16.06.2021
Alþjóða akstursíþróttasambandsins, FIA, í samstarfi við alþjóða samgönguvettvanginn, ITF, hafa tekið í notkun nýja vefsíðu um bætt aðgengi fyrir hreyfihamlaða ökumenn.Yfir einn milljarður manna í heiminum býr við einhvers konar fötlun. Í mörgum löndum er fatlað fólk mikilvægur og vaxandi hluti samfélagsins.
16.06.2021
Kærunefnd útboðsmála hefur lagt fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt á Reykjavíkurborg og gert henni að bjóða út að nýju uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla. Þá telur kærunefndin að Reykjavíkurborg sé skaðabótaskyld gagnvart Ísorku og er auk þess gert að greiða fyrirtækinu allan málskostnað, tvær milljónir króna. Þetta kemur fram á ruv.is
15.06.2021
Neytendastofu barst tilkynning í mars um innköllun á bíldekkjum frá framleiðandanum Cooper Tire & Rubber Company ("Cooper") vegna hættu sem skapast getur í tengslum við öryggi bifreiða. Um er að ræða vandamál við framleiðslu dekkja á tímabilinu 1. febrúar 2018 til 1. desember 2019 að því fram kemur í tilkynningu frá Neytendastofu.
15.06.2021
Sjálfsbjörg og ON hafa undirritað samstarfssamning sem miðar að því að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra að allri þjónustu og hleðslustöðvum ON um land allt. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir samstarfið mikið gæfuspor sem muni hjálpa fötluðu fólki að taka fullan þátt í orkuskiptum í samgöngum.
14.06.2021
Nýskráningum fólksbifreiða það sem af er árinu eru orðnar 4.923. Á sama tímabili í fyrra voru þær 3.649 og er því aukningin um 34,9%. Síðustu mánuði hefur sala í nýjum bílum verið líflegra móti en í maí voru nýskráningr 1.331 og var um metmánuð að ræða á þessu ári. Líklega má telja að nýskráningar í þessum mánuði muni mjakast upp á við og verða í hærri kantinum áður en mánuðurinn er allur. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Bílgreinasambandinu.
11.06.2021
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 1394 Mitsubishi Lancer Staton Wagon, Lancer, Colt, Pajero Pinin, Space Runner, L400 og Pajero bifreiðar af árgerð 1996-2000.
11.06.2021
Framkvæmdir standa nú yfir við endurnýjun vatns- og fráveitu í Vesturbæ Reykjavíkur og af þeim sökum verður Mýrargata lokuð fyrir bílaumferð næstu þrjár vikurnar. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þýðir þetta að Hringbraut verður eina stofnbrautin fyrir þá sem eiga leið út á Granda og Seltjarnarnes. Lokunin hefur það í för með sér að olíuflutningar úr Örfirisey munu alfarið fara fram um Hringbraut.
11.06.2021
Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis leggur til að skilagjald af bílum verði hækkað í 30.000 krónur, en það hefur verið 20.000 krónur í um sex ár. Þetta kemur fram í breytingatillögu við frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald.
10.06.2021
Eins og kom fram á fib.is á dögunum munu framkvæmdir sem Vegagerðin hefur boðað til kosta ríflega 35 milljarða króna, þar af eru 23,4 milljarðar ætlaðir til nýframkvæmda og um 12 milljarðar til viðhalds.
10.06.2021
N1 hefur skrifað undir samning við Öskju um kaup á 20 hraðhleðslustöðvum. Þær eru allt að 400 kw og eru því öflugustu hraðhleðslustöðvar landsins. Með kaupunum fjölgar hraðhleðslustöðvum N1 á lykilstaðsetningum um þjóðvegi landsins á næstu mánuðum, að því er segir í tilkynningu.