06.07.2021
Fyrirhugaðar stofnvegaframkvæmdir samgöngusáttmálans á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum voru til umræðu á kynningarfundi Betri samgangna og Vegagerðarinnar sem haldinn var í morgun.
06.07.2021
Vegna framkvæmda verður Hellisheiði lokað á morgun frá klukkan átta um morguninn til miðnættis. Umferð verður beint um hjáleið um Þrengsli á meðan lokun stendur. Þeir sem eiga erindi í Hellisheiðarvirkjun verður þó hleypt í gegn.
05.07.2021
Vegagerðin vinnur nú að hönnun Fjarðarheiðarganga, bæði jarðganga og aðkomuvega. Sú vinna er á áætlun og miðað er við að henni verði lokið vorið 2022. Samhliða er unnið að mati á umhverfisáhrifum og er stefnan að henni ljúki í febrúar 2022.
05.07.2021
Mercedes-Benz hefur kynnt nýjan eActros flutningabíl sem er hreinn rafbíll. Drægni eActros er allt að 400 km en rafhlöðupakkar bílsins skila honum 420 kW að afli. Við hönnun á bílnum hefur verið lögð áhersla á hagkvæmni í rekstri og stafrænar lausnir.
02.07.2021
Nýskráningar fólksbifreiða fyrstu sex mánuði ársins ligga nú fyrir og kemur í ljós að þær eru alls 6.040 af því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu. Á sama tímabili í fyrra námu þær alls 4.193 þannig að aukningin nemur alls 44%. Nýskráningar í júní voru alls 1.834 en í sama mánuði í fyrra voru þær alls 824 og aukningin því um 122,6%. Júní mánuður er langstærsti sölumánuður ársins. Nýskráningar til almennra notkunar eru 61,0% og til bílaleiga 37,9% það sem af er árinu.
02.07.2021
Mitsubishi hefur tilkynnt um innköllun á Mitsubishi af gerðinni ASX, Eclipse Cross og Outlander árgerð 2017 til 2020. Ástæða innköllunar er sú að vegna forritunarvillu er hætta á að árekstrarviðvörunarkerfi að framan (FCM) greini ranglega myndir frá myndavél bílsins og virkjar sjálfvirka hemlun og viðvörunarskilaboð.
01.07.2021
Meirihluti er hlynntur þverun Vatnsfjarðar af því fram kemur í könnun sem unnin var af fyrirtækinu ENVALYS að beiðni Samgöngufélagsins. Svo sem í könnuninni kemur fram tóku 398 einstaklingar þátt í henni, en hún var öllum opin. Skiptust þeir í hópa eftir búsetu ( íbúar í Vesturbyggð, íbúar á Vestfjörðum utan Vesturbyggðar og íbúar annars staðar). Þá var þeim skipt eftir kyni og loks eftir aldri, (yngri en 25 ára, 25 til 44 ára, 45 ára til 66 ára og 67 ára og eldri).
30.06.2021
Framkvæmdir eru hafnar að nýju bílasölusvæði að Krókhálsi 7. Um er að ræða nýtt og fullkomið bílasölusvæði sem mun bjóða upp á gríðarlega gott úrval af notuðum bílum frá öllum helstu bílamerkjum.
30.06.2021
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart bílasölunni 100 bílar vegna tilboðsauglýsinga fyrirtækisins. Að því fram kemur í tilkynningu Neytendastofu barst ábending þar sem kvartað var yfir að bifreiðar voru auglýstar á tilboði án þess að fyrra verð væri tilgreint og að tilboðið hafi varað lengur en í sex vikur. Þá var kvartað yfir að þrátt fyrir að auglýst hafi verið að um takmarkað magn væri að ræða kæmi ekki fram í auglýsingunum hversu margar bifreiðar væru fáanlegar á tilboðsverði.
29.06.2021
Nærri fimmtíu króna verðmunur er á ódýrasta bensínlítranum og þeim dýrasta. Þannig er sextíu og fjórum þúsund krónum dýrara á ári að kaupa bensín á fjölskyldubílinn ef alltaf er keypt þar sem dýrast er en ef dælt er þar sem verðið er lægst. Hægt er að spara sér töluverðar fjárhæðir með að aka nokkra kílómetra milli stöðva á höfuðborgarsvæðinu að því fram kemur á ruv.is í umfjöllun um málið.