02.09.2021
Samþykktar endurkröfur á tjónvalda í umferðinni námu alls tæpum 143 milljónum króna árið 2020 og tæpum 96 milljónum árið 2019 að því fram kemur í tilkynningu frá endurkröfunefnd.
01.09.2021
Skilti sett upp sérstaklega fyrir þá sem í heimildarleysi aka móti einstefnu?
01.09.2021
Tryggingafélögin eru nú að uppfæra kaskótryggingar bifreiða þannig að þær nái framvegis einnig til tjóna á undirvagni bíla. Breytingarnar taka yfirleitt gildi við næstu endurnýjun bifreiðatrygginganna.
01.09.2021
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Tesla Motors Iceland um að innkalla þurfi 24 Model 3 bifreiðar af árgerð 2018 - 2021. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að herða þurfi bolta í bremsudælum.
29.07.2021
Góð rafbílasala á flestum mörkuðum í ár. Einn af fimm nýjum bílum í Evrópu í júní var raftengjanlegur og þar af var helmingurinn hreinir rafbílar.Tesla Model 3 er vinsælasti rafbíllinn.
16.07.2021
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gefið út skýrslu um stöðu barna og ungmenna í samgöngum. Í gildandi samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 er lögð áhersla á að taka betur mið af þörfum barna og ungmenna við stefnumörkun og uppbyggingu í samgöngum. Skýrslan er unnin í samvinnu við Vegagerðina, Samgöngustofu og Samband íslenskra sveitarfélaga. Í henni eru sett fram þrjú lykilviðfangsefni um aukið samráð, fræðslu og öryggisaðgerðir.
16.07.2021
Nokkuð hefur borið á því í Svíþjóð í sumar að hundaeigendur skilji hunda sína eftir eina í bílum sínum þegar heitt er í veðri. Að skilja hund eða kött eftir í bíl á heitum degi er hættulegt fyrir dýrið - jafnvel þó það sé aðeins skilið eftir þar í stuttan tíma. Það er brot á lögum um dýraníð og getur varðað fangelsi. Þrátt fyrir þetta hefur sænsku lögreglunni undanfarnar vikur borist tilkynningar frá vegfarendum sem hafa séð hunda lokaða í bílum að því fram kemur hjá sænsku fréttastofunni TT.
15.07.2021
Umferðin á Hringveginum í júní jókst um rúm sex prósent frá því í sama mánuði í fyrra að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni. Umferðin er eigi að síður ríflega þremur prósentum minni en hún var árið 2019 í þeim sama mánuði. Útilit er fyrir að umferðin í ár aukist um átt til níu prósent sem myndi samt ekki duga til að jafna umferðina árið 2019.
13.07.2021
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum hf. um að innkalla þurfi 329 Suzuki Jimny bifreiðar af árgerð 2018-2020. Ástæða innköllunarinnar er mögulegur hönnunargalli í raflögnum í hurðum að framan.
12.07.2021
Samkvæmt spá verkfræðistofunnar Mannvits þá munu um 52.000 ökutæki fara um Reykjanesbraut á sólarhring árið 2044. Þetta þýðir um 165% aukningu frá því sem nú er. Aðalástæðan fyrir þessari aukningu er aukinn fjöldi ferðamanna og flugumferðar um Keflavíkurflugvöll.