12.07.2021
Nýskráðar nýjar fólksbifreiðar eru það sem af er árinu orðnar 6.603. Það er aukning um rúm 40% þegar sölutölur yfir sama tímabil á síðasta ári eru skoðaðar. Nýskráningum til almennra notkunar nema tæplega 60% og til bílaleiga 40% af því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.
09.07.2021
Þýsku bílaframleiðendurnir BMW og Volkswagen hefur verið gert að greiða um 875 milljónir evra fyrir samráð fyrirtækjanna um þróun á mengunarbúnaði í dísilbílum. Samkeppniseftirlit Evrópusambandsins komst að þessari niðurstöðu í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem framkvæmdastjórn sambandsins beitir samkeppnislögum ESB á viðræður keppinauta um tæknilegt samráð.
07.07.2021
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík undirrituðu í gær yfirlýsingu um lagningu Sundabrautar. Stefnt er að því að framkvæmdir við Sundabraut hefjist árið 2026 og að brautin verði tekin í notkun árið 2031. Ríki og borg sammælast um það í yfirlýsingunni að Sundabraut verði lögð alla leið í Kjalarnes í einni samfelldri framkvæmd og að alþjóðleg hönnunarsamkeppni verði haldin um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir valinu.
06.07.2021
Fyrirhugaðar stofnvegaframkvæmdir samgöngusáttmálans á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum voru til umræðu á kynningarfundi Betri samgangna og Vegagerðarinnar sem haldinn var í morgun.
06.07.2021
Vegna framkvæmda verður Hellisheiði lokað á morgun frá klukkan átta um morguninn til miðnættis. Umferð verður beint um hjáleið um Þrengsli á meðan lokun stendur. Þeir sem eiga erindi í Hellisheiðarvirkjun verður þó hleypt í gegn.
05.07.2021
Vegagerðin vinnur nú að hönnun Fjarðarheiðarganga, bæði jarðganga og aðkomuvega. Sú vinna er á áætlun og miðað er við að henni verði lokið vorið 2022. Samhliða er unnið að mati á umhverfisáhrifum og er stefnan að henni ljúki í febrúar 2022.
05.07.2021
Mercedes-Benz hefur kynnt nýjan eActros flutningabíl sem er hreinn rafbíll. Drægni eActros er allt að 400 km en rafhlöðupakkar bílsins skila honum 420 kW að afli. Við hönnun á bílnum hefur verið lögð áhersla á hagkvæmni í rekstri og stafrænar lausnir.
02.07.2021
Nýskráningar fólksbifreiða fyrstu sex mánuði ársins ligga nú fyrir og kemur í ljós að þær eru alls 6.040 af því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu. Á sama tímabili í fyrra námu þær alls 4.193 þannig að aukningin nemur alls 44%. Nýskráningar í júní voru alls 1.834 en í sama mánuði í fyrra voru þær alls 824 og aukningin því um 122,6%. Júní mánuður er langstærsti sölumánuður ársins. Nýskráningar til almennra notkunar eru 61,0% og til bílaleiga 37,9% það sem af er árinu.
02.07.2021
Mitsubishi hefur tilkynnt um innköllun á Mitsubishi af gerðinni ASX, Eclipse Cross og Outlander árgerð 2017 til 2020. Ástæða innköllunar er sú að vegna forritunarvillu er hætta á að árekstrarviðvörunarkerfi að framan (FCM) greini ranglega myndir frá myndavél bílsins og virkjar sjálfvirka hemlun og viðvörunarskilaboð.
01.07.2021
Meirihluti er hlynntur þverun Vatnsfjarðar af því fram kemur í könnun sem unnin var af fyrirtækinu ENVALYS að beiðni Samgöngufélagsins. Svo sem í könnuninni kemur fram tóku 398 einstaklingar þátt í henni, en hún var öllum opin. Skiptust þeir í hópa eftir búsetu ( íbúar í Vesturbyggð, íbúar á Vestfjörðum utan Vesturbyggðar og íbúar annars staðar). Þá var þeim skipt eftir kyni og loks eftir aldri, (yngri en 25 ára, 25 til 44 ára, 45 ára til 66 ára og 67 ára og eldri).