21.07.2022
,,Olíufélögin hér á landi rukka of hátt verð fyrir eldsneyti. Þau séu fljót að hækka verð þegar heimsmarkaðsverð fer upp á við en séu að sama skapi sein að lækka verðið þegar heimsmarkaðsverð lækki eins og reyndin hefur verið á síðustu vikum,“ sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í morgunþætti á Rás 2 í morgun.
21.07.2022
Tekjur ríkissjóðs af eldsneytisgjöldum og vörugjöldum ökutækja munu líklega lækka um tuttugu milljarða króna á þessu ári vegna örrar fjölgunar rafbíla hér á landi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Vinna er hafin í fjármálaráðuneytinu við að breyta gjaldtöku af bifreiðum eftir öra fjölgun rafbíla hér á landi, sem er samkvæmt bjartsýnustu vonum. Þetta kemur fram í umfjöllun í Fréttablaðinu í dag.
20.07.2022
Þingmaður Sunnlendinga, Grindvíkingurinn Vilhjálmur Árnason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis sagði í viðtali í fréttum RÚV í gær 19. júli að hann vildi hefja gjaldtöku á stofnbrautum til og frá höfuðborgarsvæðinu sem fyrst: https://www.ruv.is/frett/2022/07/19/butasaumur-i-samgongum
20.07.2022
Júlí er aðal orlofsmánuður Íslendinga enda hásumar. Langferðalög um eyjuna fögru eru gjarnan hluti af sumarleyfi fjölskyldna og hátt eldsneytisverð hefur neikvæð áhrif á heimilisbókhaldið. Því miður virðast fákeppnisbarónarnir á íslenska olíumarkaðnum telja eðlilegt að skila ekki verðlækkunum á heimsmarkaði til neytenda enda hafa þeir aukið álagningu sína á hvern bensínlítra milli mánaða um 40%. Álagningarokur ofan á óvenju hátt heimsmarkaðsverð eykur einnig tekjur af erlendum ferðamönnum enda vegir landsins þétt skipaðir ökutækjum erlendra gesta. Það er ljóst að þessi mikla umferð skapar freistingu hjá þeim sem óttast ekki samkeppni um viðskipti enda eru öll olíufélögin að taka þátt í okrinu.
20.07.2022
Drög að reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 11. ágúst 2022 að því er fram kemur í tilkynningu frá innviðarráðuneytinu.
15.07.2022
Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra sem boðar gríðarlega aukna skattheimtu af bíleigendum með vegtollum í öllum jarðgöngum til viðbótar við vegtolla af svokölluðum samvinnuleiðum sem pólitískur orðaleikur um einkavæðingu hluta sameiginlegs vegakerfis landsmanna.
13.07.2022
Vegfarendur um Sæbraut hafa eflaust orðið varir við framkvæmdir sem þar standa nú yfir. Unnið er að því að lengja vinstribeygju akrein á Sæbraut inn á Skeiðarvog úr 90 metrum í 180 metra í þeim tilgangi að bæta umferðaröryggi og umferðarflæði á þessum slóðum. Núverandi beygjuakrein hefur verið lokað að hluta vegna þessara framkvæmda.
11.07.2022
Umferðin í nýliðnum júní er sú mesta sem mælst hefur yfir 16 lykilteljara Vegagerðarinnar í júní en hún reyndist vera tæpum 6% meiri en í sama mánuði á síðasta ári og rétt rúmum 2% yfir gamla metinu, sem sett var árið 2019. Útlit er fyrir að umferðin sé að ná fyrri styrk eftir bakslag vegna Covid-19 árið 2020 og 2021 af því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
07.07.2022
Borið hefur á því að Íslendingar á ferðalagi erlendis hafi lent í vandræðum á bílaleigum þegar þeir geta einungis lagt fram ökuskírteini á stafrænu formi. Þangað til annað verður ákveðið er bara hægt að framvísa stafrænu ökuskírteini hér á landi. Það er því afar brýnt að Íslendingar sem hyggja á ferðalög erlendis hafi þetta í huga og hafi hefðbundið ökuskíretini alltaf meðferðis.
06.07.2022
Líkt og neytendur vita er eldsneytisverð í hæstu hæðum um þessar mundir. Verðin tóku að hækka á heimsmarkaði þegar heljartök Covid-19 fóru að losna og athafnalíf um víða veröld tók við sér. Þessu fylgdi aukin eftirspurn eftir olíu á mörkuðum þar sem olíuframleiðsla hafði dregist saman í heimsfaraldrinum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur gert ástandið enn alvarlegra með tilheyrandi hækkun á olíumörkuðum.