11.06.2021
Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis leggur til að skilagjald af bílum verði hækkað í 30.000 krónur, en það hefur verið 20.000 krónur í um sex ár. Þetta kemur fram í breytingatillögu við frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald.
10.06.2021
Eins og kom fram á fib.is á dögunum munu framkvæmdir sem Vegagerðin hefur boðað til kosta ríflega 35 milljarða króna, þar af eru 23,4 milljarðar ætlaðir til nýframkvæmda og um 12 milljarðar til viðhalds.
10.06.2021
N1 hefur skrifað undir samning við Öskju um kaup á 20 hraðhleðslustöðvum. Þær eru allt að 400 kw og eru því öflugustu hraðhleðslustöðvar landsins. Með kaupunum fjölgar hraðhleðslustöðvum N1 á lykilstaðsetningum um þjóðvegi landsins á næstu mánuðum, að því er segir í tilkynningu.
10.06.2021
Umferðin á Hrinvegi í nýliðnum maímánuði jókst um 8,4 prósent frá því í maí í fyrra sem er þó ekki jafnmikið og hún hafði dregist saman í þeim hinum sama maí fyrir ári síðan. Útlit er fyrir að í ár geti umferðin aukist um átta prósent en yrði eigi að síður um sex prósentum minni en árið 2019, sem reyndar var metár að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
08.06.2021
Ljóst er að nýir bílar nokkurra bílaframleiðenda munu ekki koma inn á markað á þeim tíma sem stefnt var að. Korónuveirufaraldurinn á þar stærstan þátt en loka þurfti verksmiðjum um tíma fyrir áramótin og framan af þessu ári. Eins hefur orðið seinkun á afhendingu ýmissa hluta til framleiðslunnar vegna lokanna í heimsfaraldrinum.
08.06.2021
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í maímánuði jókst um átta prósent frá maí í fyrra, sem nær þó ekki að vinna upp hvað umferðin dróst mikið saman þann mánuð fyrir ári. Í ár hefur umferðin á svæðinu aukist um 10 prósent og útlit fyrir að umferðin í ár aukist um 8,5 prósent. Þá yrði umferðin eigi að síður 2,5 prósentum minni en hún var árið 2019 að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
07.06.2021
Volkswagen ID-4 hlaut Stálstýrið en tilkynnt var í kvöld um val á bíli ársins 2021 í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands. Það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna sem stendur að þessu kjöri. Bílablaðamenn frá bilablogg.is, Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, FÍB blaðinu, Viðskiptablaðinu og visir.is tóku þátt í lokaprófinu.
07.06.2021
Franskt fjögurra manna teymi setti nýtt met þegar það ók Toyota Mirai yfir þúsund kílómetra á einum vetnisgeymi. Ferðin hófst snemma að morgni dags í maí sl. frá vetnisstöð Hysetco í Orly skammt frá París og lauk eftir 1003 kílómetra. Þá var vetnisgeymirinn næstum tómur.
07.06.2021
Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla hefur gripið til þess ráðs að innkalla þúsundir bifreiða vegna galla sem fram komu sem lúta að öryggisþáttum. Umræddir gallar einskorðast eingöngu við bíla fyrirtækisins á bandarískum markaði.
07.06.2021
Hætt hefur verið við framkvæmdir í Kömbum í dag vegna veðurs. Til stóð að malbika akreinar í báðar áttir neðst í Kömbum en nú hefur verið horfið frá því vegna óhagstæðrar veðurskilyrða.