05.07.2022
Grunur er um að settur hafi verið ólöglegur hugbúnaður í yfir 210 þúsund dísilbíla hjá bílaframleiðendunum Hyundai og Kia. Lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu en þetta er ekki í fyrsta skipti sem mál af sama tagi hefur komið upp þar sem svindlað er á útblæstri frá dísilbílum. Frægt er svindlið hjá Volkswagen sem upp kom 2015.
05.07.2022
Vegagerðin stendur fyrir umferðarkönnun á Hringvegi, sunnan og norðan við Borgarnes og á Snæfellsvegi vestan við húsnæði Loftorku, frá 4. júlí til ágúst loka.
01.07.2022
Nú er tímabil ferðalaga og fjölmargir Íslendingar þeysast um landið í leit að besta veðrinu með bílinn hlaðinn fólki og farangri. Eitt af mikilvægustu atriðum til að tryggja gott sumarfrí er að öryggi okkar og annarra í umferðinni sé eins gott og hugsast getur. Allir ökumenn ættu að þekkja mikilvægi þess að hafa ljósabúnað í lagi, dekkin góð og auðvitað tryggja notkun öryggisbelta. Hins vegar eru því miður allt of margir sem eru ekki meðvitaðir um raungetu bílsins til burðar og dráttar. En rétt hleðsla í takt við fyrirmæli framleiðenda getur skipt sköpum fyrir rétt virkni stýringu, hemla ásamt auknu álagi og sliti á hjólabúnað bílsins í heild sinni.
01.07.2022
Bensín fyrir tíu þúsund krónur dugði ökumanni jepplings langleiðina frá Reykjavík til Egilsstaða í fyrra. Nú yrði tankurinn tómur skammt frá Akureyri. Ökumaður jepplings, sem eyðir sjö lítrum á hundraðið og ekur á löglegum hraða, kemst fyrir tíu þúsund króna áfyllingu 161 kílómetra styttra í dag en fyrir ári. Bíllinn kæmist litlu lengra en til Akureyrar fyrir tíuþúsundkallinn, eða að Hálskirkju. Fyrir ári hefði bíllinn komist langleiðina að Egilsstöðum, í Jökuldalinn. Þetta sýna útreikningar FÍB fyrir Fréttablaðið vegna eldsneytishækkana undanfarið.
01.07.2022
Fyrstu sex mánuði ársins voru nýskránngar fólksbifreiða alls 9.268. Fyrir sama tímabil á síðasta ári voru þær alls 6.042 og er því aukningin á milli ára um 53,4%. Nýskráningar til bílaleiga er um 53,9% og til almennra notkunar 45,1%.
29.06.2022
Stríðið í Úkraínu og refsiaðgerðirnar sem Rússar hafa beitt í kjölfarið eiga á hættu að valda skorti á bíladekkjum í heiminum þegar líður á árið. Áhrifa minni framleiðslu á vetrardekkjum gætu samt farið að koma fram þegar nær dregur hausti að því er fram í erlendum fjölmiðlum.
29.06.2022
Sala á bensín- og dísilbílum verður bönnuð innan Evrópusambandsins frá 2035. Umhverfisráðherrar aðildarríkja sambandsins komust að þessari niðurstöðu á fundi sínum í Lúxemborg í morgun. Samningurinn þýðir í raun að ekki verður leyft að selja nýja bíla með brunahreyfla frá og með 2035.
27.06.2022
Stafræna umsókn um bráðabirgðaskírteini er nú að finna á Ísland.is en slík umsókn er fyrsta skrefið að því að hefja ökunám. Einstaklingar geta sótt um frá 16 ára aldri en þá geta tilvonandi ökumenn fyrst hafið ökunám til almennra ökuréttinda.
27.06.2022
Landsréttur staðfesti fyrir helgina niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði ógilt úrskurð kærunefndar útboðsmála frá því í júní 2021 þess efnis að Orka náttúrunnar þyrfti að loka hverfahleðslum í Reykjavík. Taldi úrskurðarnefndin útboðið hafa verið ólöglegt en nú hafa bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur komist að annarri niðurstöðu. Hverfahleðslur ON í Reykjavík fá því að vera opnar áfram, öllum rafbílaeigendum til heilla.
14.06.2022
Í lokaskýrslu starfshóps um smáfarartæki eru kynntar sex tillögur til úrbóta til að auka öryggi notenda smáfarartækja og annarra vegfarenda og styðja við notkun fjölbreyttra umhverfisvænna fararskjóta með öruggum hætti.