04.07.2024
Um miðjan júni kom fram að í uppfærðri aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum að í skoðun væri að banna nýskráningu fólksbifreiða, sendibifreiða og bifhjóla árið sem knúin er með jarðefnaeldsneyti frá með árinu 2028.
04.07.2024
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu um þrjú mælisnið Vegagerðarinnra dróst örlítið saman í júní frá því í sama mánuði fyrir ári. Eigi að síður er þetta næst umferðarmesti júnímánuður á svæðinu. Vegagerðin spáir því nú að umferðin muni aukast um 3,5 prósent í ár á höfuðborgarsvæðinu að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
02.07.2024
Samgöngustofa hefur tengst stafrænu pósthólfi á Ísland.is. Með því gefst kostur á aukinni skilvirkni og betri þjónustu við viðskiptavini.
02.07.2024
Umferðin um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum dróst saman um 1,4 prósent í júní mánuði. Líklegt verður að telja að slæmt veður í upphafi mánaðar gæti hafa haft áhrif á umferðina. Þótt ekki hafi verið slegið met í júní má reikna með að umferðin í ár aukist um nærri fimm prósent.
01.07.2024
Jarðgöng eru nú metin æskilegri kostur fyrir Miklubraut en stokkur sem lengi hefur aðallega verið í umræðunni. Fjórar útfærslur eru til skoðunar fyrir framkvæmdir á Miklabraut, tvær fyrir stokk og tvær fyrir jarðgöng. Að mati þekkingafyrirtækisins EFLU, sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina, ætti að fara með jarðgöng á næsta hönnunarstig.
01.07.2024
Nú standa yfir framkvæmdir og lagfæringar á gatnakerfinu víða á höfuðborgarsvæðinu. Ábendingar hafa borist um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og eins um framkvæmdir beggja vegan Kringlumýrarbrautar í Fossvogi svo eitthvað sé nefnt. Vegfarendur sem þar fara um velta því fyrir sér af hverju sé ekki gengið frá vinnusvæðum eftir vinnudag? Alltaf sömu tafirnir viðvarandi þó vinnudegi sé lokið.
26.06.2024
Þrátt fyrir lækkað verð á rafmagni er gamli góði dísilbíllinn samt enn ódýrasti valkosturinn til lengri ferðalaga eins og suður á bóginn. Bensínbíllinn er dýrastur eins og vænta mátti en þar er komið fram nýtt ráð sem getur hjálpað þér við að spara eldsneytið. Þetta kom fram m.a. í könnun sem Félag danskra bifreiðaeigenda, FDM, gerði nýverið og birti á dögunum.
26.06.2024
Sérstakar reglur um smáfarartæki voru lögfestar þegar Alþingi samþykkti um helgina frumvarp Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra um breytingar á umferðarlögum. Nýju reglurnar hafa þegar tekið gildi. Markmiðið er að auka umferðaröryggi smáfarartækja án þess að standa í vegi fyrir frekari framþróun fjölbreyttari ferðamáta.
25.06.2024
Bílastæði við Keflavíkurflugvöll (KEF) verða vel nýtt í sumar. Þau sem hyggjast leggja leið sína í gegnum flugvöllinn í júní, júlí og ágúst eru hvött til að bóka bílastæði við flugstöðina fyrir fram til að tryggja bílnum stæði. Því fyrr sem stæðið er bókað því betri kjör fást.
23.06.2024
Í uppfærðri aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum er í skoðun að banna nýskráningu fólksbifreiða, sendibifreiða og bifhjóla árið sem knúin er með jarðefnaeldsneyti 2028.