30.03.2021
Neytendastofu barst tilkynning um innköllun á bíldekkjum frá framleiðandanum Cooper Tire & Rubber Company ("Cooper") vegna hættu sem skapast getur í tengslum við öryggi bifreiða. Um er að ræða vandamál við framleiðslu dekkja á tímabilinu 1. febrúar 2018 til 1. desember 2019.
29.03.2021
Nýleg norsk könnun leiðir í ljós að tveir af hverjum þremur í Noregi telja að nýorkubíll verði næst fyrir valinu í bifreiðakaupum. Um 65% Norðmanna svara því að rafbíllinn verði fyrsti kostur á næstu árum. Áhuginn er mestur hjá yngra fólki og hjá þeim sem hafa meiri menntun og hærri tekjur.
24.03.2021
Hjálmanotkun á rafhlaupahjólum er að aukast en um 80% barna nota hjálm. Viðhald og innviðir eru að verða betri og samhliða því eykst öryggið. Umhverfið er smám saman að gera sér meiri grein fyrir þessum nýja ferðamáta. Slysatíðni er tiltölulega há en fer minnkandi með bættum innviðum og aukinni reynslu notanda rafhlaupahjóla.
23.03.2021
Suðurstrandarvegur var opnaður með takmörkunum í gærkvöldi. Einstefna verður á veginum frá lokuninni sem verið hefur við bæinn Hraun Grindavíkurmegin en tvístefna verður frá vegamótunum við Krýsuvíkurveg í vestur u.þ.b. að Ísóflsskála sem verður þá nálægt þeim stað þar sem mögulegt verður að leggja bílum t.d. út í kant á veginum ef ætlunin er að skoða gosið í Geldingadal. Fjöldi fólks er á leið að gosstöðvunum í Geldingadölum til að skoða eldgosið. Í morgun hafði um tveggja kílómetra löng röð myndast af bílum er á Suðurstrandarvegi.
23.03.2021
Nýr EQA er kominn til landsins en mikil eftirvænting hefur ríkt eftir komu þessa netta, rafdrifna sportjeppa sem er þriðji rafbíllinn í EQ línu Mercedes-Benz.
22.03.2021
Nýskráningar á þessu ári eru orðnar 1.709 talsins og gera má ráð fyrir að mars verðu söluhæsti mánuður ársins. Fyrstu þrár vikurnar í mars eru nýskráningar þegar orðnar 576. Í janúar voru þær 579 og í febrúar 554. Samanborið við sama sölutímabil í fyrra nemur samdrátturinn um 20,1%.
22.03.2021
Þau tímamót verða í sölu Volvo á Íslandi í júní næstkomandi að þá verður í fyrsta sinn í boði að kaupa bílana í beinni sölu á netinu. Nánar tiltekið verður Volvo XC40 seldur í hreinni rafbílaútgáfu en hann hefur verið til sölu hjá Brimborg sem tengiltvinnbíll. Mun salan fara fram í gegnum vefinn volvocars.com/is en fyrirspurnin mun berast til Brimborgar sem mun panta bílinn eða, til að stytta afhendingartíma, bjóða upp á bíl sem er á leið til landsins.
19.03.2021
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 1157 Hyundai Tucscon bifreiðar af árgerð 2015-2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hætta er á skammhlaupi í HECU tölvu sem getur leitt til íkveikju og þar af leiðandi eldi í vélarrými bifreiðarinnar.
18.03.2021
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og umferðaröryggisráð standa fyrir opnum veffundi þriðjudaginn 23. mars kl. 8:30-9:45 um fjölbreytta ferðamáta og öryggi léttra bifhjóla, rafhlaupahjóla og annarra smáfarartækja í umferðinni.
18.03.2021
Skipulega er verið að fækka einbreiðum brúm bæði á Hringvegi (1) og um landið allt. Árið 1990 voru einbreiðar brýr á Hringvegi hátt í 140 talsins. Þeim fækkaði hratt og voru orðnar um 60 í kringum 2006 og 42 árið 2011.