Fréttir

BL ehf innkallar 81 Renault Master lll bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 81 Renault Master III bifreiðar af árgerð 2018 - 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að skipta þurfi um eldsneytislögn.

Allt að 159% verðmunur á dekkjaskiptum, umfelgun og jafnvægisstillingu

Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á dekkjaskiptum, umfelgun og jafnvægisstillingu hjá 48 fyrirtækjum víðsvegar um landið sem bjóða upp á hjólbarðaþjónustu. Yfir 100% munur var á hæsta og lægsta verði á þjónustunni fyrir allar stærðir bíla í verðkönnun ASÍ sem fór fram þann 20. apríl. Mesti munur á hæsta og lægsta verði var á þjónustu fyrir jepplinga á 16" ál- eða stálfelgum 159%. Minnsti munur var á þjónustunni fyrir smábíla á 14" dekkjum á ál- eða stálfelgum, 109%.

Barátta fyrir lækkun á eldsneytisverði á Suðurnesjum skilaði árangri

Barátta hóps Suðurnesjamanna fyrir lækkun á eldsneytisverði á Suðurnesjum er að skila árangri. Orkan á Fitjum lækkaði í vikunni eldneytisverð á Fitjum um 5 kr. á lítrann og með lykli frá fyrirtækinu fást 10 kr. Í viðbót. Skömmu eftir lækkunina í morgun svaraði Olís með sömu lækkun. Orkan svaraði aftur með aðeins meiri lækkun í kjölfarið að því fram kemur á vefmiðli Víkurfrétta.

Samdráttur í nýskráningum 9,4% það sem af er árinu

Þegar 14 vikur eru liðnar af árinu eru nýskráningar orðnar 2.408. Á sama tímabili í fyrra voru nýskráningar 2.658 og er þetta samdráttur upp á 9,4%. Er þetta töluvert minni samdráttur en vikunum þar á á undan sem gefur kannski fyrirheit um að bílasala er að rétta úr kútnum. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort það verði reyndin. Bílagreinasambandið tók þessar tölur saman.

Gjaldskylda á bílastæðum tekin upp í miðbæ Akureyrar

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum í miðbænum. Stefnt er að því að nýtt fyrirkomulag taki gildi í lok sumars. Tvö gjaldsvæði verða þar sem nú eru gjaldfrjáls klukkustæði, verkefnahópur sem vann að undirbúningi breytinganna leggur til að 200 krónur muni kosta að leggja í klukkustund á öðru svæðinu en 100 krónur á hinu. Embættismönnum bæjarins hefur verið falið að útfæra tillögur, m.a. um gjaldskrá.

Gríðarleg gosumferð á Suðurstrandarvegi

Umferðin um Suðurstrandarveg eftir að hann opnaði eftir að gos hófst í Geldingadölum 19. mars jókst um nærri 500 prósent. Einnig hefur veirð mikil aukning á umferð um Grindavíkurveg og Reykjanesbraut þær fjórar vikur sem gosið hefur staðið og skýrist af gríðarlegur áhuga á að heimsækja gosstöðvarnar.

Sjö manna rafknúinn jepplingur frá Mercedes-Benz

Mercedes-Benz heimsfrumsýndi hinn nýja rafbíl EQB um helgina. EQB er hreinn rafbíll og fimmti bíllinn sem Mercedes-Benz kynnir á stuttum tíma undir merkjum Mercedes-EQ. Nú á dögunum voru bæði EQA og EQS frumsýndir. Fyrsti rafbíll Mercedes-Benz var EQC, þá kom fjölnotabíllinn EQV og enn fleiri bílar undir merkjum EQ eru væntanlegir á næstunni m.a. EQE, sem og jeppaútfærslur af EQE og EQS.

Fyrst um sinn engum sektum beitt fyrir nagladekkjanotkun

Tími nagladekkjanna er liðin en samkvæmt reglugerð er óheimilt að nota nagladekk á tímabilinu frá 15. apríl til og með 31. okt. Því er sá tími runninn upp að bíleigendur verða að skipta yfir á óneglda hjólbarða. Í sömu reglum er þó undanþáguákvæði sem heimilar að nota neglda hjólbarða ef þess er þörf vegna akstursaðstæðna.

Umferðin á Hringveginum að aukast

Umferðin á Hringvegi í mars jókst um nærri 23 prósent frá mars í fyrra en þá hafði kórónufaraldurinn dregið mjög mikið úr umferð. Frá áramótum hefur umferðin aukist um sjö prósent og frá áramótum er aukning í öllum landssvæðum utan Suðurlands þar sem umferð dregst saman. Má það væntanlega rekja til samdráttarins í ferðamennskunni.

Færð og veður - beint í bílinn

Færð og veður – beint í bílinn var heiti morgunfundar Vegagerðarinnar sem var í beinu streymi í morgun. Þar var kynnt hvernig upplýsingar um færð og ástand vega verða gerðar aðgengilegar alþjóðlegum leiðsöguþjónustum en Vegagerðin hefur nú hafið útgáfu þessara upplýsinga á DATEXII (Datex2) staðli Evrópusambandsins.