08.09.2021
Þýskir slökkviliðar sem slökkva elda sem upp koma í bílum hafa þessa dagana uppi kröfur á hendur framleiðendum rafbíla að þeir hafi á sínum vegum viðbragðsteymi sérfræðinga sem hægt er að leita til eða kalla út ef eldar kvikna í rafbílum. Þeir krefjast þess ennfremur að aðgangur sé greiður að öllum upplýsingum sem máli skipta og varða eldhættu í rafbílum.
07.09.2021
Meðan kóvítið hefur herjað undanfarin ár hafa stóru bílasýningarnar í heiminum legið niðri að mestu leyti, en nú er það að breytast. Stóra evrópska bílasýningin sem haldin var annað hvert ár í Frankfurt í Þýskalandi á móti öðru hverju í París í Frakklandi var opnuð almenningi í morgun (7. sept.). Sýningin er þó að þessu sinni ekki í Frankfurt heldur flutt suður á bóginn til Munchen í Bayern.
07.09.2021
Grænbók um samgöngumál, þar sem greind er staða málaflokksins og lagður grundvöllur fyrir endurskoðaða stefnumótun í samgöngum til fimmtán ára, hefur nú verið birt ásamt fylgigögnum á vef ráðuneytisins.
07.09.2021
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst jókst um tæp sex prósent frá fyrra ári sem er töluvert mikil aukning. Hún dugir þó ekki til þess að umferðin nái sömu hæðum og fyrir kórónuveirufaraldurinn eða árið 2019. Reikna má með að umferðin muni aukast um 6,3 prósent í ár samkvæmt tölum frá Vegagerðinni.
03.09.2021
Ný viðamikil rannsókn á vistferilsspori og útlosun ökutækja -rafbílar mun umhverfismildari en bensín- og dísilbílar.
Í nýrri skýrslu frá bandarísku samtökunum International Council on Clean Transportation (ICCT) kemur fram að aðeins hreinir rafbílar og vetnisknúnir bílar draga nægjanlega úr losun gróðurhúsalofttegunda til að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hitaaukningu í heiminum vel undir 2 gráðum.
03.09.2021
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 86 Subaru VX bifreiðar af árgerð 2018-2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að boltar á festingu fyrir jafnvægisstöng geti losnað.
02.09.2021
Tryggingafélögin græða á tá og fingri eins og viðskiptafréttir bera með sér. Kemur auðvitað ekki á óvart, viðskiptamódelið er skothelt: Engin verðsamkeppni, stöðug hækkun iðgjalda, minnkandi kostnaður og velþóknun stjórnvalda.
02.09.2021
Samþykktar endurkröfur á tjónvalda í umferðinni námu alls tæpum 143 milljónum króna árið 2020 og tæpum 96 milljónum árið 2019 að því fram kemur í tilkynningu frá endurkröfunefnd.
01.09.2021
Skilti sett upp sérstaklega fyrir þá sem í heimildarleysi aka móti einstefnu?
01.09.2021
Tryggingafélögin eru nú að uppfæra kaskótryggingar bifreiða þannig að þær nái framvegis einnig til tjóna á undirvagni bíla. Breytingarnar taka yfirleitt gildi við næstu endurnýjun bifreiðatrygginganna.