05.05.2021
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum apríl mánuði reyndist nærri þriðjungi meiri en í sama mánuði fyrir ári. Aukningin skýrist af Covid-faraldrinum. Frá áramótum hefur umferðin aukist um ríflega tíu prósent miðað við árið 2020 en dregist saman um tæp fjögur prósent sé tekið mið af árinu 2019 að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
03.05.2021
Nú liggja sölutölur fyrir í nýskráningum fólksbíla fyrstu fjóra mánuði ársins og kemur í ljós að markaðurinn virðist vera að ná jafnvægi. Á fyrstu fjórum mánuðunum ársins voru nýskráningar alls 2.870 en á sama tímabili í fyrra voru þær 2.853 og er það samdráttur sem nemur 0,6%. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.
03.05.2021
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju ehf um að innkalla þurfi 227 Mercedes-Benz C-Class og GLC bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að kælimiðilslögn sé ekki rétt staðsett sem gæti valdið hættu lendi bifreiðin í tjóni.
03.05.2021
Vegurinn inn í Mjóafjörð hefur verið opnaður. Aðeins tók tvo daga að ryðja í gegnum skaflana sem á köflum voru tveir og hálfur metri á hæð. Í fyrra tók verkið fjóra daga og stálið víða fimm metra þykkt.
03.05.2021
Á síðasta ári var formlega kynnt að Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefði samþykkt formlega Úrskurðarnefnd bílgreina samkvæmt lögum um frjálsa úrskurðaraðila á sviði neytendamála nr. 81/2019. Nú hefur nefndin formlega hafið störf. Úrskurðarnefnd bílgreina tekur til meðferðar og úrskurðar, eftir því sem samþykktir gera ráð fyrir, hvers konar kvartanir frá neytendum, bæði innanlands og yfir landamæri, vegna kaupa á vöru og/eða þjónustu af fyrirtækjum innan Bílgreinasambandsins.
28.04.2021
Land Rover Defender var í vikunni kjörinn best hannaði bíll ársins 2021 (World Car Design of the Year 2021) á árlegri verðlaunahátíð World Car Awards í Toronto sem af sóttvarnaástæðum var send út í streymi á netinu.
27.04.2021
Tryggingafélagið Sjóvá hefur nú bætt kaskótryggingu viðskiptavini félagsins og gerir hana enn víðtækari en áður. Kaskótryggingin bætir nú meðal annars tjón sem verður á rafhlöðu raf- eða tvinnbíla, vél eða gírkassa ef bíllinn rekst niður eða eitthvað hrekkur upp undir hann við venjulegan akstur, annars staðar en á fjallvegum, slóðum, utan vega eða yfir óbrúaðar ár.
26.04.2021
Það sem af er árinu eru nýskráningar alls 2.632. Yfir sama tímabil í fyrra voru þær 2.736 og er samdrátturinn því 3,8%. Þetta er ef till vísbending um að bílasala sé smám saman að rétta úr kútnum af því fram kemur í tölum frá Bílagreinasambandinu.
26.04.2021
Vorhreinsun í Reykjavík er komin vel af stað og nú er komið að húsagötum. Forsópun hefst í dag mánudaginn 26. apríl, en eftir um viku verða viðkomandi götur síðan sópaðar og þvegnar og er það þá sem nauðsynlegt er að færa bíla. Sú nýbreytni er í ár að daginn áður en íbúagötur eru þvegnar sendir Reykjavíkurborg SMS til að láta íbúa vita.
26.04.2021
Kia vann bæði til Red Dot og iF hönnunarverðlauna á dögunum í flokki stórra sportjeppa fyrir hinn nýja Kia Sorento Plug-in Hybrid. Sorento, sem er flaggskip bílaflota Kia, hefur þegar unnið til fjölda verðlauna á undanförnum mánuðum.