Fréttir

Tesla opnar nýjan hleðslugarð í Keflavík

Nýr Supercharger hraðhleðslugarður með 20 stöðvum hefur opnað við Flugvelli 25 í Keflavík, stærsti hleðslugarður Tesla til þessa. Opnunin eru hluti af rammaáætlun sem hefur verið gerð með N1 um opnun Tesla Supercharger hraðhleðslustöðva um land allt.

Dregur úr aukn­ingu umferðar á Hring­veg

Umferðin á Hringveginum í ágúst reyndist 0,7 prósentum meiri en í sama mánuði fyrir ári. Þetta er mun minni aukning en verið hefur alla jafna síðustu misseri. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem umferð eykst takmarkað eða dregur úr henni að því er fram í tölum frá Vegagerðinni.

Vegna umfjöllunar FÍB um strætó og einkabílinn

Vegna umfjöllunar á vefsíðu FÍB um muninn á afkastagetu strætó og fólksbíla í umferðinni, þykir okkur hjá félaginu rétt að taka eftirfarandi fram:

Brúar­viðgerð­ir hafnar á ný

Viðgerðir á brúnni yfir Elliðaár við Árbæjarstíflu eru hafnar á ný. Stutt hlé var gert vegna veiðitímabilsins í Elliðaám en áætlað er að viðgerðum ljúki fyrir lok október.

Leiðrétting á tölum um afkastagetu einkabíla í umferðinni

Fyrr í dag fullyrtum við að á 40 km hraða gætu 450 bílar keyrt á 40 km hraða á tveimur akreinum á einni mínútu. Þetta er reiknivilla, hið rétta er að talan er 150 bílar.

Strætó er ekki afkastameiri en einkabíllinn

Því er oft haldið fram að fullur strætisvagn afkasti meiru en einkabíllinn vegna þess að strætóinn tekur aðeins brot af plássinu á götunum sem einkabílar taka með jafn marga farþega. En þá gleymist að taka með í reikninginn að bílarnir eru allir á ferð og nota plássið því í afar skamman tíma.

Flýtigjöld er rangnefni á vegatollum

Fyrirhuguðum vegatollum á höfuðborgarsvæðinu er ekki ætlað sérstaklega að flýta fyrir umferð, þó að þeir séu kallaðir flýtigjöld.

Fyrirhugaðir vegatollar mismuna fólki eftir efnahag

Sami vegatollur verður lagður á einstaklinginn sem aðeins hefur efni á 10 ára gömlum smábíl og einstaklinginn sem hefur efni á 20 milljón króna jeppa. Tekjulágir borga það sama og tekjuháir.

Vegatollurinn verður hár

Miðað við tekjuáform samgöngusáttmálans af vegatollum á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að þær verði 120 krónur af hverri ferð. En það er ekki allur vegatollurinn, því þetta er upphæðin sem á að fara til þessa að bæta samgöngur.

Vegatollar leysa ekki heimatilbúnar umferðarteppur

FÍB varar eindregið við þeim áformum að fjármagna stóran hluta samgöngusáttmálans með vegatollum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi gjaldtaka hefur ósanngjörn og ruglandi áhrif á verðmat húsnæðis, mismunar fólki eftir búsetu innan sama svæðis og er dæmd til að raska jafnvægi íbúabyggðar og atvinnulífs að því er fram kemur í tilkynningu frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB.