07.03.2025
Princeton háskóli hefur kynnt stóran áfanga í þróun natríumjóna rafhlaðna með nýju bakskautsefni (katóðu). Um er að ræða ódýrari og umhverfisvænni valkost samanborið við hefðbundnar litíumjónarafhlöður. Þessi nýjung gæti verið mikil framþróun í geymslu á raforku og dregið úr eftirspurn eftir sjaldgæfum og dýrum hráefnum eins og litíum og kóbalti.
07.03.2025
Nýskráningar fólksbifreiða í Noregi í febrúar voru 8.949 sem er 35,9% aukning samanborið við slakan febrúar á síðasta ári. Því er spáð að nýskráningar í Noregi verði 135 þúsund á þessu ári.
06.03.2025
Samkvæmt gögnum frá þremur lykilmælisniðum Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu var umferð um stofnvegi svæðisins nánast óbreytt milli febrúarmánaða 2024 og 2025. Aðeins mældist örlítil aukning upp á 0,1% milli ára.
06.03.2025
Talsmaður þýska bílaframleiðandans Porsche tilkynnti í vikunni að fyrirtækið þurfi að fækka starfsmönnum um 1.900 á næstu fjórum árum, til ársins 2029. Þýski bílaframleiðandinn þarf að fækka störfum um 15% á sínum helstu framleiðslustöðvum í Stuttgart-Zuffenhausen og Weissach fyrir árið 2029.
05.03.2025
Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD tilkynnti í vikunni að hann hefði safnað 5,59 milljörðum Bandaríkjadala í frumútboði hlutafjár, sem var aukið að stærð og er stærsta útboð síðustu fjögurra ára í Hong Kong.
05.03.2025
Bílasala fer víðast hvar vel af stað á þessu ári í Evrópu. Nýskráningar fólksbifreiða hér á landi eru líka mun fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Í Svíþjóð svo dæmi sé tekið er fjölgun nýskráninga á fólksbílum, þróun sem virðist ætla að halda áfram.
03.03.2025
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, gagnrýnir að enn sé stefnt að því að innheimta sama kílómetragjald af öllum bílum undir þremur og hálfu tonni. Frumvarpi fjármálaráðherra um kílómetragjald á ökutæki var dreift á Alþingi um helgina.
28.02.2025
Þessi heita kartafla er svokölluð „flýti- og umferðargjöld“ sem byrja átti að innheimta á höfuðborgarsvæðinu í janúar 2023. Rukka átti bíleigendur fyrir akstur milli sveitarfélaga og borgarhluta á tilteknum tímum dags og nota tekjurnar til að fjármagna stórtækar samgönguframkvæmdir samgöngusáttmálans.
27.02.2025
Umsnúningur hefur orðið í nýskráningum fólksbifreiða það sem af er árinu. Nýskráningar voru alls 1.047 bifreiðar á fyrstu sjö vikum ársins en voru 674 á sama tíma á síðasta ári. Aukningin nemur 55,3% en bílasala í febrúar hefur verið sérlega góð. Nýskráningar til almennra notkunar er um 65,8% og til ökutækjaleiga rúmlega 33%. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.
25.02.2025
Japanski bílaframleiðandinn Toyota lofar nú ódýrari vetnisröfölum sem hafa sama endingartíma og dísilvélar. Verð og eyðsla er lægri en áður. Toyota ætlar að halda áfram að fjárfesta í vetni. Þriðju kynslóðar vetnisrafalar eiga að verða hagkvæmari með lægri framleiðslukostnaði, 20% minni eldsneytiseyðslu og tvöföldum líftíma, sambærilegum við dísilvél.