Fréttir

Langflestar nýskráningar í Toyota

Það sem af er á árinu eru nýksráningar fólksbifreiða 7.576 en á sama tíma á síðasta áru voru þær 4.965. Aukningin í ár nemur því alls 52,6%. Bílar til almennra notkunar og bílaleiga er nánast hnífjöfn.

Brimborg fær viðurkenningu frá Volvo Cars

Brimborg var valin í Excellence club hjá Volvo Cars þriðja árið í röð fyrst allra landa. Ozge Ugurluel svæðisstjóri hjá EMEA Importers og Moris Bayar yfirmaður sölumála hjá EMEA Importers hjá Volvo Cars komu til landsins og afhentu verðlaunin í sýningarsal Volvo á Íslandi.

Aldrei meiri umferð í maí á Hringvegi

Umferðin á Hringvegi í maí jókst talsvert mikið eða um tæp tíu prósent. Aldrei hefur mælst jafn miki umferð í maí og núna. Met frá árinu 2019 var slegið. Reikna má með að umferðin í ár aukist um meira en þrjú prósent og gangi það eftir verður met umferðarár í ár af því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Um 28 milljarðar í skattaívilnanir vegna vistvænna bíla

27,5 milljarðar hafa verið veittir í skattaívilnanir vegna vistvænna bíla á árunum 2012-2022. Fyrir vikið hefur mikill árangur náðst í orkuskiptum fólksbílaflotans og er Ísland komið meðal fremstu þjóða á heimsvísu í rafbílavæðingu.

Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér

Vitundarátakið; Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér, mun standa yfir í sumar. Af því tilefni var ritað undir viljayfirlýsingu þess efnis og kynnt til leiks eftirtektarverð skilti á morgunverðarfundi um öryggi starfsfólks við vegavinnu sem Vegagerðin stóð fyrir þriðjudaginn 7. júní 2022.

Brimborg stækkar bílaþjónustunetið

Brimborg stækkar þjónustunetið og eykur þjónustu við bíleigendur þeirra merkja sem Brimborg er umboðsaðili fyrir með því að bæta við tveimur verkstæðum á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Vélaland bílaverkstæði.

Stjórnvöld krafin um viðbrögð vegna ofurhækkunar á bílaeldsneyti

Kostnaðarverð bensínlítra á heimsmarkaði fór í dag yfir 150 íslenskar krónur. Við upphaf innrásar Rússa í Úkraínu 24. febrúar sl. var verð á lítra af bensíni á heimsmarkaði undir 100 krónum. Dísillítri kostaði þá ríflega 101 krónu en er um þessar mundir í ríflega 144 krónum. Ef farið er ár aftur í tímann og verðin könnuð 1. júní 2021 þá var bensínlítrinn í tæplega 70 krónum og dísillítrinn í 69 krónum.

Úthlutun atvinnuleyfa til aksturs leigubifreiða

Samgöngustofa auglýsir laus til umsókna 100 leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á takmörkunarsvæði I á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.

Reglur um aukið eftirlit með öryggi vegamannvirkja taka gildi

Nýjar og skýrar reglur hafa verið settar um sjálfstætt eftirlit með öryggi vegamannvirkja. Þær tóku gildi í lok maí með breytingu á reglugerð nr. 866/2011 um öryggisstjórnun vegamannvirkja.

Nýskráningar fyrstu fimm mánuði ársins voru 6.833

Nýskráningar fólksbifreiða fyrstu fimm mánuði ársins voru 6.833 en yfir sama tímbil á síðasta ári voru þær 4.208. Aukningin á milli ára er því um 62,8%. Þetta er að finna í tölum frá Bílagreinasambandinu.