13.04.2021
Í vikulegu fréttabréfi borgarstjórans í Reykjavík kemur fram að lækkun hraða innan borgarmarkanna geti skapað allt að 40% samdrátt í magni svifryks ef keyrt yrði á 30 km hraða í stað 50 km. Fram kemur í fréttabréfi borgarstjórans að þetta séu mikilvægar upplýsingar og eiga að leggja grunn að frekari hraðalækkunum innan borgarinnar eins og aðrar borgir sem við berum okkur saman við eru að gera.
12.04.2021
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í mars var miklu meiri en hún var í sama mánuði fyrir ári síðan, eða nærri 25 prósentum meiri. En hinsvegar rúmu prósenti minni en árið 2019. Heldur meiri takmarkanir voru í gangi stærstan hluta mars í fyrra en í ár. Draga má þá ályktun að Íslendingar séu farnir að aðlagast ástandinu og umferðin taki mið af því, meiri en í byrjun faraldurs en heldur minni en fyrir hann að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
09.04.2021
Forstjóri Vegagerðarinnar og framkvæmdastjóri Suðurverks hf. rituðu undir verksamning um þverun Þorskafjarðar á Vestfjarðavegi (60) um Gufudalssveit fimmtudaginn 8. apríl. Verkið felur í sér þverun Þorskafjarðar og er liður í lúkningu umfangsmikillar vegagerðar á sunnanverðum Vestfjörðum undanfarin ár. Suðurverk hf. átti lægsta tilboðið í verkið.
08.04.2021
Tesla Model 3 var söluhæsti rafbíllinn á síðasta ári en þessi tegund seldist í tæplega þrjú hundruð þúsund eintökum. Þetta er þriðja árið í röð sem Tesla Model 3 trónir í efsta sætinu og er uppgangur fyrirtækisins einstakur.
07.04.2021
Samdráttur í nýskráningum fólksbíla nam 15,8% fyrstu þrjá mánuði ársins saman borið við sömu mánuði á síðasta ári. Nýskráningar voru alls 2.089 bifreiðar. Þess má geta að nýskráningar í mars einum voru 956 sem er 11,3% færri skráningar en í sama mánuði í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu.
06.04.2021
Ríkiskaup fyrir hönd Vegagerðarinnar býður til opinnar hönnunarsamkeppni, sem er framkvæmdasamkeppni, um útlit og hönnun brúar yfir Fossvog fyrir almenningssamgöngur, hjólandi og gangandi ásamt stígum, akreinum og umhverfi að brúnni innan samkeppnissvæðis. Ríkiskaup heldur utan um hönnunarsamkeppnina í TendSign.
31.03.2021
Mikil eftirvænting ríkir fyrir komu hins nýja rafbíls Kia EV6 sem var frumsýndur í dag. Þessi spennandi og sportlegi jepplingur dregur allt að 510 km á einni hleðslu.Kia EV6 er hreinn rafbíll og fyrsti bíllinn af nýrri kynslóð rafbíla Kia. Þetta er fyrsti bíll Kia sem byggður er á nýjum og háþróuðum E-GMP undirvagni (Electric-Global Modular Platform) sem er sérstaklega hannaður fyrir rafbíla. Þessi nýi undirvagn verður notaður í næstu kynslóðir rafbíla hjá Kia.
30.03.2021
Neytendastofu barst tilkynning um innköllun á bíldekkjum frá framleiðandanum Cooper Tire & Rubber Company ("Cooper") vegna hættu sem skapast getur í tengslum við öryggi bifreiða. Um er að ræða vandamál við framleiðslu dekkja á tímabilinu 1. febrúar 2018 til 1. desember 2019.
29.03.2021
Nýleg norsk könnun leiðir í ljós að tveir af hverjum þremur í Noregi telja að nýorkubíll verði næst fyrir valinu í bifreiðakaupum. Um 65% Norðmanna svara því að rafbíllinn verði fyrsti kostur á næstu árum. Áhuginn er mestur hjá yngra fólki og hjá þeim sem hafa meiri menntun og hærri tekjur.
24.03.2021
Hjálmanotkun á rafhlaupahjólum er að aukast en um 80% barna nota hjálm. Viðhald og innviðir eru að verða betri og samhliða því eykst öryggið. Umhverfið er smám saman að gera sér meiri grein fyrir þessum nýja ferðamáta. Slysatíðni er tiltölulega há en fer minnkandi með bættum innviðum og aukinni reynslu notanda rafhlaupahjóla.