Fréttir

Ökumenn fari varlega á Kjalarnesi

Vegagerðin vinnur að fyrsta áfanga í breikkun Hringvegar (1) um Kjalarnes milli Varmhóla og Vallár. Verkið gengur vel og að jafnaði eru þrjátu starfsmenn við vinnu í mikilli nálægð við þunga umferð. Stór ökutæki þurfa að þvera Hringveginn vegna framkvæmdanna sem skapar hættu bæði fyrir starfsmenn og aðra vegfarendur.

Gjaldskylda hafin á bílastæðum við eldgosið

Gjaldtaka var tekin upp á bílastæðum nú í vikunni við eldgosið í Fagradalsfjalli. Landeigendur hafa ákveðið að hefja gjaldtöku vegna bílastæða á gossvæðinu en mikil kostnaður er framundan við uppbyggingu á svæðinu.

Solterra verður fyrsti hreini rafbíllinn frá Subaru

Fyrsti 100% rafbíllinn frá Subaru, Solterra, er væntanlegur á alla helstu markaði um mitt næsta ár. Solterra, sem er jepplingur í stærðarflokki C, bætist þar með í flóru annarra jepplinga frá Subaru, svo sem Outback, Forester og XV.

Bílasala að rétta úr kútnum

Svo virðist sem bílasala sé að rétta úr kútnum þegar horft er til nýskráningar fólksbifreiða fyrstu tvær vikurnar í maí. Nýskráningar í maí eru orðnar 640 talsins en frá áramótum eru þær 3.510 af því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu. Fyrstu tvær vikurnar á sama tíma í fyrra voru þær 261 og alls fyrstu 18 vikurnar 3.114. Þá var heimsfaraldurinn í miklum vexti sem kom niður á bílasölu.

Hvernig er hægt að lækka iðgjöld bílatrygginganna?

FÍB blaðið fjallaði í fyrra um samanburð á iðgjöldum trygginga ökutækja á Norðurlöndunum. Þar kom fram að hér á landi eru iðgjöldin 50-100% hærri en á hinum Norðurlöndunum.

Bíleigendur standa undir gróða tryggingafélaganna

Tryggingafélögin tilkynna hvert á fætur öðru um fádæma góða afkomu á síðasta ári. Árin þar á undan voru ekki síðri.Þessi mikli hagnaður skrifast alfarið á það að iðgjöld bílatrygginga, einkum ábyrgðartrygginga, erumun hærri en þörf er fyrir.

Dýru tjónunum fækkar en samt hækka iðgjöldin

Tryggingafélögin hafa nýlega vakið athygli á því að stærsti hluti allra bóta vegna umferðaróhappa sé vegna örorku undir 15%.

Iðgjöld tryggingafélaga á Íslandi hafa hækkað um 38% frá árinu 2015

Iðgjöld tryggingafélaga á Íslandi hafa hækkað um 38% frá árinu 2015, á sama tíma fækkaði umferðarslysum um 15% og slösuðum um 23%. Hækkunin er umfram vísitölu neysluverðs að því er fram kemur í máli Runólfs Ólfssonar framkvæmdastjóra FÍB. Hann segir að samkeppni á íslenskum tryggingamarkaði sé lítil sem enginn.

Mikið starf fram undan við uppbyggingu innviða í Bandaríkjunum

Bandarísk stjórnvöld hafa uppi óform um að fjölga rafknúnum ökutækjum til muna á næstu árum. Stjórnvöld hafa átt í viðræðum við rafbílaframleiðendur um að auka framleiðslu á rafbílum jafnframt því að byggja upp alla innviði og bæta þá til muna. Mikilvægur þáttur í þessu er að tryggja nægt rafmagn og fjármagn til að uppbyggingin gangi hratt og vel fyrir sig. Markmiðið er að byggðar verða 500 þúsund nýjar hleðslustöðvar fyrir árið 2030. Baráttan við loftslagsbreytingar er mikið baráttumál nýrra stjórnvalda og stefnt er að kolefnishlutleysi fyrir árið 2050.

Óeðlilegar hækkanir á iðgjöldum bílatrygginga

Útttekt FÍB sýnir að iðgjöld bílatrygginga hafa hækkað óeðlilega mikið á sama tíma og umferðarslysum hefur fækkað. Munurinn er sláandi; iðgjöld ábyrgðartrygginga hafa hækkað um 38% frá 2015 en á sama tíma hefur slösuðum fækkað um 23% og umferðarslysum um 15%. Þetta kemur fram í umfjöllun um málið í FÍB blaðinu sem var að koma úr prentun og er að berast félagsmönnum þessa dagana.