Fréttir

Einn af hverjum fimm segjast hafa ekið undir áhrifum í Noregi

Ölvun í umferðinni getur haft alvarlegar afleiðingar. Engu að síður segja 18%, sem svarar til 787.000 Norðmanna, að þeir hafi ekið undir áhrifum einu sinni eða oftar. Þetta kemur fram í könnun sem nýlega var unin í Noregi. Þegar jólaundirbúningurinn stendur sem hæst með jólaboðum þýðir það aukna hættu á að einhver setjist undir stýri undir áhrifum áfengis eða annara efna eins og dæmin hafa sannað.

Nýskráningar innan Evrópusambandsins jukust í nóvember

Viðsnúningur varð í nóvember í nýskráningum bíla innan Evrópusambandsins. Aukningin nam 1,1% að meðtali innan sambandslandanna. Spánn leiddi þróunina með 7,2% vöxt, á meðan Þýskaland náði 6% aukningu eftir þriggja mánaða samdrátt. Samdráttur var hins vegar í Frakklandi (-11,1%) og Ítalíu (-9,1%).

Fjögur tilboð bárust í land­fyll­ingar Foss­vogs­brúar

Fjögur tilboð bárust í landfyllingar og sjóvarnir vegna nýbyggingar brúar yfir Fossvog. Tilboð voru opnuð í vikunni, nánar tiltekið 10. desember. Verkið er hluti af 1. lotu Borgarlínunnar og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. Því skal að fullu lokið 1. nóvember 2026.

Verð á rafbílarafhlöðum fara lækkandi

Samkvæmt nýrri skýrslu Bloomberg fréttastofunnar hefur verð á rafbílarafhlöðum áfram farið verulega lækkandi það sem af er þessu ári. Bílaframleiðendur í Evrópu hafa þó ekki notið þessara lækkunar til fulls vegna samkeppni frá Kína.

Met í vikulegri sölu á Tesla í Kína

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla seldi 21.900 rafbílum í Kína á fyrstu viku desember, sem er hæsta vikulega sala á fjórða ársfjórðungi 2024, samkvæmt tilkynningu sem Tesla í Kína sendi frá sér.

Hverfahleðslum fjölgar í borginni

Reykjavíkurborg og ON hafa gengið frá samningi um uppsetningu og rekstur hverfahleðslustöðva við 94 götustæði víðs vegar um borgina. Markmiðið er að styðja við orkuskipti í samgöngum með aðgengilegum og notendavænum hleðslulausnum í hverfum borgarinnar.

Stjórnvöld brugðust skjótt við í kjölfar bruna í rafbíl í S-Kóreu

Í septembermánuði sl. kom upp eldur í Mercedes Benz rafbíl í borginni Incheon vestan við höfuðborgina Seúl í S-Kóreu. Bílnum, sem hafði verið lagt í bílakjallara fjölbýlishúss, gjöreyðilagðist í eldinum sem olli að auki skemmdum á yfir 40 öðrum bílum. Það tók slökkviliðið um átta klukkutíma að ráða niðurlögum eldsins í fjölbýlishúsinu. Margar fjölskyldur urðu heimilislausar um tíma en byggingin varð ennfremur fyrir skemmdum.

Lögreglan varar eigendur við því að skilja verðmæti eftir í bílum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn.

Hraðakstur á Sæbraut í Reykjavík

Brot 140 ökumanna voru mynduð á Sæbraut í Reykjavík frá föstudeginum 29. nóvember til mánudagsins 2. desember. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Sæbraut í vesturátt, á gatnamótum við Langholtsveg.

Óvenju hátt hlutfall bifreiða á sumardekkjum um miðjan vetur í Noregi

Norsk könnun leidddi í ljós að 3,4 prósent bifreiða sem komu til tjónauppgjörs hjá tryggingafélaginu IF í janúar og febrúar á þessu ári voru á sumardekkjum.Tölurnar byggjast á tjónauppgjöri yfir 8.000 If-tryggðra bíla á þessum tveimur mánuðum síðasta vetur.