Fréttir

Bikblæðingar í kjölfar hlýinda

Talsvert er um bikblæðingar á vegum nú þegar hlýnað hefur í veðri. Vegfarendur eru beðnir um að aka með gát. Vegagerðin hefur látið sanda vegi þar sem mikið er um bikblæðingar til að reyna að draga úr þeim. Varað er við ástandinu með skiltum og víða hefur hraði verið lækkaður að því er fram kemur á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Blæðir helst úr ársgömlu eða tveggja ára gömlum klæðingum

Rann­sókn á slys­inu í Öxnadal sl. föstudag er um­fangs­mik­il og stend­ur enn yfir. Rúta með 22 erlenda ferðamenn valt á heiðinni. Nokkrir farþegar fengu aðhlynningu á sjúkrahúsi á Akureyri og enn aðrir voru fluttir til Reykjavíkur.

Bílasala dregst saman víða á Norðurlöndum

Það sem af er árinu eru nýskrániningar fólksbifreiða hér á landi 5.736. Á sama tíma á síðasta ári voru þær 8.749 sem er 34,4% samdráttur. Sala í nýorkubílum dregst mikið saman á milli ára. Sala í jarðefnaeldssneytisbílum eykst hins vegar á sama tíma.

Aukið aðgengi að hleðslustöðvum

Nú geta hótel, gisti- og veitingastaðir hringinn í kringum landið fengið hleðslustöðvar í áskrift frá Orku náttúrunnar.

Breytingar á gjaldsvæðum bílastæða í vændum

Breytingar verða gerðar á gjaldsvæðum bílastæða í Reykjavík innan tíðar. Áður en farið verður að innheimta gjald í samræmi við tillöguna verður komið upp viðeigandi merkingum og greiðslubúnaði þar sem þörf er á. Breytingarnar verða kynntar vel áður en gjaldskylda verður tekin upp.

Um 16.000 sænskir ökumenn sektaðir fyrir notkun á farsíma

Á síðasta ári voru um 16.000 sænskir ökumenn sektaðir fyrir notkun á farsíma undir stýri. Sænska lögreglan telur að það sé líklega aðeins brot af öllum sem notar farsíma undir stýri.

Mikill samdráttur í nýskráningum rafmagnsbíla

Bílasala er aðeins að rétta úr kútnum þó enn sé langt í land, samanborið við sölutölur á sama tíma á síðasta ári. Nýskráningar fólksbifreiða eru orðnar 5.258 en voru í fyrra 8.156. Samdrátturinn er 35,5% en hann var töluvert meiri á fyrri mánuðum þessa árs að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Nákvæmnis- og sparaksturskeppni á rafmagnsbílum

Íslandsmótið í nákvæmnissparakstri á rafmagnsbílum fór fram um helgina. Keppnin gengur undir heitinu EcoRally Iceland 2024 / FIA ECO RALLY CUP og er Landsvirkjun einn af stærstu styrktaraðilum keppninnar.

Nýr rafmagnaður Porsche Taycan frumsýndur

Bílabúð Benna frumsýnir nýjan Porsche Taycan nk laugardag kl. 12 í sýningarsal Porsche á Krókhálsi 9. Nýr Taycan er 100% rafknúinn, líkt og forveri hans, en kemur nú með meiri drægni og meira afli ásamt fleiri uppfærslum.

Umferð aukist um 6,3% á Hringvegi frá áramótum

Umferðin í nýliðnum maí mánuði jókst um ríflega fimm prósent frá sama mánuði fyrir ári á Hringveginum og er það í fyrsta sinn sem meira en 100 þúsund ökutæki fara um mælisniðin 16 í maí. Þetta er nokkuð mikil aukning en heldur minni en fyrri mánuði þessa árs. Umferðin frá áramótum hefur nú aukist um 6,3 prósent að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.