23.03.2021
Suðurstrandarvegur var opnaður með takmörkunum í gærkvöldi. Einstefna verður á veginum frá lokuninni sem verið hefur við bæinn Hraun Grindavíkurmegin en tvístefna verður frá vegamótunum við Krýsuvíkurveg í vestur u.þ.b. að Ísóflsskála sem verður þá nálægt þeim stað þar sem mögulegt verður að leggja bílum t.d. út í kant á veginum ef ætlunin er að skoða gosið í Geldingadal. Fjöldi fólks er á leið að gosstöðvunum í Geldingadölum til að skoða eldgosið. Í morgun hafði um tveggja kílómetra löng röð myndast af bílum er á Suðurstrandarvegi.
23.03.2021
Nýr EQA er kominn til landsins en mikil eftirvænting hefur ríkt eftir komu þessa netta, rafdrifna sportjeppa sem er þriðji rafbíllinn í EQ línu Mercedes-Benz.
22.03.2021
Nýskráningar á þessu ári eru orðnar 1.709 talsins og gera má ráð fyrir að mars verðu söluhæsti mánuður ársins. Fyrstu þrár vikurnar í mars eru nýskráningar þegar orðnar 576. Í janúar voru þær 579 og í febrúar 554. Samanborið við sama sölutímabil í fyrra nemur samdrátturinn um 20,1%.
22.03.2021
Þau tímamót verða í sölu Volvo á Íslandi í júní næstkomandi að þá verður í fyrsta sinn í boði að kaupa bílana í beinni sölu á netinu. Nánar tiltekið verður Volvo XC40 seldur í hreinni rafbílaútgáfu en hann hefur verið til sölu hjá Brimborg sem tengiltvinnbíll. Mun salan fara fram í gegnum vefinn volvocars.com/is en fyrirspurnin mun berast til Brimborgar sem mun panta bílinn eða, til að stytta afhendingartíma, bjóða upp á bíl sem er á leið til landsins.
19.03.2021
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 1157 Hyundai Tucscon bifreiðar af árgerð 2015-2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hætta er á skammhlaupi í HECU tölvu sem getur leitt til íkveikju og þar af leiðandi eldi í vélarrými bifreiðarinnar.
18.03.2021
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og umferðaröryggisráð standa fyrir opnum veffundi þriðjudaginn 23. mars kl. 8:30-9:45 um fjölbreytta ferðamáta og öryggi léttra bifhjóla, rafhlaupahjóla og annarra smáfarartækja í umferðinni.
18.03.2021
Skipulega er verið að fækka einbreiðum brúm bæði á Hringvegi (1) og um landið allt. Árið 1990 voru einbreiðar brýr á Hringvegi hátt í 140 talsins. Þeim fækkaði hratt og voru orðnar um 60 í kringum 2006 og 42 árið 2011.
18.03.2021
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju ehf um að innkalla þurfi 7 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bakkljós virki ekki sem skyldi vegna hugbúnaðarvillu.
17.03.2021
Á morgunfundi sem Vegagerðin stóð fyrir í morgun var umfjöllunarefnið blæðingar sem geta orðið í vegklæðingu og malbiki. Á fundinum var rætt um mismunandi tegundir blæðinga, ástæður þeirra og viðbrögð Vegagerðarinnar þegar þær koma upp. Flutningageirinn kom sjónarmiðum sínum varðandi vegblæðingar á framfæri á fundinum.
17.03.2021
Það sem af er árinu eru nýskráningar orðnar alls 1511. Á sama tíma í fyrra voru þær 1.906 og er samdrátturinn um 20,7%. Fyrstu tólf daga í mars voru nýskráningar 378 en yfir sama tímabil í fyrra voru þær 503.