli landshluta fyrr en á milli klukkan 10 og 12. Spáð er mjög slæmu veðri í dag á landinu, sérstaklega vestanlands. Búast má við því að það taki tíma að opna vegi núna í morgunsárið, að sögn Vegagerðarinnar.
20.12.2024
Norskur bíleigandi, Christopher Kahrs, tók slaginn gegn Onepark einu öflugasta bílastæðafyrirtæki Noregs og hafði betur. ,,þeir eru að leika vafasama leiki“, sagði Christopher í viðtali við Motor blað NAF systurfélags FÍB í Noregi. Neytendaráð Noregs undirbýr hópmálsókn út af sambærilegum málum.
20.12.2024
Viðræður forsvarsmanna þýska bílaframleiðandans Volkswagen við verkalýðsfélög þar í landi ganga hægt og virðast komnar í ákveðinn hnút. Eins og komið hefur fram í fréttum hugðist Volkswagen loka að minnsta kosti þremur verksmiðjum sínum í Þýskalandi.
18.12.2024
Samgöngustofa vill vekja athygli á reglum um ljósabúnað, sérstaklega ljósum og gliti á vörubílum. Töluvert hefur verið um fyrirspurnir er varða ljósabúnað þessara bíla, hvort leyfilegt sé að hafa ljósin sem oft sjást á þeim og svo líka kvartað undan ljósmagninu sem stundum er.
17.12.2024
Ölvun í umferðinni getur haft alvarlegar afleiðingar. Engu að síður segja 18%, sem svarar til 787.000 Norðmanna, að þeir hafi ekið undir áhrifum einu sinni eða oftar. Þetta kemur fram í könnun sem nýlega var unin í Noregi. Þegar jólaundirbúningurinn stendur sem hæst með jólaboðum þýðir það aukna hættu á að einhver setjist undir stýri undir áhrifum áfengis eða annara efna eins og dæmin hafa sannað.