15.09.2022
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir fyrirhugaðar skattahækkanir á rafbíla munu hafa mikil áhrif á eftirspurn. Þegar svona breytingum er slengt fram með litlum fyrirvara skapast einhvers konar gullgrafaratilfinning hjá mörgum að því er fram kemur í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.
14.09.2022
Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng.
13.09.2022
Bifreiðakostnaður landsmanna hækkar verulega á næsta ári þegar bensín- og kolefnisgjöld hækka, bifreiðagjald hækkar, nýtt gjald verður sett á rafmagnsbíla og vegtollar koma til framkvæmda. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB segir þetta alltof langt gengið
13.09.2022
Áætlað er að verð á rafbílum hækki á bilinu 600 þúsund til milljónar á næsta ári. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, gangrýnir harðlega óform stjórnvalda um að hækka vörugjöld á bifreiðum.
12.09.2022
Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2023 sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti á fundi í dag kom m.a. fram að nýtt 5% lágmarksvörugjald verður sett á bifreiðar á næsta ári og mun þá fullur afsláttur vegna rafmagnsbíla vera úr sögunni
12.09.2022
Rafbílar eru nú vinsælasti kostur kaupenda þegar sala á nýjum bílum er skoðuð á síðustu átta mánuðum ársins. Ef horft er til seldra fólksbíla þá er Kia söluhæsti rafbíll ársins en alls hafa 356 Kia rafbílar selst á árinu. Tesla er í öðru sæti með 354 selda bíla og Hyundai í því þriðja með 261. Í næstu sætum eru Skoda með 244 bíla selda og Polestar með 228. Þegar talað er um rafbíla er átt við bíla sem aka 100% af sínum akstri á rafmagni.
09.09.2022
Euro NCAP birti nýjar öryggisúttektir á nokkrum bílum í vikunni. Tesla Model Y náði mjög góðum árangri og skýst á toppinn yfir nýlega birta fimm stjörnu bíla. Nýr rafknúinn Genesis GV60 (lúxusmerki Hyundai) heldur áfram 5 stjörnu velgengni GV70 og GV80 sem voru prófaðar á síðasta ári. Euro NCAP prófaði einnig tvo nýliða frá kínverska framleiðandanum Great Wall Motor Company. Bæði ORA Funky Cat og WEY Coffee 01 náðu fimm stjörnum. Athygli vekur að nýr Kia Niro fékk aðeins fjórar stjörnur í staðalútgáfu en Niro með auka öryggispakka náði fimm stjörnum.
02.09.2022
Samkvæmt samanburði á eldsneytisverði í 34 Evrópulöndum á vefsíðunni www.tolls.eu þá njótum við Íslendingar þess vafasama heiðurs að borga hæsta bensínverðið í Evrópu. Samanburðurinn nær yfir meðalverð á bensín- og dísillítra í löndunum þann 29. ágúst 2022. Verðin eru uppreiknuð með skráðu viðmiðunargengi Evru hjá Seðlabanka Íslands.
11.08.2022
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir kílómetragjald sanngjörnustu og skynsamlegustu leiðina til að innheimta gjald af bílum og umferð til lengdar. Hann bendir á að eigendum farartækja fjölgi sem ekki greiða fyrir notkun vegakerfisins með sama hætti og á við um bensín- og dísilbíla. Þetta kemur fram í innsendri grein Runólfs Ólfssonar í Fréttablaðinu í dag sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan.
10.08.2022
FÍB hefur ítrekað gagnrýnt óeðlilega hátt bensín- og dísilolíuverð hér á landi. Hráolíuverð á mörkuðum hefur lækkað um næstum 30% á tveimur mánuðum. Á sama tíma hefur bensínverð á Íslandi farið niður um 4,2% og dísilverð um 4,7%. Til samanburðar hefur bensín í Danmörku lækkað um 18,4% og dísilolía um 16,8%. Bensínverð á Íslandi og í Danmörku var svipað í báðum löndum snemma í júní. Núna er verðmunurinn á milli landanna yfir 55 krónur á hvern lítra af bensíni.