22.05.2021
Í maímánuði 2019 breyttist bensínstöð Orkunnar norðan Miklubrautar í fyrstu fjölorkustöð landsins þar sem ökumenn og aðrir notendur gátu keypt nær alla endurnýjanlega orkugjafa sem framleiddir eru til samgangna hér á landi auk hefðbundis jarðefnaeldsneytis. Um sögulegan atburð var að ræða í orkusölu landsins því að þetta var í fyrsta skipti sem slíkt er gert á sömu áfyllingarstöðinni. Miklar vonir voru bundnar við opnun þessarar stöðvar og þótti hún marka ákveðið upphaf og framfaraspor að margra mati.
21.05.2021
Tæplega þrír af hverjum fjórum Norðmönnum sem keyptu sér nýjan bíl á síðasta ári völdu nýorkubíl. Þetta kemur fram í könnun sem Trading Platforms vann þar sem fram kemur sala á endurhlaðanlegum bílum um heim allan.
21.05.2021
BL hefur tekið við umboði fyrir rafknúin farartæki frá spænska fyrirtækinu Invicta Electric sem selur mismunandi gerðir 100% rafdrifinna fólks- og sendibíla ásamt rafknúnum reiðhjólum, rafmagnsvespum og rafskútum.
21.05.2021
Vegagerðin vinnur að fyrsta áfanga í breikkun Hringvegar (1) um Kjalarnes milli Varmhóla og Vallár. Verkið gengur vel og að jafnaði eru þrjátu starfsmenn við vinnu í mikilli nálægð við þunga umferð. Stór ökutæki þurfa að þvera Hringveginn vegna framkvæmdanna sem skapar hættu bæði fyrir starfsmenn og aðra vegfarendur.
21.05.2021
Gjaldtaka var tekin upp á bílastæðum nú í vikunni við eldgosið í Fagradalsfjalli. Landeigendur hafa ákveðið að hefja gjaldtöku vegna bílastæða á gossvæðinu en mikil kostnaður er framundan við uppbyggingu á svæðinu.
18.05.2021
Fyrsti 100% rafbíllinn frá Subaru, Solterra, er væntanlegur á alla helstu markaði um mitt næsta ár. Solterra, sem er jepplingur í stærðarflokki C, bætist þar með í flóru annarra jepplinga frá Subaru, svo sem Outback, Forester og XV.
17.05.2021
Svo virðist sem bílasala sé að rétta úr kútnum þegar horft er til nýskráningar fólksbifreiða fyrstu tvær vikurnar í maí. Nýskráningar í maí eru orðnar 640 talsins en frá áramótum eru þær 3.510 af því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu. Fyrstu tvær vikurnar á sama tíma í fyrra voru þær 261 og alls fyrstu 18 vikurnar 3.114. Þá var heimsfaraldurinn í miklum vexti sem kom niður á bílasölu.
16.05.2021
FÍB blaðið fjallaði í fyrra um samanburð á iðgjöldum trygginga ökutækja á Norðurlöndunum. Þar kom fram að hér á landi eru iðgjöldin 50-100% hærri en á hinum Norðurlöndunum.
15.05.2021
Tryggingafélögin tilkynna hvert á fætur öðru um fádæma góða afkomu á síðasta ári. Árin þar á undan voru ekki síðri.Þessi mikli hagnaður skrifast alfarið á það að iðgjöld bílatrygginga, einkum ábyrgðartrygginga, erumun hærri en þörf er fyrir.
14.05.2021
Tryggingafélögin hafa nýlega vakið athygli á því að stærsti hluti allra bóta vegna umferðaróhappa sé vegna örorku undir 15%.