12.02.2025
Þegar þíða kemur í kjölfar frosts og kulda eða þegar miklir umhleypingar eru eykst hættan á því að holur myndist í bundnu slitlagi, malbiki og klæðingu. Holur hafa nú þegar verið að koma fram á götum höfuðborgarsvæðisins og víða um land á síðustu dögum. Eins og dæmin hafa sannað í gegnum tíðina hafa bílar orðið fyrir tjóni við að aka ofan í djúpar holur.
12.02.2025
Starfsfólk Vegagerðarinnar og verktakar vinnur nú að því að gera við holur og aðrar skemmdir sem hafa myndast á vegum víða um land eftir umhleypingasamt veður. Unnið er við erfiðar aðstæður, þar sem umferð ökutækja er mikil, jafnvel dimmt í veðri, mikil rigning og bleyta. Erfitt getur verið fyrir ökumenn að sjá fólk að störfum sem skapar hættu á slysum að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.
11.02.2025
Nýskráningar fólksbifreiða á fyrstu fimm vikum þessa árs eru 31,5% fleiri en á sama tíma í fyrra. Nýskráningar það sem af er á árinu eru alls 688 en voru 523 á fyrstu fimm vikum ársins 2024. Bílar til almennra notkunar er um 75%, alls 515, og til ökutækjaleiga 165 bílar að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu
10.02.2025
Í janúar 2025 jókst umferðin um 4,2% yfir 16 lykilteljara á Hringvegi (1), samanborið við sama mánuð árið áður, og slegið var nýtt umferðarmet með rúmlega 70.000 bílum að jafnaði á dag.
10.02.2025
Árið 2024 breyttust öryggisreglur Euro NCAP fyrir fólksbíla ekki. Nýlega voru birtar voru einkunnir fyrir 53 bíla, þar af voru 41 nýjar bílategundir og 12 viðbótarbílar eða útfærslur. Þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður aðlöguðust nýir aðilar á markaði fljótt að nýjum 5-stjörnu kröfum og sýndu framúrskarandi öryggisstig.
10.02.2025
Mjög mikið er af slæmum holum á Hellisheiðinni og eru vegfarendur beðnir að aka með gát. Stórar og djúpar holur á Hellisheiði og í Kömbum hafa gerta ökumönnum lífið leitt í morgun. Vegagerðin vinnur að viðgerðum á holunum, sem orðið hafa til eftir umhleypingar síðustu daga.
07.02.2025
Kína hefur skipað sér í fremstu röð rafbílaframleiðslu á heimsvísu og er nú leiðandi afl í greininni. Með öflugri tækniþróun, ríkisstuðningi og stórum innlendum markaði hefur kínversk rafbílaframleiðsla skapað mikla samkeppni fyrir evrópska, bandaríska, japanska og kóreska bílaframleiðendur, sem sumir hafa verið ráðandi á markaðnum í meira en heila öld
05.02.2025
Mjög vont veður gengur yfir landið í dag og á morgun. Spáð er stormi og ofsaveðri á landinu öllu. Búast má við miklum samgöngutruflunum, vatnselg og hætta á foktjóni allmikil. FÍB hvetur landsmenn til að gæta að eigum sínum og vera ekki á ferðinni fyrr en veðrið er gengið yfir.
03.02.2025
Úrskurðurinn hefur víðtækar afleiðingar fyrir bílaiðnaðinn í Evrópu, þar sem mörg sjálfstæð verkstæði hafa lengi barist fyrir auknum aðgangi að bílgögnum. Evrópusambandið hefur ítrekað þrýst á bílaframleiðendur að veita jafnan aðgang að þessum upplýsingum, en margir framleiðendur hafa fundið leiðir til að takmarka aðgang með tæknilegum hindrunum.
31.01.2025
Nýskipaður samgönguráðherra Bandaríkjanna, Sean Duffy, hefur fyrirskipað tafarlausa endurskoðun á reglum um eldsneytissparnað ökutækja, í samræmi við orkustefnu Trump stjórnarinnar.